No homo á leið til Cannes Sara McMahon skrifar 6. apríl 2013 17:00 Guðni Líndal Benediktsson fylgir mynd sinni, No homo, út á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fréttablaðið/vilhelm Stuttmyndin No homo eftir Guðna Líndal Benediktsson verður sýnd á Short Film Corner á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Myndin fjallar um tvo vini og þær breytingar sem verða á vinskapnum þegar annar þeirra kemur út úr skápnum. „Myndin er útskriftarverkefni mitt úr Kvikmyndaskólanum þar sem ég lærði handritaskrif og leikstjórn. Hún fjallar um tvo bestu vini og þegar annar þeirra kemur út úr skápnum bregst hinn undarlega við og ákveður að halda fyrir hann veislu,“ útskýrir Guðni. Hann skrifaði handritið að myndinni, leikstýrði henni og sá um alla eftirvinnslu. Spurður út í titil stuttmyndarinnar segir Guðni að hann sé fenginn úr setningu í myndinni. „Þetta er frasi sem vinir nota stundum þegar þeir sýna hvor öðrum væntumþykju.“ Guðni segir umsóknarferlið hafa verið langt og flókið og að það hafi komið honum skemmtilega á óvart þegar hann fékk boð um þátttöku. Short Film Corner er vettvangur fyrir kaupendur og framleiðendur til að kynnast nýju og hæfileikaríku kvikmyndagerðarfólki. Guðni viðurkennir að þetta sé einstakt tækifæri fyrir ungan kvikmyndagerðarmann líkt og hann til að kynna sig og verk sín. „Öll hótel á svæðinu eru skelfilega dýr á meðan á hátíðinni stendur en ég held að ég fái fría gistingu þannig ég ætti að geta skrapað saman fyrir flugi og uppihaldi,“ segir hann að lokum. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Stuttmyndin No homo eftir Guðna Líndal Benediktsson verður sýnd á Short Film Corner á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Myndin fjallar um tvo vini og þær breytingar sem verða á vinskapnum þegar annar þeirra kemur út úr skápnum. „Myndin er útskriftarverkefni mitt úr Kvikmyndaskólanum þar sem ég lærði handritaskrif og leikstjórn. Hún fjallar um tvo bestu vini og þegar annar þeirra kemur út úr skápnum bregst hinn undarlega við og ákveður að halda fyrir hann veislu,“ útskýrir Guðni. Hann skrifaði handritið að myndinni, leikstýrði henni og sá um alla eftirvinnslu. Spurður út í titil stuttmyndarinnar segir Guðni að hann sé fenginn úr setningu í myndinni. „Þetta er frasi sem vinir nota stundum þegar þeir sýna hvor öðrum væntumþykju.“ Guðni segir umsóknarferlið hafa verið langt og flókið og að það hafi komið honum skemmtilega á óvart þegar hann fékk boð um þátttöku. Short Film Corner er vettvangur fyrir kaupendur og framleiðendur til að kynnast nýju og hæfileikaríku kvikmyndagerðarfólki. Guðni viðurkennir að þetta sé einstakt tækifæri fyrir ungan kvikmyndagerðarmann líkt og hann til að kynna sig og verk sín. „Öll hótel á svæðinu eru skelfilega dýr á meðan á hátíðinni stendur en ég held að ég fái fría gistingu þannig ég ætti að geta skrapað saman fyrir flugi og uppihaldi,“ segir hann að lokum.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira