Kælan mikla vann sjötta Ljóðaslammið Freyr Bjarnason skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Kælan mikla bar sigur úr býtum í Ljóðaslammi Borgarbókasafnsins.fréttablaðið/Valli Hljómsveitin Kælan mikla vann keppnina Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins sem var haldin í sjötta sinn á Safnanótt síðastliðinn föstudag. Hljómsveitina skipa Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, Laufey Soffía Þórsdóttir og Margrét Rósa Dóru- Harrysdóttir. Þær eru átján og nítján ára og stunda nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Menntaskólann í Hamrahlíð. Að sögn söngvarans Laufeyjar Soffíu var Kælan mikla stofnuð í kringum keppnina. "Sólveig er mjög mikið í því að semja. Við vorum að leika okkur að spila saman og hún var búin að skrá sig í keppnina en vissi ekki hvað hún ætlaði að gera. Okkur fannst það koma vel út að flytja ljóðin hennar saman,“ segir hún. "Það getur vel verið að við höldum áfram að semja við ljóðin hennar eftir þetta.“ Aðspurð segir Laufey Soffía sigurinn hafa komið þeim á óvart. "Já, þetta var rosalega skemmtilegt.“ Ljóðaslammið hefur verið fastur liður í dagskrá Vetrarhátíðar frá árinu 2008. Þar keppir ungt fólk á aldrinum 15-25 ára í orðlist með frjálsri aðferð, þar sem áhersla er ekki síður lögð á flutninginn en orðið sjálft. Þemað í ár var bilun og alls voru atriðin sjö sem tóku þátt. Siguratriði Laufeyjar, Sólveigar og Margrétar var ljóðabræðingurinn Ætli það sé óhollt að láta sig dreyma? Þar söng Laufey texta Sólveigar um svarta svani, líkamnaða þrúgun og drottningardraumóra við trommu- og bassaundirleik stalla sinna. Í sigurlaun fengu þær miðbæjarkort sem gildir sem inneign í verslunum í miðbænum. Menning Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hljómsveitin Kælan mikla vann keppnina Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins sem var haldin í sjötta sinn á Safnanótt síðastliðinn föstudag. Hljómsveitina skipa Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, Laufey Soffía Þórsdóttir og Margrét Rósa Dóru- Harrysdóttir. Þær eru átján og nítján ára og stunda nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Menntaskólann í Hamrahlíð. Að sögn söngvarans Laufeyjar Soffíu var Kælan mikla stofnuð í kringum keppnina. "Sólveig er mjög mikið í því að semja. Við vorum að leika okkur að spila saman og hún var búin að skrá sig í keppnina en vissi ekki hvað hún ætlaði að gera. Okkur fannst það koma vel út að flytja ljóðin hennar saman,“ segir hún. "Það getur vel verið að við höldum áfram að semja við ljóðin hennar eftir þetta.“ Aðspurð segir Laufey Soffía sigurinn hafa komið þeim á óvart. "Já, þetta var rosalega skemmtilegt.“ Ljóðaslammið hefur verið fastur liður í dagskrá Vetrarhátíðar frá árinu 2008. Þar keppir ungt fólk á aldrinum 15-25 ára í orðlist með frjálsri aðferð, þar sem áhersla er ekki síður lögð á flutninginn en orðið sjálft. Þemað í ár var bilun og alls voru atriðin sjö sem tóku þátt. Siguratriði Laufeyjar, Sólveigar og Margrétar var ljóðabræðingurinn Ætli það sé óhollt að láta sig dreyma? Þar söng Laufey texta Sólveigar um svarta svani, líkamnaða þrúgun og drottningardraumóra við trommu- og bassaundirleik stalla sinna. Í sigurlaun fengu þær miðbæjarkort sem gildir sem inneign í verslunum í miðbænum.
Menning Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira