Rúmlega tvö hundruð brelluskot í Ófeigi 16. mars 2013 06:00 Jörundur R. ARnarson hafði yfirumsjón með brellunum í myndinni ófeigur gengur aftur. fréttablaðið/gva „Þetta er skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið á ferlinum,“ segir Jörundur R. Arnarson, sem hafði yfirumsjón með tæknibrellunum í kvikmyndinni Ófeigur gengur aftur sem verður frumsýnd 27. mars. Brellurnar skipa stóran sess í þessari gamansömu draugamynd og eru einar þær umfangmestu í íslenskri kvikmyndagerð til þessa. „Þetta eru rúmlega tvö hundruð skot, sem er töluvert mikið. Djúpið á hugsanlega enn þá metið en það munar ekki miklu á þessum tveimur myndum,“ segir Jörundur, sem hefur unnið við Hollywood-myndir á borð við Harry Potter, Tinker Tailor Soldier Spy, Clash of the Titans og Contraband. Í síðastnefndu myndinni voru brelluskotin um fjögur hundruð. Hann hefur einnig unnið við hinar íslensku Djúpið, Rokland og XL. „Þetta er búinn að vera ansi stór pakki á þremur mánuðum. Við byrjuðum í desember og þetta er búin að vera heilmikil törn,“ segir hann um vinnuna við myndina Ófeigur gengur aftur en Jónmundur Gíslason, samstarfsmaður hans hjá Reykjavík IO, vann brellurnar með honum. Eitt af því sem er óvenjulegt við gerð myndarinnar er að Jörundur var sjálfur á tökustað allan tímann og gátu leikstjórinn Ágúst Guðmundsson og tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson, Besti, því nýtt sér sérþekkingu hans. Ágúst hafði reyndar haft hann með í ráðum í langan tíma, eða frá því að einungis handritið var tilbúið. „Ég byrjaði að pæla í hvernig ætti að útfæra drauginn í tökunum. Ég lagði til ákveðið plan og það var farið eftir því og árangurinn er svolítið eftir því. Það náðist mjög flott mynd á frekar ótrúlegum tíma,“ segir hann en tökurnar stóðu yfir í rúma tuttugu daga. Aðspurður segir Jörundur að brellurnar hafi ekki verið mjög dýrar. Þar spilaði inn í að ekki þurfti að notast við svokallað „green screen“ og sparaði það tíu tökudaga. Hann bætir við að venjulega séu brellur í íslenskum myndum ósýnilegar, eins og að taka burtu víra eða bæta við sjó þar sem vantaði við gerð Djúpsins. „En hérna erum við að tala um að búa til smá fantasíu. Þetta er stærsta og mesta tilraunin til þess í íslenskri kvikmyndagerð hingað til og það er lygilegt hversu ódýrt við sluppum.“ freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Sjá meira
„Þetta er skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið á ferlinum,“ segir Jörundur R. Arnarson, sem hafði yfirumsjón með tæknibrellunum í kvikmyndinni Ófeigur gengur aftur sem verður frumsýnd 27. mars. Brellurnar skipa stóran sess í þessari gamansömu draugamynd og eru einar þær umfangmestu í íslenskri kvikmyndagerð til þessa. „Þetta eru rúmlega tvö hundruð skot, sem er töluvert mikið. Djúpið á hugsanlega enn þá metið en það munar ekki miklu á þessum tveimur myndum,“ segir Jörundur, sem hefur unnið við Hollywood-myndir á borð við Harry Potter, Tinker Tailor Soldier Spy, Clash of the Titans og Contraband. Í síðastnefndu myndinni voru brelluskotin um fjögur hundruð. Hann hefur einnig unnið við hinar íslensku Djúpið, Rokland og XL. „Þetta er búinn að vera ansi stór pakki á þremur mánuðum. Við byrjuðum í desember og þetta er búin að vera heilmikil törn,“ segir hann um vinnuna við myndina Ófeigur gengur aftur en Jónmundur Gíslason, samstarfsmaður hans hjá Reykjavík IO, vann brellurnar með honum. Eitt af því sem er óvenjulegt við gerð myndarinnar er að Jörundur var sjálfur á tökustað allan tímann og gátu leikstjórinn Ágúst Guðmundsson og tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson, Besti, því nýtt sér sérþekkingu hans. Ágúst hafði reyndar haft hann með í ráðum í langan tíma, eða frá því að einungis handritið var tilbúið. „Ég byrjaði að pæla í hvernig ætti að útfæra drauginn í tökunum. Ég lagði til ákveðið plan og það var farið eftir því og árangurinn er svolítið eftir því. Það náðist mjög flott mynd á frekar ótrúlegum tíma,“ segir hann en tökurnar stóðu yfir í rúma tuttugu daga. Aðspurður segir Jörundur að brellurnar hafi ekki verið mjög dýrar. Þar spilaði inn í að ekki þurfti að notast við svokallað „green screen“ og sparaði það tíu tökudaga. Hann bætir við að venjulega séu brellur í íslenskum myndum ósýnilegar, eins og að taka burtu víra eða bæta við sjó þar sem vantaði við gerð Djúpsins. „En hérna erum við að tala um að búa til smá fantasíu. Þetta er stærsta og mesta tilraunin til þess í íslenskri kvikmyndagerð hingað til og það er lygilegt hversu ódýrt við sluppum.“ freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Sjá meira