Bestu myndirnar verðlaunaðar 17. febrúar 2013 00:01 Sigurmynd sænska ljósmyndarans Pauls Hansen sýnir tvö börn borin til grafar eftir loftárásir ísraelska hersins. nordicphotos/AFP Meira en 50 ljósmyndarar hlutu verðlaun í hinni árlegu myndakeppni World Press Photo þetta árið. Ljósmynd frá útför tveggja ungra barna á Gasa þótti besta fréttaljósmynd ársins 2012. Sænski ljósmyndarinn Paul Hansen hreppti verðlaun fyrir bestu fréttaljósmynd ársins 2012. Verðlaunin fékk hann fyrir mynd frá jarðarför á Gasaströnd. Á myndinni sjást lík tveggja ungra barna borin til grafar af hópi reiðra og sorgmæddra karlmanna. Myndin er tekin 20. nóvember í Gasaborg, en börnin létu lífið í loftárás ísraelska hersins á borgina. „Styrkur myndarinnar liggur í því hvernig hún sýnir reiði og sorg hinna fullorðnu andspænis sakleysi barnanna," segir Mayu Mohanna frá Perú, ein úr dómnefnd World Press Photo-verðlaunanna. „Þetta er mynd sem ég mun ekki gleyma." Alls eru veitt verðlaun í níu flokkum, sem þetta árið komu í hlut 54 ljósmyndara frá 32 löndum. Alls sendu 5.666 ljósmyndarar frá 124 löndum 103.481 ljósmynd til þátttöku í keppninni. Verðlaunin eru með þeim virtustu í heimi fréttaljósmyndara. Mynd Hansens þótti best í flokki stakra fréttaljósmynda og hlaut jafnframt verðlaun sem fréttaljósmynd ársins. „Ég er mjög ánægður en líka mjög dapur. Fjölskyldan missti tvö börn og móðirin er meðvitundarlaus á sjúkrahúsi," sagði Hansen. Myndir frá átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs voru áberandi í flokkum fréttaljósmynda þetta árið. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Meira en 50 ljósmyndarar hlutu verðlaun í hinni árlegu myndakeppni World Press Photo þetta árið. Ljósmynd frá útför tveggja ungra barna á Gasa þótti besta fréttaljósmynd ársins 2012. Sænski ljósmyndarinn Paul Hansen hreppti verðlaun fyrir bestu fréttaljósmynd ársins 2012. Verðlaunin fékk hann fyrir mynd frá jarðarför á Gasaströnd. Á myndinni sjást lík tveggja ungra barna borin til grafar af hópi reiðra og sorgmæddra karlmanna. Myndin er tekin 20. nóvember í Gasaborg, en börnin létu lífið í loftárás ísraelska hersins á borgina. „Styrkur myndarinnar liggur í því hvernig hún sýnir reiði og sorg hinna fullorðnu andspænis sakleysi barnanna," segir Mayu Mohanna frá Perú, ein úr dómnefnd World Press Photo-verðlaunanna. „Þetta er mynd sem ég mun ekki gleyma." Alls eru veitt verðlaun í níu flokkum, sem þetta árið komu í hlut 54 ljósmyndara frá 32 löndum. Alls sendu 5.666 ljósmyndarar frá 124 löndum 103.481 ljósmynd til þátttöku í keppninni. Verðlaunin eru með þeim virtustu í heimi fréttaljósmyndara. Mynd Hansens þótti best í flokki stakra fréttaljósmynda og hlaut jafnframt verðlaun sem fréttaljósmynd ársins. „Ég er mjög ánægður en líka mjög dapur. Fjölskyldan missti tvö börn og móðirin er meðvitundarlaus á sjúkrahúsi," sagði Hansen. Myndir frá átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs voru áberandi í flokkum fréttaljósmynda þetta árið.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira