Ætlar að selja fimm hundruð bækur Freyr Bjarnason skrifar 26. mars 2013 12:00 Guðmundur Breiðfjörð. "Bókin er búin að fá mjög fín viðbrögð og þeir eru mjög ánægðir með mig í Krabbameinsfélaginu," segir Guðmundur Breiðfjörð. Hann gaf fyrir skömmu út sína aðra ljóðabók, Perla, og rennur allur ágóðinn til Krabbameinsfélagsins en faðir hans lést úr sjúkdóminum. "Ég ætla að reyna að selja fimm hundruð eintök og ætlaði að gera það fyrir lok Mottumars en það gæti teygst aðeins á því. En það skiptir máli að þetta rati á endanum á réttan stað," segir Guðmundur, sem er markaðsstjóri kvikmynda hjá Senu. "Við erum alltaf í afþreyinunni í vinnunni en það er aðeins meiri næring í þessu, meira kjöt á beinunum," bætir hann við um ljóðaáhuga sinn. Bókin, sem kom út á 45 ára afmælisdegi hans 20. mars, er tileinkuð níu ára dóttur hans Maríu Perlu. Fyrsta ljóðabók Guðmundar, Köllun, kom út 1998. Það sem hvatti hann til að gefa hana út var sigur í ljóðasamkeppni í Los Angeles sem hann tók þátt í þegar hann var í námi. Þá orti hann ljóð um dauða Díönu prinsessu, sem snerti hjörtu dómnefndarinnar. "Þetta voru ljóð um hin og þessi málefni sem voru send inn en þeim þótti þetta ljóð túlka þennan atburð svo vel." Allur ágóði Köllunar rann til uppbyggingar kapellu líknardeildar í Kópavogi. Þeir sem vilja tryggja sér eintak af Perlu geta sent Guðmundi póst á netfangið Breidfjord@sena.is. Hann er með pósa frá Krabbameinsfélaginu og getur mælt sér mót við þá sem vilja borga 1.000 krónur fyrir ljóðin og styrkja í leiðinni gott málefni. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Bókin er búin að fá mjög fín viðbrögð og þeir eru mjög ánægðir með mig í Krabbameinsfélaginu," segir Guðmundur Breiðfjörð. Hann gaf fyrir skömmu út sína aðra ljóðabók, Perla, og rennur allur ágóðinn til Krabbameinsfélagsins en faðir hans lést úr sjúkdóminum. "Ég ætla að reyna að selja fimm hundruð eintök og ætlaði að gera það fyrir lok Mottumars en það gæti teygst aðeins á því. En það skiptir máli að þetta rati á endanum á réttan stað," segir Guðmundur, sem er markaðsstjóri kvikmynda hjá Senu. "Við erum alltaf í afþreyinunni í vinnunni en það er aðeins meiri næring í þessu, meira kjöt á beinunum," bætir hann við um ljóðaáhuga sinn. Bókin, sem kom út á 45 ára afmælisdegi hans 20. mars, er tileinkuð níu ára dóttur hans Maríu Perlu. Fyrsta ljóðabók Guðmundar, Köllun, kom út 1998. Það sem hvatti hann til að gefa hana út var sigur í ljóðasamkeppni í Los Angeles sem hann tók þátt í þegar hann var í námi. Þá orti hann ljóð um dauða Díönu prinsessu, sem snerti hjörtu dómnefndarinnar. "Þetta voru ljóð um hin og þessi málefni sem voru send inn en þeim þótti þetta ljóð túlka þennan atburð svo vel." Allur ágóði Köllunar rann til uppbyggingar kapellu líknardeildar í Kópavogi. Þeir sem vilja tryggja sér eintak af Perlu geta sent Guðmundi póst á netfangið Breidfjord@sena.is. Hann er með pósa frá Krabbameinsfélaginu og getur mælt sér mót við þá sem vilja borga 1.000 krónur fyrir ljóðin og styrkja í leiðinni gott málefni.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira