Hugleiðingar um spægipylsur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Besti flokkurinn kom, sá og sigraði í borgarstjórnarkosningunum fyrir þremur árum. Andrúmsloftið gagnvart stjórnmálamönnum var neikvætt og traust til þeirra í lágmarki. Kjörtímabilið á undan endurspeglaði erfiða tíma og opinberun á slæmum ákvörðunum. Besti flokkurinn naut góðs af þessu í kosningunum auk þess sem háð og brandarar um loforð sem yrðu aldrei uppfyllt tóku málefni úr samhengi. Í dag er Besti flokkurinn í samstarfi við Samfylkinguna sem hlaut einungis 19% fylgi. Þrátt fyrir það fer Samfylkingin fyrir málaflokkum sem ráðstafa 75% af skatttekjum borgarinnar og Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs. Í ákvarðanatöku er Besti meira upp á punt. Samstarfsflokkur Samfylkingarinnar í landsmálunum hefur ekki verið sama strengjabrúðan. Forsætisráðherra smalar köttum og þingmál hafa verið í uppnámi allt kjörtímabilið. Það gengur ekkert með stærsta mál Samfylkingarinnar, Evrópusambandið, og flokksmenn gagnrýna samstarfssamning ríkisstjórnarflokkanna harkalega. Ríkisstjórnin er afar óvinsæl og fylgi við Samfylkingu mælist hið minnsta í 13 ár. Samfylkingin skynjaði fyrir nokkuð löngu síðan að hún gæti þurft nýja leið út úr sínum vandræðum.Spægipylsa í nýjum búningi Í markaðsfræðum er fyrirbærið útvíkkun á vöru eða vörulínu vel þekkt (e. line extension). Þá er ný vara sett á markað sem byggir á eldri vöru. Viðbótin getur falist í nýjum lit, breyttu magni eða nýrri framsetningu. Ágætt dæmi er þegar kjötframleiðandinn Oscar Mayer lenti í vandræðum með sölu á spægipylsum á níunda áratug síðustu aldar sem þóttu óhollar og gamaldags. Ákveðið var að búa til nýja vörulínu með því að setja gömlu pylsurnar í nýjan búning. Öllu gumsinu var pakkað í umbúðir sem voru kallaðar „Lunchables", ýmsu óhollu raðað með í pakkann og hann markaðssettur. Nýja varan seldist grimmt þó innihaldið væri enn verra en upprunalega spægipylsan. Samfylkingin hefur eflaust ákveðið svipaða leið. Á einhverju stigi varð til hugmyndin um að stofna nýjan flokk sem gæti hirt óánægjufylgið en væri um leið tilvalinn samstarfsflokkur eftir næstu kosningar. Besta flokks hugmyndin, þar sem popparar og vinalegt fólk laust við pólitíska árekstra, var stórgott módel. Tryggja þyrfti lítið framboð sem væri skemmtilegt og jákvætt og fengi atkvæði út á neikvæða umræðu um stjórnmálamenn sem enn virtist gegnsýra samfélagið. Málefnalega þyrfti útibú Samfylkingarinnar hins vegar að vera keimlíkt móðurfélaginu.Minna vesen Líklega hefur runnið upp fyrir herstjórnarfræðingunum að auðveldasta leiðin til að útbúa litla útibúið væri að fá Besta flokkinn með í ráðabruggið. Þegar nánar er að gáð eru þeir nefnilega sami flokkurinn, Bjarti og Besti, en ekki systraflokkar eins og markaðssetningin hefur gengið út á. Bæði öflin eru sett fram til höfuðs hinum „leiðinlegu stjórnmálamönnum" og boða „minna vesen", „það besta úr öllum stefnum" og „fjölbreytni og sátt". Stefnumál beggja eru fullkomlega óljós, mesta vinnan hefur farið í ímyndarvinnu og framboðslistar þeirra eru valdir af þröngum hópi fólks þar sem vesenið við lýðræðislega framkvæmd er lágmarkað. Að auki er þetta allt sama fólkið. Borgarstjóri, aðstoðarmaður hans, framkvæmdastjóri og allir borgarfulltrúar Besta flokksins fyrir utan einn hafa raðað sér á lista Bjartrar framtíðar. Ekki skal túlkað hér hvaða skilaboð þetta sendir borgarbúum um áhuga þeirra á málum borgarinnar en ljóst er að klíka Besta flokksins er nú með hugann við landsmálin. Þeim er kannski vorkunn þegar haft er í huga að Samfylkingin situr í bílstjórasætinu í borginni.Stærra útibú Björt framtíð er þannig sköpuð sem systurflokkur Samfylkingarinnar. Hressilegri, laus við ábyrgð á miklum skattahækkunum og árangursleysi í framkvæmdum og ekki brennimerkt óvinsælum ákvörðunum. Nýja afurðin virkar öðruvísi ef kjósendur sjá ekki í gegnum nýju umbúðirnar. Á landsfundi Samfylkingarinnar sagði Jóhanna Sigurðardóttir að „með öflugum jafnaðarmannaflokki eins og Samfylkingunni gætu þessir smærri flokkar lagt ríkulega af mörkum". Ekki óraði þáverandi formann Samfylkingarinnar fyrir að fylgi Bjartrar framtíðar yrði meira en fylgi Samfylkingarinnar eins og skoðanakannanir hafa sýnt fram á. Að stóra Samfylking yrði minni en litla Samfylking var líklega ófyrirséður vinkill. Ólíkt spægipylsuframleiðandanum sem var nokk sama hvor seldist betur, gamla pylsan eða sú nýja, er ólíklegra að forysta Samfylkingarinnar kætist verði það niðurstaðan að litla Samfylkingin verði stærri en frumgerðin. Þó má vera að þeim standi alveg á sama. Þau vita jú, sé mið tekið af borginni, að þau ráða ferðinni ef til samstarfs kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun
Besti flokkurinn kom, sá og sigraði í borgarstjórnarkosningunum fyrir þremur árum. Andrúmsloftið gagnvart stjórnmálamönnum var neikvætt og traust til þeirra í lágmarki. Kjörtímabilið á undan endurspeglaði erfiða tíma og opinberun á slæmum ákvörðunum. Besti flokkurinn naut góðs af þessu í kosningunum auk þess sem háð og brandarar um loforð sem yrðu aldrei uppfyllt tóku málefni úr samhengi. Í dag er Besti flokkurinn í samstarfi við Samfylkinguna sem hlaut einungis 19% fylgi. Þrátt fyrir það fer Samfylkingin fyrir málaflokkum sem ráðstafa 75% af skatttekjum borgarinnar og Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs. Í ákvarðanatöku er Besti meira upp á punt. Samstarfsflokkur Samfylkingarinnar í landsmálunum hefur ekki verið sama strengjabrúðan. Forsætisráðherra smalar köttum og þingmál hafa verið í uppnámi allt kjörtímabilið. Það gengur ekkert með stærsta mál Samfylkingarinnar, Evrópusambandið, og flokksmenn gagnrýna samstarfssamning ríkisstjórnarflokkanna harkalega. Ríkisstjórnin er afar óvinsæl og fylgi við Samfylkingu mælist hið minnsta í 13 ár. Samfylkingin skynjaði fyrir nokkuð löngu síðan að hún gæti þurft nýja leið út úr sínum vandræðum.Spægipylsa í nýjum búningi Í markaðsfræðum er fyrirbærið útvíkkun á vöru eða vörulínu vel þekkt (e. line extension). Þá er ný vara sett á markað sem byggir á eldri vöru. Viðbótin getur falist í nýjum lit, breyttu magni eða nýrri framsetningu. Ágætt dæmi er þegar kjötframleiðandinn Oscar Mayer lenti í vandræðum með sölu á spægipylsum á