Dóttirin Franziska Una í einu hlutverkanna Álfrún Pálsdóttir skrifar 10. apríl 2013 13:30 Dagur Kári og Franziska Una. Mynd/Stefán „Þetta hefur gengið mjög vel og við stefnum á að klára í vikunni," segir leikstjórinn Dagur Kári Pétursson, sem þessa dagana er að ljúka tökum á nýrri mynd hér á landi. Myndin ber vinnuheitið Fleygur en það er Baltasar Kormákur sem framleiðir myndina. Með aðalhlutverk fer Gunnar Jónsson, ásamt þeim Sigurjóni Kjartanssyni, Ilmi Kristjánsdóttur, Arnari Jónssyni og Margréti Helgu Jóhannsdóttur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Degi Kára var hann í langþráðu og dagslöngu fríi frá tökum en þær fara fram víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Dagur Kári skrifaði sjálfur handritið að myndinni. „Þetta er svona karakterstúdía. Gunnar leikur Fúsa, fertugan mann sem býr enn þá hjá móður sinni og heldur fast í tengslin við bernskuna. Röð atburða gerir það svo að verkum að hann þarf að stíga út fyrir þægindarammann." Í einu hlutverkanna er dóttir Dags Kára, Franziska Una Dagsdóttir, sem er átta ára gömul og að stíga sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu. Dagur segir hana hafa staðið sig með prýði í tökunum. „Ég hafði hana í huga í hlutverkið þegar ég skrifaði handritið en hún sótti samt um það eins og aðrir og bar af í prufunum. Það var mjög kósí að hafa hana á tökustað enda er maður oft mikið fjarverandi frá fjölskyldunni þegar maður er í tökum. Hún á framtíðina fyrir sér í þessu eins og mörgu." Áætluð frumsýning á myndinni er í lok þess árs. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta hefur gengið mjög vel og við stefnum á að klára í vikunni," segir leikstjórinn Dagur Kári Pétursson, sem þessa dagana er að ljúka tökum á nýrri mynd hér á landi. Myndin ber vinnuheitið Fleygur en það er Baltasar Kormákur sem framleiðir myndina. Með aðalhlutverk fer Gunnar Jónsson, ásamt þeim Sigurjóni Kjartanssyni, Ilmi Kristjánsdóttur, Arnari Jónssyni og Margréti Helgu Jóhannsdóttur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Degi Kára var hann í langþráðu og dagslöngu fríi frá tökum en þær fara fram víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Dagur Kári skrifaði sjálfur handritið að myndinni. „Þetta er svona karakterstúdía. Gunnar leikur Fúsa, fertugan mann sem býr enn þá hjá móður sinni og heldur fast í tengslin við bernskuna. Röð atburða gerir það svo að verkum að hann þarf að stíga út fyrir þægindarammann." Í einu hlutverkanna er dóttir Dags Kára, Franziska Una Dagsdóttir, sem er átta ára gömul og að stíga sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu. Dagur segir hana hafa staðið sig með prýði í tökunum. „Ég hafði hana í huga í hlutverkið þegar ég skrifaði handritið en hún sótti samt um það eins og aðrir og bar af í prufunum. Það var mjög kósí að hafa hana á tökustað enda er maður oft mikið fjarverandi frá fjölskyldunni þegar maður er í tökum. Hún á framtíðina fyrir sér í þessu eins og mörgu." Áætluð frumsýning á myndinni er í lok þess árs.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira