Harður heimur Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 23. janúar 2013 06:00 Ég hafði fundið á mér í nokkra daga að þetta myndi koma upp á yfirborðið. Ég kveið því þegar það yrði opinbert. Óttaðist viðbrögðin, umtalið. Þetta þykir ekki gott, afar ósmart raunar og fólk er svo dómhart nú til dags. Ég hef séð það á Facebook. Fólk tekur jafnvel myndir af því sem því mislíkar hjá samferðafólki sínu og setur á netið. Til dæmis af jeppa sem tekur tvö stæði. Ég vona að enginn taki mynd af þessu. Sjálfsagt mætti segja að það geti veitt ákveðið aðhald að birta mynd af jeppanum í stæðunum tveimur, með númeri og öllu, fyrir heiminn að sjá. Kannski hugsar ökumaðurinn sig þá tvisvar um næst. En það er ekki heldur víst að sökudólgurinn sé í öllum tilvikum illa innrættur. Ég þori til dæmis ekki að sverja fyrir það að ég hafi lagt svo illa í stæði að það hafi orðið til óþæginda fyrir aðra. Jafnvel fundið miða undir rúðuþurrku með reiðilegum skilaboðum frá ökumanni sem ekki gat opnað dyr. Þá skammaðist ég mín. ÉG hef séð mynd af manni, sem ég þekki ekki neitt, sofandi á stigapalli sem nágranni hans hafði smellt á Facebook, orðinn þreyttur á næturbrölti granna síns og ónæði sem því fylgdi. Enda partíhávaði afar þreytandi fyrir þá sem ekki eru gestir í því partíi. Ekki að ég hafi sjálf endilega sofnað á stigapalli nágranna míns en gæti þó hafa fengið reiðilegt bank á hurð frá vansvefta granna þegar gleðin var við völd hjá mínum gestum. Þá skammaðist ég mín. Í dag látum við okkur ekki nægja ávítur á bréfmiða til ótillitssamra né ávítur á náttbuxum. Við hefnum okkar með mynd og vonumst eftir harkalegum athugasemdum þeirra sem hana sjá. Kannski mannlegt þegar illa liggur á okkur. Þó ég hafi sjálf ekki birt meinfýsna mynd á vefnum gæti ég hafa skrifað meinfýsna athugasemd um eitthvað sem mér mislíkaði. Þá skammaðist ég mín. Ætli myndbirtingar sem þessar hafi ekki áhrif. Allavega er nú svo komið að ég kvíði dómi samfélagsins á nokkru sem ekkert er við að gera. Myndbirting yrði ekki til að veita neitt aðhald, heldur bara til að gera að mér grín. Ég vona að bólan verði farin á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hafði fundið á mér í nokkra daga að þetta myndi koma upp á yfirborðið. Ég kveið því þegar það yrði opinbert. Óttaðist viðbrögðin, umtalið. Þetta þykir ekki gott, afar ósmart raunar og fólk er svo dómhart nú til dags. Ég hef séð það á Facebook. Fólk tekur jafnvel myndir af því sem því mislíkar hjá samferðafólki sínu og setur á netið. Til dæmis af jeppa sem tekur tvö stæði. Ég vona að enginn taki mynd af þessu. Sjálfsagt mætti segja að það geti veitt ákveðið aðhald að birta mynd af jeppanum í stæðunum tveimur, með númeri og öllu, fyrir heiminn að sjá. Kannski hugsar ökumaðurinn sig þá tvisvar um næst. En það er ekki heldur víst að sökudólgurinn sé í öllum tilvikum illa innrættur. Ég þori til dæmis ekki að sverja fyrir það að ég hafi lagt svo illa í stæði að það hafi orðið til óþæginda fyrir aðra. Jafnvel fundið miða undir rúðuþurrku með reiðilegum skilaboðum frá ökumanni sem ekki gat opnað dyr. Þá skammaðist ég mín. ÉG hef séð mynd af manni, sem ég þekki ekki neitt, sofandi á stigapalli sem nágranni hans hafði smellt á Facebook, orðinn þreyttur á næturbrölti granna síns og ónæði sem því fylgdi. Enda partíhávaði afar þreytandi fyrir þá sem ekki eru gestir í því partíi. Ekki að ég hafi sjálf endilega sofnað á stigapalli nágranna míns en gæti þó hafa fengið reiðilegt bank á hurð frá vansvefta granna þegar gleðin var við völd hjá mínum gestum. Þá skammaðist ég mín. Í dag látum við okkur ekki nægja ávítur á bréfmiða til ótillitssamra né ávítur á náttbuxum. Við hefnum okkar með mynd og vonumst eftir harkalegum athugasemdum þeirra sem hana sjá. Kannski mannlegt þegar illa liggur á okkur. Þó ég hafi sjálf ekki birt meinfýsna mynd á vefnum gæti ég hafa skrifað meinfýsna athugasemd um eitthvað sem mér mislíkaði. Þá skammaðist ég mín. Ætli myndbirtingar sem þessar hafi ekki áhrif. Allavega er nú svo komið að ég kvíði dómi samfélagsins á nokkru sem ekkert er við að gera. Myndbirting yrði ekki til að veita neitt aðhald, heldur bara til að gera að mér grín. Ég vona að bólan verði farin á morgun.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun