Frábær Sónar-hátíð Trausti Júlíusson skrifar 21. febrúar 2013 20:00 Squarepusher var flottur á Sónar. Sónar-hátíðin fór fram í Hörpu um síðustu helgi og þótti takast sérstaklega vel. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi margfræga tónlistarhátíð er haldin hér á landi og jafnframt í fyrsta sinn sem tónlistarhátíð sem að stærstum hluta er helguð raf- og danstónlist fer alfarið fram í Hörpu. Stærstu nöfnin voru í Silfurbergi og Norðurljósum, en einnig var brugðið á það ráð að koma fyrir tveimur nýjum sviðum í húsinu. Vestan megin á fyrstu hæðinni (gegnt höfninni) var svið þar sem íslenskir listamenn léku aðallega og í bílakjallara hafði verið afmarkað svæði og breytt í klúbb. Hvortveggja kom mjög vel út og opnar nýja möguleika á nýtingu hússins í framtíðinni. Það myndaðist góð stemning í Hörpu á Sónar-hátíðinni. Fólk flæddi á milli tónleikasviðanna fjögurra og allir virtust sáttir, enda var mikið af gæðatónlist í boði. Framkvæmdin tókst líka mjög vel. Hljómburður var framúrskarandi og mikið lagt í sjónræna hlutann. Dagskráratriðin sem ég sá hófust öll á réttum tíma, nema Squarepusher sem fór af stað nokkrum mínútum fyrir auglýstan tíma… Hátíðin lífgaði líka upp á bæjarbraginn. Erlendir gestir voru áberandi, bæði í Hörpu og á götum miðborgarinnar. Það er ekkert sérstakt í gangi í tónlistarlífinu í Reykjavík í febrúar og þess vegna er hátíð eins og þessi afar kærkomin. Sónar 2013 var vel sótt en spurningin er auðvitað hvort fjárhagsáætlanir hafi haldið og hvort útkoman hafi verið það góð að við fáum aðra hátíð að ári. Þess væri óskandi. Ég er sannfærður um að ef Sónar-hátíðin nær að festa sig í sessi verður hún bæði ómissandi atburður í vetrarprógrammi ferðaþjónustunnar og mikil lyftistöng fyrir íslenska tónlist – sérstaklega raf- og danstónlist. Áfram Sónar! Sónar Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Sónar-hátíðin fór fram í Hörpu um síðustu helgi og þótti takast sérstaklega vel. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi margfræga tónlistarhátíð er haldin hér á landi og jafnframt í fyrsta sinn sem tónlistarhátíð sem að stærstum hluta er helguð raf- og danstónlist fer alfarið fram í Hörpu. Stærstu nöfnin voru í Silfurbergi og Norðurljósum, en einnig var brugðið á það ráð að koma fyrir tveimur nýjum sviðum í húsinu. Vestan megin á fyrstu hæðinni (gegnt höfninni) var svið þar sem íslenskir listamenn léku aðallega og í bílakjallara hafði verið afmarkað svæði og breytt í klúbb. Hvortveggja kom mjög vel út og opnar nýja möguleika á nýtingu hússins í framtíðinni. Það myndaðist góð stemning í Hörpu á Sónar-hátíðinni. Fólk flæddi á milli tónleikasviðanna fjögurra og allir virtust sáttir, enda var mikið af gæðatónlist í boði. Framkvæmdin tókst líka mjög vel. Hljómburður var framúrskarandi og mikið lagt í sjónræna hlutann. Dagskráratriðin sem ég sá hófust öll á réttum tíma, nema Squarepusher sem fór af stað nokkrum mínútum fyrir auglýstan tíma… Hátíðin lífgaði líka upp á bæjarbraginn. Erlendir gestir voru áberandi, bæði í Hörpu og á götum miðborgarinnar. Það er ekkert sérstakt í gangi í tónlistarlífinu í Reykjavík í febrúar og þess vegna er hátíð eins og þessi afar kærkomin. Sónar 2013 var vel sótt en spurningin er auðvitað hvort fjárhagsáætlanir hafi haldið og hvort útkoman hafi verið það góð að við fáum aðra hátíð að ári. Þess væri óskandi. Ég er sannfærður um að ef Sónar-hátíðin nær að festa sig í sessi verður hún bæði ómissandi atburður í vetrarprógrammi ferðaþjónustunnar og mikil lyftistöng fyrir íslenska tónlist – sérstaklega raf- og danstónlist. Áfram Sónar!
Sónar Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira