Trentemöller spilar á Sónar-hátíð Freyr Bjarnason skrifar 24. janúar 2013 07:00 Trentemöller spilar á sónar-hátíðinni um miðjan febrúar. Hinn vinsæli danski raftónlistarmaður og plötusnúður Trentemöller spilar á Sónar-hátíðinni í Hörpu um miðjan febrúar. Trentemöller hefur á ferli sínum endurhljóðblandað lög fyrir Moby, Pet Shop Boys og The Knife með góðum árangri. Hann hefur gefið út tvær plötur og kom sú síðasta, Into the Great Wide Yonder, út fyrir þremur árum. Trentemöller hefur nokkrum sinnum áður sótt Ísland heim og m.a. spilað á Airwaves-hátíðinni. Enska elektrósveitin LFO spilar einnig á Sónar. Hún er á mála hjá útgáfunni Warp og hefur verið starfrækt í áratug. Hljómsveitin gerði eitt sinn endurhljóðblandaða útgáfu af lagi Bjarkar, Hyperballad. Endanleg dagskrá Sónar-hátíðarinnar er þar með tilbúin. James Blake, Squarepusher, Modeselektor, Kasper Björke, Pachanga Boys, Ásgeir Trausti, Mugison, Gus Gus og Retro Stefson koma einnig fram á hátíðinni ásamt fjölda annarra flytjenda. Samtals koma fimmtíu listamenn fram í Hörpu 15. og 16. febrúar. Dagskráin hefst báða dagana klukkan 18 og stendur yfir til þrjú um nóttina. Sónar Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hinn vinsæli danski raftónlistarmaður og plötusnúður Trentemöller spilar á Sónar-hátíðinni í Hörpu um miðjan febrúar. Trentemöller hefur á ferli sínum endurhljóðblandað lög fyrir Moby, Pet Shop Boys og The Knife með góðum árangri. Hann hefur gefið út tvær plötur og kom sú síðasta, Into the Great Wide Yonder, út fyrir þremur árum. Trentemöller hefur nokkrum sinnum áður sótt Ísland heim og m.a. spilað á Airwaves-hátíðinni. Enska elektrósveitin LFO spilar einnig á Sónar. Hún er á mála hjá útgáfunni Warp og hefur verið starfrækt í áratug. Hljómsveitin gerði eitt sinn endurhljóðblandaða útgáfu af lagi Bjarkar, Hyperballad. Endanleg dagskrá Sónar-hátíðarinnar er þar með tilbúin. James Blake, Squarepusher, Modeselektor, Kasper Björke, Pachanga Boys, Ásgeir Trausti, Mugison, Gus Gus og Retro Stefson koma einnig fram á hátíðinni ásamt fjölda annarra flytjenda. Samtals koma fimmtíu listamenn fram í Hörpu 15. og 16. febrúar. Dagskráin hefst báða dagana klukkan 18 og stendur yfir til þrjú um nóttina.
Sónar Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira