Lærði jóðl á Youtube Freyr Bjarnason skrifar 26. mars 2013 06:00 „Ég var eiginlega alltaf að syngja þetta lag því ég var alltaf að reyna að jóðla fyrir nokkrum árum. Ég bað þau um að vera með mér í þessu og þeim fannst þetta mjög fyndið," segir Hrefna Björg Gylfadóttir. Hún söng, ásamt Jöru Hilmarsdóttur, lagið Hann kenndi mér að jóðla í úrslitum Gettu betur í beinni útsendingu Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar jóðlaði Hrefna Björg eins og enginn væri morgundagurinn við góðar undirtektir gesta og vafalítið sjónvarpsáhorfenda líka. Aðspurð segist hún hafa fengið áhuga á jóðli þegar hún var í níunda bekk. „Ég var alltaf að hlusta á Franzl Lang, sem er geðveikt flottur jóðlari. Svo reyndi ég bara að læra að jóðla á [vefsíðunni] Youtube og skoða kennsluvideo," segir hún og vill ekki meina að það hafi verið erfitt. „Ég gúglaði það, því mér fannst þetta frekar auðvelt, og þetta er víst eitthvað sem fólk bara getur eða getur ekki. Það er ekki mikið hægt að æfa þetta en ég þurfti samt að æfa þetta svolítið." Hin sautján ára Hrefna Björg er á náttúrufræðibraut í MH. Hún er einnig í Hamrahlíðarkórnum og er að æfa á píanó. Hún segist kunna að jóðla afmælissönginn og að minnsta kosti sex lög eftir Franzl Lang af Youtube. Aðspurð segist hún vel geta hugsað sér tónlistarferil sem jóðlari hér á landi, til dæmis í partíum. „Ef það er einhver „bissness" í því væri það ógeðslega gaman," segir hún og hlær. Jóðl er söngmáti sem talið er að eigi uppruna sinn hjá íbúum svissnesku alpanna. Fáir Íslendingar hafa tileinkað sér þessa óvenjulegu íþrótt og Hrefna Björg á erfitt með að nefna íslenska jóðlara, nema þá helst langömmu sína. En er ekki gaman að kunna að jóðla? „Þetta er svolítið fyndið. Nema hvað að ég er alltaf að reyna að vanda mig við þetta því mér finnst þetta dálítið flott. Mér finnst alltaf jafn skrítið þegar fólk fer geðveikt mikið að hlæja en það er kannski bara af því að þetta er svolítið skrítið." Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég var eiginlega alltaf að syngja þetta lag því ég var alltaf að reyna að jóðla fyrir nokkrum árum. Ég bað þau um að vera með mér í þessu og þeim fannst þetta mjög fyndið," segir Hrefna Björg Gylfadóttir. Hún söng, ásamt Jöru Hilmarsdóttur, lagið Hann kenndi mér að jóðla í úrslitum Gettu betur í beinni útsendingu Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar jóðlaði Hrefna Björg eins og enginn væri morgundagurinn við góðar undirtektir gesta og vafalítið sjónvarpsáhorfenda líka. Aðspurð segist hún hafa fengið áhuga á jóðli þegar hún var í níunda bekk. „Ég var alltaf að hlusta á Franzl Lang, sem er geðveikt flottur jóðlari. Svo reyndi ég bara að læra að jóðla á [vefsíðunni] Youtube og skoða kennsluvideo," segir hún og vill ekki meina að það hafi verið erfitt. „Ég gúglaði það, því mér fannst þetta frekar auðvelt, og þetta er víst eitthvað sem fólk bara getur eða getur ekki. Það er ekki mikið hægt að æfa þetta en ég þurfti samt að æfa þetta svolítið." Hin sautján ára Hrefna Björg er á náttúrufræðibraut í MH. Hún er einnig í Hamrahlíðarkórnum og er að æfa á píanó. Hún segist kunna að jóðla afmælissönginn og að minnsta kosti sex lög eftir Franzl Lang af Youtube. Aðspurð segist hún vel geta hugsað sér tónlistarferil sem jóðlari hér á landi, til dæmis í partíum. „Ef það er einhver „bissness" í því væri það ógeðslega gaman," segir hún og hlær. Jóðl er söngmáti sem talið er að eigi uppruna sinn hjá íbúum svissnesku alpanna. Fáir Íslendingar hafa tileinkað sér þessa óvenjulegu íþrótt og Hrefna Björg á erfitt með að nefna íslenska jóðlara, nema þá helst langömmu sína. En er ekki gaman að kunna að jóðla? „Þetta er svolítið fyndið. Nema hvað að ég er alltaf að reyna að vanda mig við þetta því mér finnst þetta dálítið flott. Mér finnst alltaf jafn skrítið þegar fólk fer geðveikt mikið að hlæja en það er kannski bara af því að þetta er svolítið skrítið."
Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira