Vonandi nógu sjóaður Gunnþóra Guðmundsdóttir skrifar 23. mars 2013 07:00 Hluti af saumaklúbbnum. Hér situr Daði gegnt þeim Jóni Axel Björnssyni listmálara og Aðalsteini Ingólfssyni listfræðingi. Mynd/GVA Daði Guðbjörnsson listmálari sýnir nú í fyrsta sinn á Mokka þótt hann sitji þar til borðs á hverjum degi með öðrum séníum. Þar með rætist gamall draumur. "Ég er alltaf á Mokka í hádeginu. Það er hópur karla sem hittist þar – góður saumaklúbbur. Við saumum kannski ekki mikið nema þá hver að öðrum. Þarna eru þrír frambjóðendur til Alþingis, Aðalsteinn listfræðingur og alls konar séní. Einn er Jónas Viðar, myndlistarmaður að norðan. Við erum alltaf að reyna að gera hann að Sunnlendingi en það gengur illa, hann hefur svo einbeittan brotavilja." Daði hefur aldrei sýnt áður á Mokka þó hann sé þar kostgangari. "Ég ætlaði að sýna þar þegar ég var 16 ára en Hringur Jóhannesson listmálari bað mig að bíða aðeins með það. Nú er hann því miður farinn og ég næ ekki sambandi við hann en vona að ég sé orðinn nógu sjóaður." Hann kveðst alltaf vera að. "Eins og Tolli segir þá er þetta eins og á Vestfjarðatogurunum, ef stætt er á dekki þá hanga menn uppi. Ég er samt ekki alveg eins harður og Tolli." Sýningin heitir Eins og myndirnar á Mokka. Titillinn er sóttur í dægurlagatexta eftir Ragnar Jóhannesson. Myndirnar eru allar olíumálverk unnin á síðustu árum, að sögn Daða. "Ég geri í því að hafa ekkert þema í þessari sýningu heldur eru verkin hver úr sinni áttinni. Ég var með sýningu á Kjarvalsstöðum fyrir rúmu ári. Hún var hugsuð sem heild. Nú hvíli ég mig á öllu svoleiðis og er mjög frjálslegur. En þessi verk eru frekar lítil, búin að vera lengi í vinnslu og eru kannski svolítið fáguð, ég veit það ekki. Þau þola að minnsta kosti nálægð og passa vel á kaffihúsi."En eru þau til sölu? "Ef einhver á pening í kreppunni. Ég hef alltaf verið að selja venjulegu fólki, komst aldrei inn á útrásarvíkingamarkaðinn og í hina háu prísa." Daði kveðst hafa byrjað sem unglingur að mála en ekki gert ráð fyrir því þá að verða atvinnumálari mest alla ævina. "Ég hef lifað af listinni frá því ég var í skóla. Reyndar kenndi ég dálítið með framan af en síðari árin hef ég ekki unnið aðra vinnu. Ég er heldur ekki með stóra fjölskyldu og á skilningsríka konu, sem gerir þetta allt miklu auðveldara."Eitt verka Daða á sýningunni á Mokka.. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Daði Guðbjörnsson listmálari sýnir nú í fyrsta sinn á Mokka þótt hann sitji þar til borðs á hverjum degi með öðrum séníum. Þar með rætist gamall draumur. "Ég er alltaf á Mokka í hádeginu. Það er hópur karla sem hittist þar – góður saumaklúbbur. Við saumum kannski ekki mikið nema þá hver að öðrum. Þarna eru þrír frambjóðendur til Alþingis, Aðalsteinn listfræðingur og alls konar séní. Einn er Jónas Viðar, myndlistarmaður að norðan. Við erum alltaf að reyna að gera hann að Sunnlendingi en það gengur illa, hann hefur svo einbeittan brotavilja." Daði hefur aldrei sýnt áður á Mokka þó hann sé þar kostgangari. "Ég ætlaði að sýna þar þegar ég var 16 ára en Hringur Jóhannesson listmálari bað mig að bíða aðeins með það. Nú er hann því miður farinn og ég næ ekki sambandi við hann en vona að ég sé orðinn nógu sjóaður." Hann kveðst alltaf vera að. "Eins og Tolli segir þá er þetta eins og á Vestfjarðatogurunum, ef stætt er á dekki þá hanga menn uppi. Ég er samt ekki alveg eins harður og Tolli." Sýningin heitir Eins og myndirnar á Mokka. Titillinn er sóttur í dægurlagatexta eftir Ragnar Jóhannesson. Myndirnar eru allar olíumálverk unnin á síðustu árum, að sögn Daða. "Ég geri í því að hafa ekkert þema í þessari sýningu heldur eru verkin hver úr sinni áttinni. Ég var með sýningu á Kjarvalsstöðum fyrir rúmu ári. Hún var hugsuð sem heild. Nú hvíli ég mig á öllu svoleiðis og er mjög frjálslegur. En þessi verk eru frekar lítil, búin að vera lengi í vinnslu og eru kannski svolítið fáguð, ég veit það ekki. Þau þola að minnsta kosti nálægð og passa vel á kaffihúsi."En eru þau til sölu? "Ef einhver á pening í kreppunni. Ég hef alltaf verið að selja venjulegu fólki, komst aldrei inn á útrásarvíkingamarkaðinn og í hina háu prísa." Daði kveðst hafa byrjað sem unglingur að mála en ekki gert ráð fyrir því þá að verða atvinnumálari mest alla ævina. "Ég hef lifað af listinni frá því ég var í skóla. Reyndar kenndi ég dálítið með framan af en síðari árin hef ég ekki unnið aðra vinnu. Ég er heldur ekki með stóra fjölskyldu og á skilningsríka konu, sem gerir þetta allt miklu auðveldara."Eitt verka Daða á sýningunni á Mokka..
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira