Ætlar ekki að leggja leiklistina á hilluna Sara McMahon skrifar 11. apríl 2013 12:15 Leikkonan Anna Gunndís Guðmundsdóttir flytur til New York í ágúst og hefur nám í leikstjórn við NYU. Fréttablaðið/Stefán „Ég er fjórði Íslendingurinn sem kemst inn og þar af önnur konan. Umsóknarferlið tók marga mánuði og ég sendi meðal annars inn hugmyndir að myndum í fullri lengd, samtöl, hugmynd af stuttmynd og vídeó,“ segir leikkonan Anna Gunndís Guðmundsdóttir sem komst nýverið inn í Tisch School of the Arts við New York University þar sem hún mun læra kvikmyndagerð með áherslu á leikstjórn næstu þrjú árin. Af áttahundruð umsækjendum voru hundrað boðaðir í viðtal og fór viðtal Önnu Gunndísar fram á samskiptaforritinu Skype. „Ég var með þrjár frumsýningar á skömmum tíma og komst alls ekki út í viðtalið. Ég talaði því við þau í gegnum Skype,“ segir Anna Gunndís, en hún starfar sem leikkona hjá Leikfélagi Akureyrar. Anna Gunndís flytur út í byrjun ágúst og kveðst hlakka mikið til enda sé borgin hreint ótrúleg. „Ég var í New York í þrjár vikur um jólin og þetta er alveg ótrúleg borg. Ég hlakka mikið til þess að koma þangað yfir sumartímann því það var skítkalt þegar ég var þarna síðast,“ segir hún og hlær. Eiginmaður hennar og samstarfsfélagi, leikarinn Einar Aðalsteinsson, mun svo flytja út í haust. „Hann ætlar að koma aðeins seinna og vonandi fær hann einhverja vinnu í kjölfarið.“ Spurð hvort hún ætli að snúa sér alfarið að leikstjórn að náminu loknu svarar Anna Gunndís neitandi. „Ég var spurð að því sama í viðtalinu og þá sagði ég nei. Maður getur vel gert bæði.“ Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég er fjórði Íslendingurinn sem kemst inn og þar af önnur konan. Umsóknarferlið tók marga mánuði og ég sendi meðal annars inn hugmyndir að myndum í fullri lengd, samtöl, hugmynd af stuttmynd og vídeó,“ segir leikkonan Anna Gunndís Guðmundsdóttir sem komst nýverið inn í Tisch School of the Arts við New York University þar sem hún mun læra kvikmyndagerð með áherslu á leikstjórn næstu þrjú árin. Af áttahundruð umsækjendum voru hundrað boðaðir í viðtal og fór viðtal Önnu Gunndísar fram á samskiptaforritinu Skype. „Ég var með þrjár frumsýningar á skömmum tíma og komst alls ekki út í viðtalið. Ég talaði því við þau í gegnum Skype,“ segir Anna Gunndís, en hún starfar sem leikkona hjá Leikfélagi Akureyrar. Anna Gunndís flytur út í byrjun ágúst og kveðst hlakka mikið til enda sé borgin hreint ótrúleg. „Ég var í New York í þrjár vikur um jólin og þetta er alveg ótrúleg borg. Ég hlakka mikið til þess að koma þangað yfir sumartímann því það var skítkalt þegar ég var þarna síðast,“ segir hún og hlær. Eiginmaður hennar og samstarfsfélagi, leikarinn Einar Aðalsteinsson, mun svo flytja út í haust. „Hann ætlar að koma aðeins seinna og vonandi fær hann einhverja vinnu í kjölfarið.“ Spurð hvort hún ætli að snúa sér alfarið að leikstjórn að náminu loknu svarar Anna Gunndís neitandi. „Ég var spurð að því sama í viðtalinu og þá sagði ég nei. Maður getur vel gert bæði.“
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira