Samstaða og gleði í Græna herberginu Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Eyþór Ingi vann yfirburðasigur í Söngvakeppninni á laugardagskvöld. Fréttablaðið/Valli Það var spennuþrungið andrúmsloft í Græna herberginu þegar úrslitanna var beðið á laugardagskvöldið. Keppendur létu tímann líða með því að gantast og grínast hver í öðrum, skrifa eiginhandaráritanir og sitja fyrir á myndum og glæsilegt veitingaborðið laðaði nokkra að sér. Þegar auglýsingahléinu lauk og Þórhallur og Gunna Dís birtust aftur á skjánum sló þögn á hópinn samstundis. Spennan var þvílík að ekki var annað hægt en að hrífast með. Ég átti að minnsta kosti í mestum erfiðleikum með að hemja skjálfandi hnén. Þetta tók fljótt af. Eyþór Ingi rétt náði að kyngja snittunni og enn í sjokki var hann leiddur út úr herberginu og upp á svið. Hann var kominn í einvígið og eitt sæti enn laust. Spennan magnaðist og áður en ég vissi af var Unnur teymd fram hjá mér og orðin "vá, hvað er að gerast“ laumuðust úr munni hennar á milli táranna. Spennufallið í herberginu var gríðarlegt og þó þeir keppendur sem eftir sátu væru vonsviknir yfir sínu hlutskipti virtust þeir þó umfram allt samgleðjast keppinautum sínum. Meðan keppendurnir föðmuðust og hrósuðu hver öðrum fyrir frammistöðu kvöldsins mátti finna fyrir miklum stuðningi við þau tvö sem stóðu á sviðinu. Það var innilega fagnað, stokkið upp úr stólum og fallist í faðma þegar tilkynnt var að lagið Ég á líf hefði sigrað og víst má telja að þessi viðbrögð hefðu orðið sama hver hefði unnið. Hvað er að gerast? Unni Eggertsdóttur var mjög brugðið þegar tilkynnt var að lag hennar, Ég syng, hefði komist í einvígið á laugardaginn.Þeir Eyþór Ingi, Pétur Örn og Örlygur Smári gátu ekki annað en fallist í faðma þegar í ljós kom að þeir höfðu borið sigur úr býtum í keppninni. Unnur og hennar lið samgladdist þeim að sjálfsögðu innilega.Höfundarnir Pétur Örn og Örlygur Smári ásamt Eyþóri Inga en þeir voru að vonum ánægðir með sitt í lok kvölds. Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Það var spennuþrungið andrúmsloft í Græna herberginu þegar úrslitanna var beðið á laugardagskvöldið. Keppendur létu tímann líða með því að gantast og grínast hver í öðrum, skrifa eiginhandaráritanir og sitja fyrir á myndum og glæsilegt veitingaborðið laðaði nokkra að sér. Þegar auglýsingahléinu lauk og Þórhallur og Gunna Dís birtust aftur á skjánum sló þögn á hópinn samstundis. Spennan var þvílík að ekki var annað hægt en að hrífast með. Ég átti að minnsta kosti í mestum erfiðleikum með að hemja skjálfandi hnén. Þetta tók fljótt af. Eyþór Ingi rétt náði að kyngja snittunni og enn í sjokki var hann leiddur út úr herberginu og upp á svið. Hann var kominn í einvígið og eitt sæti enn laust. Spennan magnaðist og áður en ég vissi af var Unnur teymd fram hjá mér og orðin "vá, hvað er að gerast“ laumuðust úr munni hennar á milli táranna. Spennufallið í herberginu var gríðarlegt og þó þeir keppendur sem eftir sátu væru vonsviknir yfir sínu hlutskipti virtust þeir þó umfram allt samgleðjast keppinautum sínum. Meðan keppendurnir föðmuðust og hrósuðu hver öðrum fyrir frammistöðu kvöldsins mátti finna fyrir miklum stuðningi við þau tvö sem stóðu á sviðinu. Það var innilega fagnað, stokkið upp úr stólum og fallist í faðma þegar tilkynnt var að lagið Ég á líf hefði sigrað og víst má telja að þessi viðbrögð hefðu orðið sama hver hefði unnið. Hvað er að gerast? Unni Eggertsdóttur var mjög brugðið þegar tilkynnt var að lag hennar, Ég syng, hefði komist í einvígið á laugardaginn.Þeir Eyþór Ingi, Pétur Örn og Örlygur Smári gátu ekki annað en fallist í faðma þegar í ljós kom að þeir höfðu borið sigur úr býtum í keppninni. Unnur og hennar lið samgladdist þeim að sjálfsögðu innilega.Höfundarnir Pétur Örn og Örlygur Smári ásamt Eyþóri Inga en þeir voru að vonum ánægðir með sitt í lok kvölds.
Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira