Innlifun með Thurston, Kim og Yoko 28. febrúar 2013 16:00 Chimera útgáfan heitir eftir skepnu úr grískri goðafræði. Eitt af eftirminnilegustu atriðunum á Iceland Airwaves 2011 var Chimera-kvöldið í Norðurljósasal Hörpu. Þar kom Yoko Ono fram ásamt Plastic Ono Band, en einnig nokkur önnur nöfn sem tengjast útgáfunni sem sonur Yokoar, Sean Ono Lennon, stofnaði ásamt kærustunni Charlotte Kemp Muhl árið 2009. Chimera er nafnið á eldspúandi furðuveru úr grískri goðafræði. Hún er ljón að framan, geit í miðju og dreki að aftan. Með svona nafn er hægt að gera hvað sem er og það kemur engum á óvart að Chimera helgar sig tilraunkenndri tónlist að stórum hluta, þó að inn á milli leynist poppaðri hlutir. Á meðal listamanna útgáfunnar eru Sean sjálfur (kvikmyndaplatan Alter Egos er nýkomin út), stúlknadúettinn Kemp & Eden og japanska parið MI-GU sem einmitt spilaði í Hörpunni. Sú plata sem hefur vakið hvað mesta athygli er samt samstarfsplata Yokoar Ono, Thurstons Moore og Kim Gordon úr Sonic Youth. Platan, sem heitir einfaldlega YOKOKIMTHURSTON er fyrsta samstarfsverkefnið sem kemur út með Kim og Thurston frá því að þau slitu samvistum eftir 27 ára samband. Þau hafa lengi verið miklir aðdáendur Yokoar. Á plötunni eru sex verk sem flest eru nálægt tíu mínútum að lengd. Þetta er innlifunarkennd spunatónlist. Yoko syngur (eins og henni einni er lagið) og Kim og Thurston búa til misháværar gítarhljóðmyndir undir. Í laginu Running The Risk lesa þau svo tilviljanakennt upp úr blaðagreinum. Mjög í anda hugmyndalistar Yokoar. Platan hefur fengið misjafna dóma, enda er Yoko ekki allra. Breska blaðið Wire gaf henni samt mjög góða dóma. Yoko varð áttræð um daginn, en er enn á fullu. Hún treður reglulega upp með Ono Bandinu og mun sjá um að velja atriðin á Meltdown-tónlistarhátíðina í London í sumar. Tónlist Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Eitt af eftirminnilegustu atriðunum á Iceland Airwaves 2011 var Chimera-kvöldið í Norðurljósasal Hörpu. Þar kom Yoko Ono fram ásamt Plastic Ono Band, en einnig nokkur önnur nöfn sem tengjast útgáfunni sem sonur Yokoar, Sean Ono Lennon, stofnaði ásamt kærustunni Charlotte Kemp Muhl árið 2009. Chimera er nafnið á eldspúandi furðuveru úr grískri goðafræði. Hún er ljón að framan, geit í miðju og dreki að aftan. Með svona nafn er hægt að gera hvað sem er og það kemur engum á óvart að Chimera helgar sig tilraunkenndri tónlist að stórum hluta, þó að inn á milli leynist poppaðri hlutir. Á meðal listamanna útgáfunnar eru Sean sjálfur (kvikmyndaplatan Alter Egos er nýkomin út), stúlknadúettinn Kemp & Eden og japanska parið MI-GU sem einmitt spilaði í Hörpunni. Sú plata sem hefur vakið hvað mesta athygli er samt samstarfsplata Yokoar Ono, Thurstons Moore og Kim Gordon úr Sonic Youth. Platan, sem heitir einfaldlega YOKOKIMTHURSTON er fyrsta samstarfsverkefnið sem kemur út með Kim og Thurston frá því að þau slitu samvistum eftir 27 ára samband. Þau hafa lengi verið miklir aðdáendur Yokoar. Á plötunni eru sex verk sem flest eru nálægt tíu mínútum að lengd. Þetta er innlifunarkennd spunatónlist. Yoko syngur (eins og henni einni er lagið) og Kim og Thurston búa til misháværar gítarhljóðmyndir undir. Í laginu Running The Risk lesa þau svo tilviljanakennt upp úr blaðagreinum. Mjög í anda hugmyndalistar Yokoar. Platan hefur fengið misjafna dóma, enda er Yoko ekki allra. Breska blaðið Wire gaf henni samt mjög góða dóma. Yoko varð áttræð um daginn, en er enn á fullu. Hún treður reglulega upp með Ono Bandinu og mun sjá um að velja atriðin á Meltdown-tónlistarhátíðina í London í sumar.
Tónlist Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira