Byggir myndina á blaðamannaheiminum Álfrún Pálsdóttir skrifar 18. febrúar 2013 09:00 „Mig langaði einfaldlega að tala við íslenska áhorfendur og er mjög spenntur fyrir að loksins sýna afraksturinn,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Börkur Gunnarsson. Fyrsta íslenska mynd hans, Þetta reddast, verður frumsýnd þann 1. mars. Myndin skartar Birni Thors í aðalhlutverki og var tekin upp sumarið 2009 í Reykjavík og Búrfellsvirkjun. Ástæðan fyrir því að myndin er fyrst núna á leiðinni í kvikmyndahús er að sögn Barkar sú að myndin fékk einstaklega langan tíma í klippiherberginu. „Þetta hefur verið löng fæðing því myndin var eiginlega alveg tilbúin árið 2010. Þá var ákveðið að fínisera nokkrar senur í klippiherberginu, þar sem hún festist í dágóðan tíma. Nú er hún orðin aðeins betri og allir sáttir,“ segir Börkur sem er ánægður með útkomuna og vonar að áhorfendur séu sama sinnis. Þetta reddast er fyrsta íslenska mynd Barkar en hann bæði leikstýrir og skrifar handritið. Börkur hefur áður gert tékknesku myndina Sterkt kaffi sem vakti mikla lukku bæði þar úti og hér heima, er hún var frumsýnd 2004. Börkur var búinn að skapa sér nafn og koma sér vel fyrir Tékklandi en hugurinn leitaði heim. „Það var allt annað að sýna myndina hérna heima en úti í Tékklandi og ég fann að mig langaði að gera íslenskt bíó. Ég er hvergi nærri hættur og er með eitt handrit í styrktarferli núna.“ Þetta reddast fjallar um drykkfelldan blaðamann sem þarf að sanna sig í einkalífinu sem og vinnunni. Börkur hefur sjálfur starfað sem blaðamaður á hinum ýmsu miðlum og byggir söguþráðinn á blaðamannaheiminum. „Það eru allir miðlar með sína alka og maður kannast alveg við týpuna. Þetta er myndarlegur og hrokafullur maður sem lifir sig svo inn í töffarann og karlmennskuna að það verður aulalegt. Ég er svolítið að endurspegla hvernig ég upplifði stemninguna á Íslandi þegar ég flutti heim árið 2005. Hrokinn var allsráðandi og mikill metingur á ýmsum vígstöðum í samfélaginu,“ segir Börkur. Hann flokkar myndina sem gaman drama. „Þetta er mynd fyrir alla, fjallar bæði um samskipti kynjanna og samskiptin við áfengið, en hvort tveggja getur reynst mörgum ansi snúið dæmi.“ Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Mig langaði einfaldlega að tala við íslenska áhorfendur og er mjög spenntur fyrir að loksins sýna afraksturinn,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Börkur Gunnarsson. Fyrsta íslenska mynd hans, Þetta reddast, verður frumsýnd þann 1. mars. Myndin skartar Birni Thors í aðalhlutverki og var tekin upp sumarið 2009 í Reykjavík og Búrfellsvirkjun. Ástæðan fyrir því að myndin er fyrst núna á leiðinni í kvikmyndahús er að sögn Barkar sú að myndin fékk einstaklega langan tíma í klippiherberginu. „Þetta hefur verið löng fæðing því myndin var eiginlega alveg tilbúin árið 2010. Þá var ákveðið að fínisera nokkrar senur í klippiherberginu, þar sem hún festist í dágóðan tíma. Nú er hún orðin aðeins betri og allir sáttir,“ segir Börkur sem er ánægður með útkomuna og vonar að áhorfendur séu sama sinnis. Þetta reddast er fyrsta íslenska mynd Barkar en hann bæði leikstýrir og skrifar handritið. Börkur hefur áður gert tékknesku myndina Sterkt kaffi sem vakti mikla lukku bæði þar úti og hér heima, er hún var frumsýnd 2004. Börkur var búinn að skapa sér nafn og koma sér vel fyrir Tékklandi en hugurinn leitaði heim. „Það var allt annað að sýna myndina hérna heima en úti í Tékklandi og ég fann að mig langaði að gera íslenskt bíó. Ég er hvergi nærri hættur og er með eitt handrit í styrktarferli núna.“ Þetta reddast fjallar um drykkfelldan blaðamann sem þarf að sanna sig í einkalífinu sem og vinnunni. Börkur hefur sjálfur starfað sem blaðamaður á hinum ýmsu miðlum og byggir söguþráðinn á blaðamannaheiminum. „Það eru allir miðlar með sína alka og maður kannast alveg við týpuna. Þetta er myndarlegur og hrokafullur maður sem lifir sig svo inn í töffarann og karlmennskuna að það verður aulalegt. Ég er svolítið að endurspegla hvernig ég upplifði stemninguna á Íslandi þegar ég flutti heim árið 2005. Hrokinn var allsráðandi og mikill metingur á ýmsum vígstöðum í samfélaginu,“ segir Börkur. Hann flokkar myndina sem gaman drama. „Þetta er mynd fyrir alla, fjallar bæði um samskipti kynjanna og samskiptin við áfengið, en hvort tveggja getur reynst mörgum ansi snúið dæmi.“
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira