Sprengjur, ljós og læti hjá Dimmu í Hörpu Freyr Bjarnason skrifar 16. janúar 2013 07:00 Þungarokkararnir halda útgáfutónleika í Hörpu á fimmtudaginn. „Þarna verður topphljóðkerfi og sprengju- og ljósasýning. Það er búið að fá sprengjuleyfi, það er komið í gegn," segir Ingó Geirdal úr Dimmu. Þungarokkssveitin heldur útgáfutónleika í Norðurljósasal Hörpu á fimmtudag til að kynna þriðju plötu sína, Myrkraverk, sem er sú fyrsta frá sveitinni sem er alfarið sungin á íslensku. Tvö lög af henni hafa ratað inn á topp 20 á Rás 2, Sólmyrkvi og Þungur kross. Á tónleikunum verður Myrkraverk leikin í heild sinni ásamt völdum lögum af fyrri plötunum. Tónleikarnir verða mynd- og hljóðritaðir með sjónvarpsþátt og/eða útgáfu á mynddiski í huga. Dimma verður fyrsta þungarokkssveitin til að halda eigin tónleika í Hörpu. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana og verða eingöngu seldir miðar í sæti. Tvennir útgáfutónleikar til viðbótar eru fyrirhugaðir; fyrst á Mælifelli á Sauðárkróki 18. janúar og síðan á Græna hattinum á Akureyri kvöldið eftir ásamt Sólstöfum. Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þarna verður topphljóðkerfi og sprengju- og ljósasýning. Það er búið að fá sprengjuleyfi, það er komið í gegn," segir Ingó Geirdal úr Dimmu. Þungarokkssveitin heldur útgáfutónleika í Norðurljósasal Hörpu á fimmtudag til að kynna þriðju plötu sína, Myrkraverk, sem er sú fyrsta frá sveitinni sem er alfarið sungin á íslensku. Tvö lög af henni hafa ratað inn á topp 20 á Rás 2, Sólmyrkvi og Þungur kross. Á tónleikunum verður Myrkraverk leikin í heild sinni ásamt völdum lögum af fyrri plötunum. Tónleikarnir verða mynd- og hljóðritaðir með sjónvarpsþátt og/eða útgáfu á mynddiski í huga. Dimma verður fyrsta þungarokkssveitin til að halda eigin tónleika í Hörpu. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana og verða eingöngu seldir miðar í sæti. Tvennir útgáfutónleikar til viðbótar eru fyrirhugaðir; fyrst á Mælifelli á Sauðárkróki 18. janúar og síðan á Græna hattinum á Akureyri kvöldið eftir ásamt Sólstöfum.
Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira