XXX Rottweiler snýr aftur með nýja plötu Freyr Bjarnason skrifar 10. apríl 2013 12:00 Fyrsta plata rappsveitarinnar XXX Rottweiler í rúman áratug er í undirbúningi. „Við erum komnir með tvö ný lög sem við vorum að klára um daginn sem eru „illuð"," segir Erpur Eyvindarson, öðru nafni BlazRoca. Annað lagið nefnist Þú veist og er á leiðinni í útvarpsspilun. „Lúlli, ég og Bent fórum út á land og lágum yfir þessu. Þetta er eins og Rottweiler á að vera, mjög hart og mjög „dirty". Engin miskunn." Rottweiler hefur á ferli sínum gefið út tvær stórar plötur, XXX Rottweiler hundar sem kom út 2001 og Þú skuldar sem kom árið eftir. Sú fyrrnefnda hafði að geyma lögin Þér er ekki boðið, Bent nálgast og Sönn íslensk sakamál, sem öll slógu í gegn. Á þessum rúma áratug sem er liðinn hafa bæði Bent og Erpur gefið út sólóplötur, auk þess sem Erpur gerði plötu með Hæstu hendinni. Meðfram þessu hafa komið út stöku lög með Rottweiler, þar á meðal Gemmér og Klárum allt í kvöld, en hægt er að horfa á myndbandið við það síðarnefnda í spilaranum hér fyrir ofan. Aðspurður segir Erpur óvíst hvenær nýja platan kemur út. „Útgáfumál breytast rosalega hratt. Ég seldi gull af Kópacabana [sólóplötunni] en það er rosalega mikil vinna á bak við það að selja plötu. Auðvitað er plötusala ekki búin eins og Mugison og Ásgeir Trausti vita. Hér áður fyrr tóku menn áhættu en núna held ég að plata þurfi að seljast í fimm til tíu þúsund eintökum til að fólk treysti sér til að kaupi hana. Það er mjög ferskt sánd á þessari plötu og við viljum að allt við hana verði ferskt." Erpur segir XXX Rottweiler í góðu formi þrátt fyrir að hafa ekki gefið út lengi. „Við erum mjög graðir í þetta núna. Það er rosalega mikil stemning fyrir þessu," segir hann og telur rappsveitina enn eiga fullt erindi á markaðinn. „Þetta hefur ekki breyst neitt. Við eigum þetta „shit"." Hvítir skór á næstu plötuÁsgeir Trausti og Erpur í Hvítir skór myndbandinu.Auk þess að vinna í nýrri plötu XXX Rottweiler er Erpur að undirbúa aðra sólóplötu sína. Á meðal laga á henni verður hið vinsæla Hvítir skór sem hann samdi með Ásgeiri Trausta. Annað lag af plötunni er að klárast en það kemur út síðar. Óvíst er hvort platan kemur út á þessu ári. Erpur er einnig að aðstoða bróðir sinn, rapparann Sesar A, við að taka upp efni með nokkrum ungum og efnilegum röppurum.Frétt um ákæruna á hendur Móra birtist í gær.Rapparinn Móri hefur verið ákærður fyrir að hafa elt Erp um útvarpssvið 365 vopnaður hnífi og rafbyssu. Þrjú ár eru liðin frá atvikinu. Erpur segist ekkert hafa tjáð sig um málið hingað til og ætli ekki að gera það fyrr en því lýkur. Hann tekur þó fram að hann sé ánægður með að málið sé komið fyrir rétt. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Fyrsta plata rappsveitarinnar XXX Rottweiler í rúman áratug er í undirbúningi. „Við erum komnir með tvö ný lög sem við vorum að klára um daginn sem eru „illuð"," segir Erpur Eyvindarson, öðru nafni BlazRoca. Annað lagið nefnist Þú veist og er á leiðinni í útvarpsspilun. „Lúlli, ég og Bent fórum út á land og lágum yfir þessu. Þetta er eins og Rottweiler á að vera, mjög hart og mjög „dirty". Engin miskunn." Rottweiler hefur á ferli sínum gefið út tvær stórar plötur, XXX Rottweiler hundar sem kom út 2001 og Þú skuldar sem kom árið eftir. Sú fyrrnefnda hafði að geyma lögin Þér er ekki boðið, Bent nálgast og Sönn íslensk sakamál, sem öll slógu í gegn. Á þessum rúma áratug sem er liðinn hafa bæði Bent og Erpur gefið út sólóplötur, auk þess sem Erpur gerði plötu með Hæstu hendinni. Meðfram þessu hafa komið út stöku lög með Rottweiler, þar á meðal Gemmér og Klárum allt í kvöld, en hægt er að horfa á myndbandið við það síðarnefnda í spilaranum hér fyrir ofan. Aðspurður segir Erpur óvíst hvenær nýja platan kemur út. „Útgáfumál breytast rosalega hratt. Ég seldi gull af Kópacabana [sólóplötunni] en það er rosalega mikil vinna á bak við það að selja plötu. Auðvitað er plötusala ekki búin eins og Mugison og Ásgeir Trausti vita. Hér áður fyrr tóku menn áhættu en núna held ég að plata þurfi að seljast í fimm til tíu þúsund eintökum til að fólk treysti sér til að kaupi hana. Það er mjög ferskt sánd á þessari plötu og við viljum að allt við hana verði ferskt." Erpur segir XXX Rottweiler í góðu formi þrátt fyrir að hafa ekki gefið út lengi. „Við erum mjög graðir í þetta núna. Það er rosalega mikil stemning fyrir þessu," segir hann og telur rappsveitina enn eiga fullt erindi á markaðinn. „Þetta hefur ekki breyst neitt. Við eigum þetta „shit"." Hvítir skór á næstu plötuÁsgeir Trausti og Erpur í Hvítir skór myndbandinu.Auk þess að vinna í nýrri plötu XXX Rottweiler er Erpur að undirbúa aðra sólóplötu sína. Á meðal laga á henni verður hið vinsæla Hvítir skór sem hann samdi með Ásgeiri Trausta. Annað lag af plötunni er að klárast en það kemur út síðar. Óvíst er hvort platan kemur út á þessu ári. Erpur er einnig að aðstoða bróðir sinn, rapparann Sesar A, við að taka upp efni með nokkrum ungum og efnilegum röppurum.Frétt um ákæruna á hendur Móra birtist í gær.Rapparinn Móri hefur verið ákærður fyrir að hafa elt Erp um útvarpssvið 365 vopnaður hnífi og rafbyssu. Þrjú ár eru liðin frá atvikinu. Erpur segist ekkert hafa tjáð sig um málið hingað til og ætli ekki að gera það fyrr en því lýkur. Hann tekur þó fram að hann sé ánægður með að málið sé komið fyrir rétt.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið