Einstakt tækifæri Trausti Júlíusson skrifar 31. janúar 2013 06:00 James Blake spilar bæði kvöldin á Sónar, fyrra kvöldið í bílageymslu Hörpu. Sónar-hátíðin hefur verið ein af mest spennandi tónlistarhátíðum Evrópu allt frá því að hún var sett á laggirnar í Barcelona árið 1994. Hún hefur vaxið jafnt og þétt og býður nú ár hvert upp á mjög glæsilega dagskrá. Á tuttugustu Sónar-hátíðinni í sumar verða Kraftwerk og Pet Shop Boys á meðal flytjenda. En þetta er líka alþjóðleg hátíð. Síðan 2002 hefur Sónar haldið 30 hátíðir á fjölmörgum stöðum, m.a. New York, Frankfurt, Lyon, Chicago og Seúl. Hátíðir utan Barcelona eru þrjár í ár; Tókýó 6.-7. apríl, São Paulo 24.-25. maí og Reykjavík 14.-15. febrúar. Hátíðin lagar sig að aðstæðum hverju sinni. Í Reykjavík er hún minni en í Barcelona, en dagskráin er samt mjög þétt. Sónar Reykjavík fer fram í Hörpu. Aðaldagskráin verður í Silfurbergi og Norðurljósum, en báða dagana verður líka tónlist á tveimur öðrum stöðum í húsinu; í bílakjallara og á opnu svæði með útsýni til hafs. Það eru tæp 50 nöfn á dagskránni, u.þ.b. einn þriðji þeirra erlendur. Sónar leggur mesta áherslu á raf- og danstónlist og hátíðin hér er engin undantekning, þó að fjölbreytnin sé mikil. Alva Noto og Ryuichi Sakamoto, Squarepusher, Modeselektor, James Blake, Trentemöller og LFO eru stærstu erlendu nöfnin, en af íslenskum má nefna Mugison, GusGus, Hjaltalín, Retro Stefson, Sin Fang, Yagya og Ásgeir Trausta. Og svo er hellingur af ungum og upprennandi listamönnum. Sónar Reykjavík er frábær hugmynd. Tímasetningin er pottþétt. Í febrúar er ekkert að gerast í tónlist í Reykjavík að öllu jöfnu og þess vegna tilvalið að slá upp hátíð og lífga upp á borgina. Ég get ekki beðið! Sónar Tónlist Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Sónar-hátíðin hefur verið ein af mest spennandi tónlistarhátíðum Evrópu allt frá því að hún var sett á laggirnar í Barcelona árið 1994. Hún hefur vaxið jafnt og þétt og býður nú ár hvert upp á mjög glæsilega dagskrá. Á tuttugustu Sónar-hátíðinni í sumar verða Kraftwerk og Pet Shop Boys á meðal flytjenda. En þetta er líka alþjóðleg hátíð. Síðan 2002 hefur Sónar haldið 30 hátíðir á fjölmörgum stöðum, m.a. New York, Frankfurt, Lyon, Chicago og Seúl. Hátíðir utan Barcelona eru þrjár í ár; Tókýó 6.-7. apríl, São Paulo 24.-25. maí og Reykjavík 14.-15. febrúar. Hátíðin lagar sig að aðstæðum hverju sinni. Í Reykjavík er hún minni en í Barcelona, en dagskráin er samt mjög þétt. Sónar Reykjavík fer fram í Hörpu. Aðaldagskráin verður í Silfurbergi og Norðurljósum, en báða dagana verður líka tónlist á tveimur öðrum stöðum í húsinu; í bílakjallara og á opnu svæði með útsýni til hafs. Það eru tæp 50 nöfn á dagskránni, u.þ.b. einn þriðji þeirra erlendur. Sónar leggur mesta áherslu á raf- og danstónlist og hátíðin hér er engin undantekning, þó að fjölbreytnin sé mikil. Alva Noto og Ryuichi Sakamoto, Squarepusher, Modeselektor, James Blake, Trentemöller og LFO eru stærstu erlendu nöfnin, en af íslenskum má nefna Mugison, GusGus, Hjaltalín, Retro Stefson, Sin Fang, Yagya og Ásgeir Trausta. Og svo er hellingur af ungum og upprennandi listamönnum. Sónar Reykjavík er frábær hugmynd. Tímasetningin er pottþétt. Í febrúar er ekkert að gerast í tónlist í Reykjavík að öllu jöfnu og þess vegna tilvalið að slá upp hátíð og lífga upp á borgina. Ég get ekki beðið!
Sónar Tónlist Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira