Syngur um hvernig það er að vera kona Freyr Bjarnason skrifar 28. febrúar 2013 12:30 Kate Nash gefur út sína þriðju plötu, Girl Talk, eftir helgi. nordicphotos/getty Enska tónlistarkonan Kate Nash gefur út sína þriðju plötu, Girl Talk, eftir helgi. Hún segir plötuna vera „yfirlýsingu um hvernig það er að vera kona". Nash fæddist í London árið 1987 og var móðir hennar írsk en faðirinn enskur. Eftir að hafa gengið í kaþólskan skóla ákvað hún að læra leiklist. Hún sótti um inngöngu í hinn virta leiklistarskóla Bristol Old Vic en fékk ekki inngöngu. Sagan segir að skömmu síðar hafi hún dottið í stiga og fótbrotnað. Þegar hún var heima að jafna sig keypti mamma hennar gítar handa henni og byrjaði hún í framhaldinu að snúa sér að tónlistinni. Ísland kemur við sögu í uppgangi hennar því eftir að hafa sett tónlist sína inn á Myspace fóru hjólin að snúast. Fyrsta smáskífan hét Caroline"s A Victim sem var tekin upp á Íslandi af Valgeiri Sigurðssyni. Lagið náði vinsældum á Myspace og var gefið út af Moshi Moshi árið 2007. Annað smáskífulag hennar Foundations náði öðru sæti á breska smáskífulistanum og skömmu síðar kom út fyrsta platan, Made of Bricks, á vegum Fiction Records. Hún náði efsta sæti á breska listanum og í framhaldinu var Nash kjörin besti kvenkyns tónlistarmaðurinn á Brit-verðlaununum. Næsta plata, My Best Friend Is You, kom út 2010 og var Bernard Butler, fyrrum gítarleikari Suede, upptökustjóri hennar. Hann hafði áður verið einn af upptökustjórum Rockferry, fyrstu plötu Duffy. Nash sendi frá sér þrjár smáskífur af þeirri plötu en engin þeirra náði álíka vinsældum og Foundations. Hæst náði platan áttunda sæti á breska listanum. Í fyrra kom svo út EP-platan Death Proof sem var nefnd í höfuðið á samnefndri kvikmynd Quentins Tarantino en leikstjórinn er í miklu uppáhaldi hjá henni. Auk tónlistarferilsins hefur Nash verið að færa sig upp á skaftið í leiklistinni. Hún fór með lítið hlutverk í Greeting From Tim Buckley, sem fjallar um tónlistarmanninn Jeff Buckley, og hún leikur einnig í myndunum Syrup og The Powder Room. Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Enska tónlistarkonan Kate Nash gefur út sína þriðju plötu, Girl Talk, eftir helgi. Hún segir plötuna vera „yfirlýsingu um hvernig það er að vera kona". Nash fæddist í London árið 1987 og var móðir hennar írsk en faðirinn enskur. Eftir að hafa gengið í kaþólskan skóla ákvað hún að læra leiklist. Hún sótti um inngöngu í hinn virta leiklistarskóla Bristol Old Vic en fékk ekki inngöngu. Sagan segir að skömmu síðar hafi hún dottið í stiga og fótbrotnað. Þegar hún var heima að jafna sig keypti mamma hennar gítar handa henni og byrjaði hún í framhaldinu að snúa sér að tónlistinni. Ísland kemur við sögu í uppgangi hennar því eftir að hafa sett tónlist sína inn á Myspace fóru hjólin að snúast. Fyrsta smáskífan hét Caroline"s A Victim sem var tekin upp á Íslandi af Valgeiri Sigurðssyni. Lagið náði vinsældum á Myspace og var gefið út af Moshi Moshi árið 2007. Annað smáskífulag hennar Foundations náði öðru sæti á breska smáskífulistanum og skömmu síðar kom út fyrsta platan, Made of Bricks, á vegum Fiction Records. Hún náði efsta sæti á breska listanum og í framhaldinu var Nash kjörin besti kvenkyns tónlistarmaðurinn á Brit-verðlaununum. Næsta plata, My Best Friend Is You, kom út 2010 og var Bernard Butler, fyrrum gítarleikari Suede, upptökustjóri hennar. Hann hafði áður verið einn af upptökustjórum Rockferry, fyrstu plötu Duffy. Nash sendi frá sér þrjár smáskífur af þeirri plötu en engin þeirra náði álíka vinsældum og Foundations. Hæst náði platan áttunda sæti á breska listanum. Í fyrra kom svo út EP-platan Death Proof sem var nefnd í höfuðið á samnefndri kvikmynd Quentins Tarantino en leikstjórinn er í miklu uppáhaldi hjá henni. Auk tónlistarferilsins hefur Nash verið að færa sig upp á skaftið í leiklistinni. Hún fór með lítið hlutverk í Greeting From Tim Buckley, sem fjallar um tónlistarmanninn Jeff Buckley, og hún leikur einnig í myndunum Syrup og The Powder Room.
Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira