Siðferðislega rangar sögur Álfrún Pálsdóttir skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Þær Bergþóra Kristbergsdóttir og Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir eru báðar í Morfísliði Borgarholtsskóla og leikfélaginu. Mynd/Pjetur "Það er allt á fullu núna enda styttist óðum í frumsýningu," segir Bergþóra Kristbergsdóttir, formaður leikfélags Borgarholtsskóla sem frumsýnir leikritið Grimmd í Tjarnarbíó á morgun. Verkið Grimmd er unnið upp úr þremur frekar óþekktum sögum úr Grimms-ævintýrunum; Einitréð, Handalausa mærin og Váli vélaður. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir. Um 20 leikarar eru í sýningunni en 40-50 manns úr öllum deildum skólans koma að uppsetningunni. Sögurnar þrjár eiga það sameiginlegt að vera bæði óþægilegar og siðferðislegar rangar að sögn Bergþóru. "Við fórum að skoða þessi upprunalegu Grimms-ævintýri sem er miklu hryllilegri en þær útgáfur sem við þekkjum í dag," segir Bergþóra og fullyrðir að spennan sé að magnast í skólanum fyrir frumsýninguna. Leikfélagið hefur ekki verið virkt síðastliðin ár og segir Bergþóra að það hafi fyrst verið erfitt að ná í krakka til að taka þátt í sýningunni. Það má því segja að leikfélagið sé að rísa úr öskustónni. "Ég vona að núna séum við að leggja línuna fyrir komandi ár í skólanum og að leiklistin eigi eftir að blómstra hér eins og í öðrum skólum. Margir sem leika í sýningunni eru að stíga á svið í fyrsta sinn og hafa lagt mikið á sig til að læra listina við að leika frá grunni." Auk þess að vera formaður leikfélagsins er Bergþóra í Morfís-liði skólans, því fyrsta í langan tíma sem einungis er skipað stúlkum. Hún viðurkennir að það taki sinn toll að vera virkur í félagslífinu. "Þetta tekur oft mikinn tíma frá skólabókunum en ég reyni að brosa fallega til kennaranna í staðinn." Menning Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Það er allt á fullu núna enda styttist óðum í frumsýningu," segir Bergþóra Kristbergsdóttir, formaður leikfélags Borgarholtsskóla sem frumsýnir leikritið Grimmd í Tjarnarbíó á morgun. Verkið Grimmd er unnið upp úr þremur frekar óþekktum sögum úr Grimms-ævintýrunum; Einitréð, Handalausa mærin og Váli vélaður. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir. Um 20 leikarar eru í sýningunni en 40-50 manns úr öllum deildum skólans koma að uppsetningunni. Sögurnar þrjár eiga það sameiginlegt að vera bæði óþægilegar og siðferðislegar rangar að sögn Bergþóru. "Við fórum að skoða þessi upprunalegu Grimms-ævintýri sem er miklu hryllilegri en þær útgáfur sem við þekkjum í dag," segir Bergþóra og fullyrðir að spennan sé að magnast í skólanum fyrir frumsýninguna. Leikfélagið hefur ekki verið virkt síðastliðin ár og segir Bergþóra að það hafi fyrst verið erfitt að ná í krakka til að taka þátt í sýningunni. Það má því segja að leikfélagið sé að rísa úr öskustónni. "Ég vona að núna séum við að leggja línuna fyrir komandi ár í skólanum og að leiklistin eigi eftir að blómstra hér eins og í öðrum skólum. Margir sem leika í sýningunni eru að stíga á svið í fyrsta sinn og hafa lagt mikið á sig til að læra listina við að leika frá grunni." Auk þess að vera formaður leikfélagsins er Bergþóra í Morfís-liði skólans, því fyrsta í langan tíma sem einungis er skipað stúlkum. Hún viðurkennir að það taki sinn toll að vera virkur í félagslífinu. "Þetta tekur oft mikinn tíma frá skólabókunum en ég reyni að brosa fallega til kennaranna í staðinn."
Menning Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira