
Tónlist
Spila á Aldrei fór ég suður

Jónas Sigurðsson, Borko, Futuregrapher, Duro, Langi Seli og Skuggarnir, Oyama, Prinspóló og Ylfa hafa verið staðfest á rokkhátíðina Aldrei fór ég suður. Þetta er þriðjungur þeirra listamanna sem spila á hátíðinni og verður tilkynnt um hina síðar. Hátíðin verður haldin í tíunda sinn á Ísafirði um páskana. Eins og síðustu ár fer hún fram í stórri skemmu við Grænagarð. Sem fyrr er aðgangur að hátíðinni ókeypis. Styrktaraðilar eru Flugfélag Íslands, Landsbankinn, Orkusalan og N1 ásamt Menningarráði Vestfjarða.