Einn af meisturunum Trausti Júlíusson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Tónleikar Squarepushers eru veisla bæði fyrir augu og eyru. Það er margt gott á Sónar-hátíðinni sem hefst í Hörpu á morgun. Á meðal stærstu nafnanna eru Berlínarseitin Modeselektor, Lundúnabúinn James Blake, hinn danski Trentemöller, Japaninn Ryuichi Sakamoto, þýsk-mexíkóska dúóið Pechanga Boys og Íslendingarnir Mugison, Retro Stefson, Sóley og Valgeir Sigurðsson – og við erum rétt að byrja. Sá listamaður sem ég er samt spenntastur fyrir á Sónar er Squarepusher. Squarepusher heitir réttu nafni Tom Jenkinson og er fæddur í Essex í Englandi árið 1975. Hann er einn af meisturum bresku raftónlistarsprengjunnar á tíunda áratugnum. Fyrsta platan hans, Feed Me Weird Things, kom út hjá plötufyrirtæki Aphex Twin, Rephlex Records, árið 1996 en ári seinna kom Hard Normal Daddy út á vegum Warp-útgáfunnar í Sheffield. Squarepusher hefur verið á mála hjá Warp alla tíð síðan, þó að hann hafi laumað út efni undir öðrum nöfnum hjá Rephlex og fleiri fyrirtækjum. Tónlist Squarepushers er hluti af trommu & bassatónlistinni en samt fer hann alveg sínar eigin leiðir. Hann spilar m.a. á rafbassa og fer mikinn á hann í sumum laganna. Djassáhrif eru stundum áberandi og einhvern tímann, þegar hann var hvað harðastur, var tónlist hans kölluð "drill & bass“, eða bor & bassi. Squarepusher var stjarna seint á tíunda áratugnum og í upphafi nýrrar aldar. Það hefur farið minna fyrir honum undanfarið, en samt hefur hann haldið áfram að gefa út gæðaefni. Nýjasta platan hans Ufabulum, sem kom út í fyrra, er t.d. stórgóð. Squarepusher er líka búinn að þróa mjög flotta tónleikasýningu sem byggir á síbreytilegum ljósamunstrum og gefur tónleikum með honum mikið myndrænt gildi. Sónar Tónlist Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Það er margt gott á Sónar-hátíðinni sem hefst í Hörpu á morgun. Á meðal stærstu nafnanna eru Berlínarseitin Modeselektor, Lundúnabúinn James Blake, hinn danski Trentemöller, Japaninn Ryuichi Sakamoto, þýsk-mexíkóska dúóið Pechanga Boys og Íslendingarnir Mugison, Retro Stefson, Sóley og Valgeir Sigurðsson – og við erum rétt að byrja. Sá listamaður sem ég er samt spenntastur fyrir á Sónar er Squarepusher. Squarepusher heitir réttu nafni Tom Jenkinson og er fæddur í Essex í Englandi árið 1975. Hann er einn af meisturum bresku raftónlistarsprengjunnar á tíunda áratugnum. Fyrsta platan hans, Feed Me Weird Things, kom út hjá plötufyrirtæki Aphex Twin, Rephlex Records, árið 1996 en ári seinna kom Hard Normal Daddy út á vegum Warp-útgáfunnar í Sheffield. Squarepusher hefur verið á mála hjá Warp alla tíð síðan, þó að hann hafi laumað út efni undir öðrum nöfnum hjá Rephlex og fleiri fyrirtækjum. Tónlist Squarepushers er hluti af trommu & bassatónlistinni en samt fer hann alveg sínar eigin leiðir. Hann spilar m.a. á rafbassa og fer mikinn á hann í sumum laganna. Djassáhrif eru stundum áberandi og einhvern tímann, þegar hann var hvað harðastur, var tónlist hans kölluð "drill & bass“, eða bor & bassi. Squarepusher var stjarna seint á tíunda áratugnum og í upphafi nýrrar aldar. Það hefur farið minna fyrir honum undanfarið, en samt hefur hann haldið áfram að gefa út gæðaefni. Nýjasta platan hans Ufabulum, sem kom út í fyrra, er t.d. stórgóð. Squarepusher er líka búinn að þróa mjög flotta tónleikasýningu sem byggir á síbreytilegum ljósamunstrum og gefur tónleikum með honum mikið myndrænt gildi.
Sónar Tónlist Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira