Tekur upp nýja mynd á Vestfjörðum í sumar Álfrún Pálsdóttir skrifar 2. apríl 2013 12:00 Hafsteinn Gunnar Sigurðsson tekur upp aðra mynd sína í fullri lengd í sumar. Björn Thors og Helgi Björnsson fara með aðalhlutverkin. "Við erum á lokasprettinum í fjármögnunarferlinu sem ég hef fulla trú á að klárist fljótt,“ segir leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson sem stefnir á tökur á nýrri mynd í byrjun sumars. Huldar Breiðfjörð á heiðurinn af handriti myndarinnar sem hefur ekki ennþá fengið endanlegt nafn. Myndin fjallar um ungan mann sem býr litlum smábæ á Vestfjörðum og fær föður sinn sem hann þekkir lítið í heimsókn. Með hlutverk feðganna fara þeir Björn Thors og Helgi Björnsson. "Við stefnum á að hefja tökur í lok maí,“ segir Hafsteinn Gunnar, sem var staddur á flugvelli í París þegar Fréttablaðið náði af honum tali þar sem hann var á leiðinni með kvikmynd sína Á annan veg á kvikmyndahátíð í Suður-Frakklandi. Hafsteinn segir tón myndarinnar svipa til Á annan veg. Í þessari mynd verða þó fleiri leikarar. Hafsteinn kann greinilega vel við sig á Vestfjörðum en þar var Á annan veg einnig tekin upp á sínum tíma. "Já, það er gott að vera þar en ég býst við því að við verðum þar við tökur í allt sumar. Þessi er svipuð myndinni Á annan veg að því leytinu til að þetta er svona dramakómedía,“ segir Hafsteinn. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Þórir Snær Sigurjónsson og Sindri Kjartansson. Á annan veg var fyrsta kvikmynd Hafsteins í fullri lengd og fékk afar góðar viðtökur, hér heima sem og á erlendum kvikmyndahátíðum. Búið er að endurgera myndina í Hollywood undir heitinu Prince Avalanche þar sem Paul Rudd og Emile Hirsch fara með aðalhlutverkin. Menning Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Sjá meira
"Við erum á lokasprettinum í fjármögnunarferlinu sem ég hef fulla trú á að klárist fljótt,“ segir leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson sem stefnir á tökur á nýrri mynd í byrjun sumars. Huldar Breiðfjörð á heiðurinn af handriti myndarinnar sem hefur ekki ennþá fengið endanlegt nafn. Myndin fjallar um ungan mann sem býr litlum smábæ á Vestfjörðum og fær föður sinn sem hann þekkir lítið í heimsókn. Með hlutverk feðganna fara þeir Björn Thors og Helgi Björnsson. "Við stefnum á að hefja tökur í lok maí,“ segir Hafsteinn Gunnar, sem var staddur á flugvelli í París þegar Fréttablaðið náði af honum tali þar sem hann var á leiðinni með kvikmynd sína Á annan veg á kvikmyndahátíð í Suður-Frakklandi. Hafsteinn segir tón myndarinnar svipa til Á annan veg. Í þessari mynd verða þó fleiri leikarar. Hafsteinn kann greinilega vel við sig á Vestfjörðum en þar var Á annan veg einnig tekin upp á sínum tíma. "Já, það er gott að vera þar en ég býst við því að við verðum þar við tökur í allt sumar. Þessi er svipuð myndinni Á annan veg að því leytinu til að þetta er svona dramakómedía,“ segir Hafsteinn. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Þórir Snær Sigurjónsson og Sindri Kjartansson. Á annan veg var fyrsta kvikmynd Hafsteins í fullri lengd og fékk afar góðar viðtökur, hér heima sem og á erlendum kvikmyndahátíðum. Búið er að endurgera myndina í Hollywood undir heitinu Prince Avalanche þar sem Paul Rudd og Emile Hirsch fara með aðalhlutverkin.
Menning Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Sjá meira