Íslensk myndlist prýðir snjóbretti Head Sara McMahon skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Margeir Dire Sigurðsson og Georg Óskar Giannakoudakis mynda tvíeykið Góms. Mynd/Anton Brink "Ég var að læra listræna stjórnun í Barcelona og einn bekkjarfélagi minn fór síðan að vinna hjá Red Bull auglýsingastofunni sem sér meðal annars um brettaframleiðandann Head. Þeir voru að leita að listamönnum til að skreyta bretti í nýrri línu fyrir veturinn 2013-14. Auglýsingastofan sýndi aðstandendum Head meðal annars tvö verk eftir okkur og þeir urðu svona hrifnir," segir Margeir Dire Sigurðsson. Hann og Georg Óskar Giannakoudakis mynda saman listamannatvíeykið Góms og munu verk eftir þá prýða snjóbretti úr væntanlegri línu Head. Verkin tvö sem Head valdi voru verk sem Margeir og Georg áttu þegar til í möppu en þau voru svo endurhönnuð í samstarfi við teymi fyrirtækisins. Piltarnir vilja ekki gefa upp hvað þeir fengu greitt fyrir verkin. Inntir eftir því hvort þeir iðki sjálfir snjóbrettaíþróttina svarar Georg á þessa leið: "Ég var mjög mikið á snjó- og hjólabretti þegar ég var yngri og Margeir sömuleiðis, en við höfum ekki rennt okkur í einhver ár núna. Brettin koma í sölu á Íslandi næsta haust og við hlökkum mikið til að sjá landann renna sér á íslenskri myndlist í nánustu framtíð." Margeir og Georg fá send tvö bretti frá fyrirtækinu en ætla þó ekki að brúka þau í Bláfjöllum næsta vetur. "Ég tími ekki að rispa mitt þannig að ég ætla að koma því fyrir á góðum stað uppi á vegg hjá mér," segir Georg og Margeir tekur undir: "Mitt fer líka upp á vegg, en ætli það endi ekki á því að ég fái mér annað eintak til að renna mér á. Hafa eitt sem sýningaeintak og hitt til að renna sér á." Þess má geta að Góms opnar sýninguna Overdose & Underdose í Reykjavík Art Gallery í dag klukkan 17.Brettin koma í sölu á Íslandi næsta haust. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég var að læra listræna stjórnun í Barcelona og einn bekkjarfélagi minn fór síðan að vinna hjá Red Bull auglýsingastofunni sem sér meðal annars um brettaframleiðandann Head. Þeir voru að leita að listamönnum til að skreyta bretti í nýrri línu fyrir veturinn 2013-14. Auglýsingastofan sýndi aðstandendum Head meðal annars tvö verk eftir okkur og þeir urðu svona hrifnir," segir Margeir Dire Sigurðsson. Hann og Georg Óskar Giannakoudakis mynda saman listamannatvíeykið Góms og munu verk eftir þá prýða snjóbretti úr væntanlegri línu Head. Verkin tvö sem Head valdi voru verk sem Margeir og Georg áttu þegar til í möppu en þau voru svo endurhönnuð í samstarfi við teymi fyrirtækisins. Piltarnir vilja ekki gefa upp hvað þeir fengu greitt fyrir verkin. Inntir eftir því hvort þeir iðki sjálfir snjóbrettaíþróttina svarar Georg á þessa leið: "Ég var mjög mikið á snjó- og hjólabretti þegar ég var yngri og Margeir sömuleiðis, en við höfum ekki rennt okkur í einhver ár núna. Brettin koma í sölu á Íslandi næsta haust og við hlökkum mikið til að sjá landann renna sér á íslenskri myndlist í nánustu framtíð." Margeir og Georg fá send tvö bretti frá fyrirtækinu en ætla þó ekki að brúka þau í Bláfjöllum næsta vetur. "Ég tími ekki að rispa mitt þannig að ég ætla að koma því fyrir á góðum stað uppi á vegg hjá mér," segir Georg og Margeir tekur undir: "Mitt fer líka upp á vegg, en ætli það endi ekki á því að ég fái mér annað eintak til að renna mér á. Hafa eitt sem sýningaeintak og hitt til að renna sér á." Þess má geta að Góms opnar sýninguna Overdose & Underdose í Reykjavík Art Gallery í dag klukkan 17.Brettin koma í sölu á Íslandi næsta haust.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira