Kaffibrúsakarlarnir, sem snúa aftur með sýningu í Austurbæ á næstunni, hafa fengið til liðs við sig tvo þekkta skemmtikrafta, þau Helgu Brögu Jónsdóttur og Lalla töframann.
Helga Braga kemur fram með gamanmál, dans og söng og mun hún vafalítið passa við Kaffibrúsakarlana eins og flís við rass. Lalli töframaður hefur verið brautryðjandi í seinni bylgju töframanna á Íslandi. Hann hefur gefið út þrjá mynddiska með töfrabrögðum og hefur verið duglegur við að töfra úti um allt land.
Taka þátt í grínsýningu
