Blaðamaður á ystu nöf í lífi og starfi 28. febrúar 2013 13:00 Björn Thors fer með hlutverk drykkfellds blaðamanns í kvikmyndinni Þetta reddast. Börkur Gunnarsson leikstýrir myndinni og skrifar einnig handritið að henni. Íslenska kvikmyndin Þetta reddast verður frumsýnd í Sambíóunum annað kvöld. Myndin er fyrsta íslenska mynd Barkar Gunnarssonar, en áður hefur hann leikstýrt tékknesku myndinni Sterkt kaffi sem var frumsýnd árið 2004. Myndinni er lýst sem raunsærri gamanmynd og segir frá ungum blaðamanni sem kominn er á síðasta séns, bæði í vinnunni og í sambandinu, vegna óhóflegrar drykkju. Björn Thors fer með hlutverk blaðamannsins Villa sem reynir að bjarga sambandi sínu með því að bjóða kærustunni í rómantíska ferð á Búðir. Babb kemur í bátinn þegar ritstjóri blaðsins sendir Villa í vinnuferð í Búrfellsvirkjun sömu helgi og ferðin á Búðir var áætluð. Þar sem Villi er kominn á síðasta séns í vinnunni ákveður hann að slá tvær flugur í einu höggi og sameina vinnuferðina og rómantísku helgina með kærustunni. Með önnur hlutverk fara Guðrún Bjarnadóttir, sem leikur kærustu Villa, Jón Páll Eyjólfsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Halldór Gylfason, Ingvar E. Sigurðsson, Edda Björgvinsdóttir og Katla María Þorgeirsdóttir. Myndin var tekin upp í Reykjavík og við Búrfellsvirkjun sumarið 2009. Börkur segir eftirvinnslu myndarinnar hafa verið tímafreka og það útskýri hvers vegna myndin hafi ekki verið frumsýnd fyrr en núna. „Myndin var eiginlega alveg tilbúin árið 2010. Þá var ákveðið að fínisera nokkrar senur í klippiherberginu, þar sem hún festist í dágóðan tíma. Nú er hún orðin aðeins betri og allir sáttir,“ sagði Börkur í viðtali við Fréttablaðið í janúar. Börkur hefur starfað sem blaðamaður á hinum ýmsu miðlum og byggir handritið á reynslu sinni í blaðamannaheiminum. Hann segir alla miðla eiga sinn alka og telur að flestir muni kannast við týpuna sem Björn leikur. - sm Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Þetta reddast verður frumsýnd í Sambíóunum annað kvöld. Myndin er fyrsta íslenska mynd Barkar Gunnarssonar, en áður hefur hann leikstýrt tékknesku myndinni Sterkt kaffi sem var frumsýnd árið 2004. Myndinni er lýst sem raunsærri gamanmynd og segir frá ungum blaðamanni sem kominn er á síðasta séns, bæði í vinnunni og í sambandinu, vegna óhóflegrar drykkju. Björn Thors fer með hlutverk blaðamannsins Villa sem reynir að bjarga sambandi sínu með því að bjóða kærustunni í rómantíska ferð á Búðir. Babb kemur í bátinn þegar ritstjóri blaðsins sendir Villa í vinnuferð í Búrfellsvirkjun sömu helgi og ferðin á Búðir var áætluð. Þar sem Villi er kominn á síðasta séns í vinnunni ákveður hann að slá tvær flugur í einu höggi og sameina vinnuferðina og rómantísku helgina með kærustunni. Með önnur hlutverk fara Guðrún Bjarnadóttir, sem leikur kærustu Villa, Jón Páll Eyjólfsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Halldór Gylfason, Ingvar E. Sigurðsson, Edda Björgvinsdóttir og Katla María Þorgeirsdóttir. Myndin var tekin upp í Reykjavík og við Búrfellsvirkjun sumarið 2009. Börkur segir eftirvinnslu myndarinnar hafa verið tímafreka og það útskýri hvers vegna myndin hafi ekki verið frumsýnd fyrr en núna. „Myndin var eiginlega alveg tilbúin árið 2010. Þá var ákveðið að fínisera nokkrar senur í klippiherberginu, þar sem hún festist í dágóðan tíma. Nú er hún orðin aðeins betri og allir sáttir,“ sagði Börkur í viðtali við Fréttablaðið í janúar. Börkur hefur starfað sem blaðamaður á hinum ýmsu miðlum og byggir handritið á reynslu sinni í blaðamannaheiminum. Hann segir alla miðla eiga sinn alka og telur að flestir muni kannast við týpuna sem Björn leikur. - sm
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira