Ást og hörmungar 14. mars 2013 06:00 Anna Karenina fjallar um forboðna ást, útskúfun og hjartasorg. Leikkonan Keira Knightley fer með hlutverk Önnu Kareninu. Stórmyndin Anna Karenina verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Sagan er byggð á stórvirki rússneska skáldsins Leo Tolstoj og skartar Keiru Knightley í hlutverki hinnar ógæfusömu Önnu Kareninu. „Allar hamingjusamar fjölskyldur eru eins, en sérhver óhamingjusöm fjölskylda er óhamingjusöm á sinn einstaka hátt." Á þessum fleygu orðum hefst skáldsagan um Önnu Kareninu og gefur setningin tóninn fyrir það sem koma skal. Sagan segir frá hjónunum Önnu Kareninu og Alexei Karenin sem lifa í ríkidæmi en eru samt afskaplega óhamingjusöm. Dag einn ferðast Anna Karenina frá hinni „bjúrókratísku" Sankti Pétursborg til hinnar frjálslyndu Moskvu í þeim tilgangi að koma á sáttum milli bróður síns og eiginkonu hans. Á meðan hún dvelur í Moskvu kynnist hún hinum töfrandi Alexei Vronsky greifa og brátt eiga þau í eldheitu ástarsambandi. Samband þeirra er síðan gert opinbert og í kjölfarið er Anna Karenina útskúfuð úr samfélagi þeirra auðugu með hörmulegum afleiðingum. Leikstjóri myndarinnar er Joe Wright og handritið skrifaði Tom Stoppard. Wright hefur leikstýrt myndum á borð við Pride & Prejudice, Atonement og Hanna. Tvær fyrrnefndu kvikmyndirnar fengu frábæra dóma og þá sérstaklega Atonement, sem hlaut sjö tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, sjö tilnefningar til Óskarsverðlaunanna og fjórtán tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna. Knightley og Wright, sem unnu fyrst saman við gerð Pride & Prejudice, leiða hér aftur hesta sína saman en með önnur hlutverk fara Jude Law, Aaron Taylor-Johnson, Alicia Vikander, Emily Watson, Kelly MacDonald og Bill Skarsgård, sem er yngri bróðir Alexanders Skarsgård. Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer einnig með lítið hlutverk í myndinni. Anna Karenina hefur hlotið misjafna dóma, enda erfitt að taka svo viðamikið bókmenntaverk og ætla að stytta það niður í tveggja tíma kvikmynd. Myndin hlýtur 6,7 í einkunn á kvikmyndasíðunni Imdb.com og 64 prósent á vefsíðunni Rottentomatoes.com. Gagnrýnendur ýmist hylla myndina og leikstjórnarhæfileika Wright eða segja myndina misheppnaða og yfirborðskennda og eiga fátt skylt við hið bókmenntalega stórvirki Tolstojs. Golden Globes Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Stórmyndin Anna Karenina verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Sagan er byggð á stórvirki rússneska skáldsins Leo Tolstoj og skartar Keiru Knightley í hlutverki hinnar ógæfusömu Önnu Kareninu. „Allar hamingjusamar fjölskyldur eru eins, en sérhver óhamingjusöm fjölskylda er óhamingjusöm á sinn einstaka hátt." Á þessum fleygu orðum hefst skáldsagan um Önnu Kareninu og gefur setningin tóninn fyrir það sem koma skal. Sagan segir frá hjónunum Önnu Kareninu og Alexei Karenin sem lifa í ríkidæmi en eru samt afskaplega óhamingjusöm. Dag einn ferðast Anna Karenina frá hinni „bjúrókratísku" Sankti Pétursborg til hinnar frjálslyndu Moskvu í þeim tilgangi að koma á sáttum milli bróður síns og eiginkonu hans. Á meðan hún dvelur í Moskvu kynnist hún hinum töfrandi Alexei Vronsky greifa og brátt eiga þau í eldheitu ástarsambandi. Samband þeirra er síðan gert opinbert og í kjölfarið er Anna Karenina útskúfuð úr samfélagi þeirra auðugu með hörmulegum afleiðingum. Leikstjóri myndarinnar er Joe Wright og handritið skrifaði Tom Stoppard. Wright hefur leikstýrt myndum á borð við Pride & Prejudice, Atonement og Hanna. Tvær fyrrnefndu kvikmyndirnar fengu frábæra dóma og þá sérstaklega Atonement, sem hlaut sjö tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, sjö tilnefningar til Óskarsverðlaunanna og fjórtán tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna. Knightley og Wright, sem unnu fyrst saman við gerð Pride & Prejudice, leiða hér aftur hesta sína saman en með önnur hlutverk fara Jude Law, Aaron Taylor-Johnson, Alicia Vikander, Emily Watson, Kelly MacDonald og Bill Skarsgård, sem er yngri bróðir Alexanders Skarsgård. Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer einnig með lítið hlutverk í myndinni. Anna Karenina hefur hlotið misjafna dóma, enda erfitt að taka svo viðamikið bókmenntaverk og ætla að stytta það niður í tveggja tíma kvikmynd. Myndin hlýtur 6,7 í einkunn á kvikmyndasíðunni Imdb.com og 64 prósent á vefsíðunni Rottentomatoes.com. Gagnrýnendur ýmist hylla myndina og leikstjórnarhæfileika Wright eða segja myndina misheppnaða og yfirborðskennda og eiga fátt skylt við hið bókmenntalega stórvirki Tolstojs.
Golden Globes Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“