níunda áratug síðustu aldar sem þóttu óhollar og gamaldags. Ákveðið var að búa til nýja vörulínu með því að setja gömlu pylsurnar í nýjan búning. Öllu gumsinu var pakkað í umbúðir sem voru kallaðar „Lunchables", ýmsu óhollu raðað með í pakkann og hann markaðssettur. Nýja varan seldist grimmt þó innihaldið væri enn verra en upprunalega spægipylsan. Samfylkingin hefur eflaust ákveðið svipaða leið. Á einhverju stigi varð til hugmyndin um að stofna nýjan flokk sem gæti hirt óánægjufylgið en væri um leið tilvalinn samstarfsflokkur eftir næstu kosningar. Besta flokks hugmyndin, þar sem popparar og vinalegt fólk laust við pólitíska árekstra, var stórgott módel. Tryggja þyrfti lítið framboð sem væri skemmtilegt og jákvætt og fengi atkvæði út á neikvæða umræðu um stjórnmálamenn sem enn virtist gegnsýra samfélagið. Málefnalega þyrfti útibú Samfylkingarinnar hins vegar að vera keimlíkt móðurfélaginu.Minna vesen Líklega hefur runnið upp fyrir herstjórnarfræðingunum að auðveldasta leiðin til að útbúa litla útibúið væri að fá Besta flokkinn með í ráðabruggið. Þegar nánar er að gáð eru þeir nefnilega sami flokkurinn, Bjarti og Besti, en ekki systraflokkar eins og markaðssetningin hefur gengið út á. Bæði öflin eru sett fram til höfuðs hinum „leiðinlegu stjórnmálamönnum" og boða „minna vesen", „það besta úr öllum stefnum" og „fjölbreytni og sátt". Stefnumál beggja eru fullkomlega óljós, mesta vinnan hefur farið í ímyndarvinnu og framboðslistar þeirra eru valdir af þröngum hópi fólks þar sem vesenið við lýðræðislega framkvæmd er lágmarkað. Að auki er þetta allt sama fólkið. Borgarstjóri, aðstoðarmaður hans, framkvæmdastjóri og allir borgarfulltrúar Besta flokksins fyrir utan einn hafa raðað sér á lista Bjartrar framtíðar. Ekki skal túlkað hér hvaða skilaboð þetta sendir borgarbúum um áhuga þeirra á málum borgarinnar en ljóst er að klíka Besta flokksins er nú með hugann við landsmálin. Þeim er kannski vorkunn þegar haft er í huga að Samfylkingin situr í bílstjórasætinu í borginni.Stærra útibú Björt framtíð er þannig sköpuð sem systurflokkur Samfylkingarinnar. Hressilegri, laus við ábyrgð á miklum skattahækkunum og árangursleysi í framkvæmdum og ekki brennimerkt óvinsælum ákvörðunum. Nýja afurðin virkar öðruvísi ef kjósendur sjá ekki í gegnum nýju umbúðirnar. Á landsfundi Samfylkingarinnar sagði Jóhanna Sigurðardóttir að „með öflugum jafnaðarmannaflokki eins og Samfylkingunni gætu þessir smærri flokkar lagt ríkulega af mörkum". Ekki óraði þáverandi formann Samfylkingarinnar fyrir að fylgi Bjartrar framtíðar yrði meira en fylgi Samfylkingarinnar eins og skoðanakannanir hafa sýnt fram á. Að stóra Samfylking yrði minni en litla Samfylking var líklega ófyrirséður vinkill. Ólíkt spægipylsuframleiðandanum sem var nokk sama hvor seldist betur, gamla pylsan eða sú nýja, er ólíklegra að forysta Samfylkingarinnar kætist verði það niðurstaðan að litla Samfylkingin verði stærri en frumgerðin. Þó má vera að þeim standi alveg á sama. Þau vita jú, sé mið tekið af borginni, að þau ráða ferðinni ef til samstarfs kemur.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun