Stoltur faðir framúrskarandi listamanna Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 16. apríl 2013 07:00 Jörundur Guðmundsson, forstöðumaður Háskólaútgáfunnar á milli þeirra Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar og Þórðar Jörundssonar tónlistarmanns. „Það eru þrjú ár á milli þeirra bræðra en þeir hafa alltaf verið rosalega nánir. Þeir hafa alltaf verið ótrúlega hugmyndaríkir og leikirnir þeirra í æsku voru hin mestu ævintýri. Ætli það hafi ekki verið þar sem sköpunargáfan kom fyrst fram,“ segir Jörundur Guðmundsson, forstöðumaður Háskólaútgáfunnar og faðir fatahönnuðarins Guðmundar Jörundssonar og tónlistarmannsins Þórðar Jörundssonar. Þeir bræður Guðmundur og Þórður eru báðir meðal vinsælustu listamanna landsins um þessar mundir, hvor í sinni greininni. Fatahönnuðurinn Guðmundur opnaði um helgina fataverslun á Laugaveginum þar sem hann selur hönnun sína undir merkinu Jör og Þórður er gítarleikari í einni vinsælustu hljómsveit landsins um þessar mundir, Retro Stefson. Þeir bræður eiga svo eldri systur Auði, sem er framkvæmdastjóri i8 listagallerísins. „Auður er sjö árum eldri en Gummi og hefur haft mikil áhrif á bræður sína,“ segir Jörundur. Spurður segir Jörundur því ekki auðsvarað hvernig ala eigi upp slíkt hæfileikafólk eins og þau systkin. „Við móðir þeirra [Jakobína Þórðardóttir] höfum bæði mikinn áhuga á listum og hönnun og vorum hæfilega dugleg að halda því að þeim í æsku og styðja þau í því sem þau höfðu áhuga á. Það hefur örugglega haft sitt að segja en svo er þetta líka bara meðfætt held ég,“ segir hann. „Það er bara frábært að sjá þau öll skara fram úr á sínu sviði. Ég er fullur af auðmýkt og stolti í þeirra garð.“ Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það eru þrjú ár á milli þeirra bræðra en þeir hafa alltaf verið rosalega nánir. Þeir hafa alltaf verið ótrúlega hugmyndaríkir og leikirnir þeirra í æsku voru hin mestu ævintýri. Ætli það hafi ekki verið þar sem sköpunargáfan kom fyrst fram,“ segir Jörundur Guðmundsson, forstöðumaður Háskólaútgáfunnar og faðir fatahönnuðarins Guðmundar Jörundssonar og tónlistarmannsins Þórðar Jörundssonar. Þeir bræður Guðmundur og Þórður eru báðir meðal vinsælustu listamanna landsins um þessar mundir, hvor í sinni greininni. Fatahönnuðurinn Guðmundur opnaði um helgina fataverslun á Laugaveginum þar sem hann selur hönnun sína undir merkinu Jör og Þórður er gítarleikari í einni vinsælustu hljómsveit landsins um þessar mundir, Retro Stefson. Þeir bræður eiga svo eldri systur Auði, sem er framkvæmdastjóri i8 listagallerísins. „Auður er sjö árum eldri en Gummi og hefur haft mikil áhrif á bræður sína,“ segir Jörundur. Spurður segir Jörundur því ekki auðsvarað hvernig ala eigi upp slíkt hæfileikafólk eins og þau systkin. „Við móðir þeirra [Jakobína Þórðardóttir] höfum bæði mikinn áhuga á listum og hönnun og vorum hæfilega dugleg að halda því að þeim í æsku og styðja þau í því sem þau höfðu áhuga á. Það hefur örugglega haft sitt að segja en svo er þetta líka bara meðfætt held ég,“ segir hann. „Það er bara frábært að sjá þau öll skara fram úr á sínu sviði. Ég er fullur af auðmýkt og stolti í þeirra garð.“
Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira