Búinn að vera með Kjarval á heilanum lengi Sara McMahon skrifar 19. febrúar 2013 11:30 Þjóðleikhúsið hyggst setja á svið leikverk Mikaels Torfasonar um Jóhannes S. Kjarval á næsta leikári. Ari Matthíasson kveðst spenntur fyrir verkinu. Mynd/Arnþór mynd/hari Leikverk um ævi listamannsins Jóhannesar S. Kjarvals verður sett á svið Þjóðleikhússins á næsta leikári. Mikael Torfason, ritstjóri og skáld, ritar verkið, sem ber titilinn Síðustu dagar Kjarvals, og mun Ingvar E. Sigurðsson að öllum líkindum fara með titilhlutverkið. „Kjarval var okkar alfremsti listamaður og ekkert leikhús hefur sinnt honum neitt sérstaklega fram að þessu. Þjóðleikhúsið hefur lengi haft áhuga á og vilja til þess að setja upp verk sem fjallar um lífshlaup Kjarvals enda var hann mjög merkilegur maður, skemmtilegur í tilsvörum og algjörlega „fenómenal" málari," segir Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins. Verkið segir frá síðustu ævidögum listmálarans og að sögn Ara verður sýningin mjög sjónræn. Höfundur verksins, Mikael Torfason, kveðst hafa verið með Kjarval á heilanum í þó nokkur ár. „Kjarval er búinn að vera partur af mínu lífi í nokkur ár. Hann var algjörlega stórkostlegur málari og svolítill furðufugl og skilur eftir sig ógrynni af rituðu máli; greinum, bókum og jafnvel leikrit. Hann var alhliða snillingur og alveg stórkostleg persóna. Hann hefur verið áhugamál mitt í mörg ár en ég vissi aldrei almennilega hvað ég ætlaði að gera með þetta efni, leikritið varð svo ofan á og ég er ógeðslega spenntur að skrifa þetta verk ofan í Ingvar E.," segir Mikael. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Leikverk um ævi listamannsins Jóhannesar S. Kjarvals verður sett á svið Þjóðleikhússins á næsta leikári. Mikael Torfason, ritstjóri og skáld, ritar verkið, sem ber titilinn Síðustu dagar Kjarvals, og mun Ingvar E. Sigurðsson að öllum líkindum fara með titilhlutverkið. „Kjarval var okkar alfremsti listamaður og ekkert leikhús hefur sinnt honum neitt sérstaklega fram að þessu. Þjóðleikhúsið hefur lengi haft áhuga á og vilja til þess að setja upp verk sem fjallar um lífshlaup Kjarvals enda var hann mjög merkilegur maður, skemmtilegur í tilsvörum og algjörlega „fenómenal" málari," segir Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins. Verkið segir frá síðustu ævidögum listmálarans og að sögn Ara verður sýningin mjög sjónræn. Höfundur verksins, Mikael Torfason, kveðst hafa verið með Kjarval á heilanum í þó nokkur ár. „Kjarval er búinn að vera partur af mínu lífi í nokkur ár. Hann var algjörlega stórkostlegur málari og svolítill furðufugl og skilur eftir sig ógrynni af rituðu máli; greinum, bókum og jafnvel leikrit. Hann var alhliða snillingur og alveg stórkostleg persóna. Hann hefur verið áhugamál mitt í mörg ár en ég vissi aldrei almennilega hvað ég ætlaði að gera með þetta efni, leikritið varð svo ofan á og ég er ógeðslega spenntur að skrifa þetta verk ofan í Ingvar E.," segir Mikael.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira