Tónlistarmaðurinn Úlfur sendir frá sér plötuna White Mountain þann 5.mars á vegum bandaríska fyrirtækisins Western Vinyl. Platan hefur fengið góða dóma hjá netverjum. Síðurnar Pitchfork og Spin kynntu lögin So Very Strange og Heaven in a Wildflower á forsíðum sínum í janúar síðastliðnum. Myndbandið við Black Shore hefur einnig vakið athygli og hafa rúmlega sjötíu þúsund manns séð það á myndbandasíðunni Vimeo.com. Úlfur hefur komið víða við í íslenskri jaðartónlistarsenu undanfarin ár, þá helst sem liðsmaður Swords of Chaos og sem bassaleikari í tónleikahljómsveit Jónsa úr Sigur Rós.
Úlfur sendir frá sér plötu
