Íslendingar á Sónar í Barselóna Freyr Bjarnason skrifar 18. janúar 2013 06:00 Hljómsveitin Samaris spilar að öllum líkindum á Sónar í Barselóna. Fréttablaðið/Stefán Erlendir skipuleggjendur Sónar-hátíðarinnar hafa boðið hópi íslenskra tónlistarmanna að spila á aðalhátíðinni í Barselóna í sumar. Þá verður haldið upp á tuttugu ára afmæli Sónar. Hátíðin verður haldin í fyrsta sinn í Reykjavík um miðjan febrúar. Á meðal þeirra eru Samaris, Valgeir Sigurðsson, Ólafur Arnalds, Mugison og Gluteus Maximus. "Við fengum tölvupóst frá þeim þar sem þeir þökkuðu kærlega fyrir samstarfið og hversu vel hefur tekist til með að koma upp svona glæsilegri dagskrá í Reykjavík. Þeir nefndu sérstaklega að það væri ekki síst vegna þess hversu góðir íslensku tónlistarmennirnir eru," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson, sem er einn af upphafsmönnum Sónar á Íslandi. "Þeir sögðust ætla að setja það í forgang að fá Íslendinga á Sónar-hátíðina í Barselóna." Um áttatíu þúsund manns sækja hátíðina á hverju ári. Tónlistarmennirnir fyrrnefndu eru ekki búnir að samþykkja að koma fram í Barselóna en telja má líklegt að þeir þekkist boð Sónar-manna. "Sem dæmi voru þeir einróma í þeirri afstöðu að bóka Samaris, sem er mjög skemmtilegt. Þetta er mjög flott hljómsveit og ungir og efnilegir krakkar." Einnig ætla skipuleggjendur Sónar að skoða aðra íslenska flytjendur sem koma fram í Hörpu í Reykjavík. Margeir er annar meðlima Gluteus Maximus og segir það einstakt tækifæri að fá að spila í Barselóna. "Ég hef spilað á mörgum festivölum en þetta er festivalið sem allir í mínum bransa horfa til. Ég er mjög, mjög spenntur." Sónar Tónlist Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Erlendir skipuleggjendur Sónar-hátíðarinnar hafa boðið hópi íslenskra tónlistarmanna að spila á aðalhátíðinni í Barselóna í sumar. Þá verður haldið upp á tuttugu ára afmæli Sónar. Hátíðin verður haldin í fyrsta sinn í Reykjavík um miðjan febrúar. Á meðal þeirra eru Samaris, Valgeir Sigurðsson, Ólafur Arnalds, Mugison og Gluteus Maximus. "Við fengum tölvupóst frá þeim þar sem þeir þökkuðu kærlega fyrir samstarfið og hversu vel hefur tekist til með að koma upp svona glæsilegri dagskrá í Reykjavík. Þeir nefndu sérstaklega að það væri ekki síst vegna þess hversu góðir íslensku tónlistarmennirnir eru," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson, sem er einn af upphafsmönnum Sónar á Íslandi. "Þeir sögðust ætla að setja það í forgang að fá Íslendinga á Sónar-hátíðina í Barselóna." Um áttatíu þúsund manns sækja hátíðina á hverju ári. Tónlistarmennirnir fyrrnefndu eru ekki búnir að samþykkja að koma fram í Barselóna en telja má líklegt að þeir þekkist boð Sónar-manna. "Sem dæmi voru þeir einróma í þeirri afstöðu að bóka Samaris, sem er mjög skemmtilegt. Þetta er mjög flott hljómsveit og ungir og efnilegir krakkar." Einnig ætla skipuleggjendur Sónar að skoða aðra íslenska flytjendur sem koma fram í Hörpu í Reykjavík. Margeir er annar meðlima Gluteus Maximus og segir það einstakt tækifæri að fá að spila í Barselóna. "Ég hef spilað á mörgum festivölum en þetta er festivalið sem allir í mínum bransa horfa til. Ég er mjög, mjög spenntur."
Sónar Tónlist Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira