Dekkri hliðar handboltamanns 21. febrúar 2013 14:00 Vigfús Þormar Gunnarsson. Mynd/GVA Stuttmyndin Handbolti verður frumsýnd í Bíó Paradís í dag. Mundi Vondi leikstýrir myndinni og skrifaði hann einnig handrit hennar ásamt Vigfúsi Þormari Gunnarssyni. Með aðalhlutverk fara Vigfús Þormar, Þorsteinn Bachman, Walter Geir Grímsson, Frosti Gnarr og Kristín Lea. Myndin fjallar á súrrealískan hátt um handboltamann sem er sérlega fær í sinni íþrótt en á sér myrkari hliðar. Vigfús Þormar fer með hlutverk handboltamannsins og fer létt með enda hefur hann iðkað íþróttina frá sjö ára aldri og á að baki nokkra Íslandsmeistaratitla. „Ég hætti í handboltanum þegar ég byrjaði í Kvikmyndaskólanum. Hugmyndin að myndinni er samt frá Munda, hann hafði ekki hugmynd um að ég væri íþróttamaður," segir Vigfús Þormar. Handbolti er fyrsta mynd Vigfúsar Þormars, en áður hafði hann leikið í nokkrum minni verkefnum. Hann segir tökur hafa gengið hratt og vel fyrir sig og þakkar góðum samstarfsfélögum fyrir það. Sýningin hefst klukkan 17 í Bíó Paradís og er öllum velkomið að sækja hana. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Stuttmyndin Handbolti verður frumsýnd í Bíó Paradís í dag. Mundi Vondi leikstýrir myndinni og skrifaði hann einnig handrit hennar ásamt Vigfúsi Þormari Gunnarssyni. Með aðalhlutverk fara Vigfús Þormar, Þorsteinn Bachman, Walter Geir Grímsson, Frosti Gnarr og Kristín Lea. Myndin fjallar á súrrealískan hátt um handboltamann sem er sérlega fær í sinni íþrótt en á sér myrkari hliðar. Vigfús Þormar fer með hlutverk handboltamannsins og fer létt með enda hefur hann iðkað íþróttina frá sjö ára aldri og á að baki nokkra Íslandsmeistaratitla. „Ég hætti í handboltanum þegar ég byrjaði í Kvikmyndaskólanum. Hugmyndin að myndinni er samt frá Munda, hann hafði ekki hugmynd um að ég væri íþróttamaður," segir Vigfús Þormar. Handbolti er fyrsta mynd Vigfúsar Þormars, en áður hafði hann leikið í nokkrum minni verkefnum. Hann segir tökur hafa gengið hratt og vel fyrir sig og þakkar góðum samstarfsfélögum fyrir það. Sýningin hefst klukkan 17 í Bíó Paradís og er öllum velkomið að sækja hana.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira