Úlfshjarta verður að kvikmynd Sara McMahon skrifar 16. apríl 2013 07:00 Kvikmyndarétturinn að bókinni Úlfshjarta eftir Stefán Mána féll í skaut framleiðslufyrirtækisins Filmus. Fréttablaðið/valli Framleiðslufyrirtækið Filmus keypti nýverið kvikmyndaréttinn að bókinni Úlfshjarta eftir Stefán Mána. Óskar Þór Axelsson mun leikstýra myndinni og skrifa handritið að henni. Hann leikstýrði síðast myndinni Svartur á leik sem var byggð á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána. Stefán Máni segir mikið traust ríkja á milli sín og Óskars Þórs enda þekkist þeir orðið vel. „Hann sannaði sig algjörlega síðast og það er frábært að fá tækifæri til að vinna með honum og framleiðandanum aftur. Þetta snýst mikið um traust því héðan í frá stjórna ég engu. Ég fylgist þó með gangi mála, eins og ég gerði með Svartur á leik, og verð þriðja augað,“ segir Stefán Máni. Úlfshjarta er unglingasaga og segir frá Alexander sem er hættur í menntaskóla og vinnur við útkeyrslu. Hann á í sambandi við Védísi og er tilhugsunin um hana það eina sem gerir vinnudagana bærilega. Fljótlega fer Alexander svo að finna fyrir ýmsum breytingum og í ljós kemur að hann er að breytast í varúlf. Í ljósi söguþráðar bókarinnar má ætla að kvikmyndin verði full af tæknibrellum, en Stefán Máni telur það ekki víst. „Ef ég þekki Óskar rétt þá verður það ekki aðalatriðið heldur verður áherslan á persónurnar,“ segir hann að lokum. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Filmus keypti nýverið kvikmyndaréttinn að bókinni Úlfshjarta eftir Stefán Mána. Óskar Þór Axelsson mun leikstýra myndinni og skrifa handritið að henni. Hann leikstýrði síðast myndinni Svartur á leik sem var byggð á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána. Stefán Máni segir mikið traust ríkja á milli sín og Óskars Þórs enda þekkist þeir orðið vel. „Hann sannaði sig algjörlega síðast og það er frábært að fá tækifæri til að vinna með honum og framleiðandanum aftur. Þetta snýst mikið um traust því héðan í frá stjórna ég engu. Ég fylgist þó með gangi mála, eins og ég gerði með Svartur á leik, og verð þriðja augað,“ segir Stefán Máni. Úlfshjarta er unglingasaga og segir frá Alexander sem er hættur í menntaskóla og vinnur við útkeyrslu. Hann á í sambandi við Védísi og er tilhugsunin um hana það eina sem gerir vinnudagana bærilega. Fljótlega fer Alexander svo að finna fyrir ýmsum breytingum og í ljós kemur að hann er að breytast í varúlf. Í ljósi söguþráðar bókarinnar má ætla að kvikmyndin verði full af tæknibrellum, en Stefán Máni telur það ekki víst. „Ef ég þekki Óskar rétt þá verður það ekki aðalatriðið heldur verður áherslan á persónurnar,“ segir hann að lokum.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira