Nýdönsk með árlega tónleika Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 18. apríl 2013 13:00 Hægt verður að sjá Nýdönsk á sviði árlega héðan í frá. „Eftir 25 ára afmælistónleikana í fyrra helltist yfir okkur löngun til að gera þetta aftur að ári. Þetta var svo einstök upplifun“, segir Jón Ólafsson, meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk. Hljómsveitin hefur nú ákveðið að blása til tónleika í Eldborgarsal Hörpunnar 21. september og er stefnan að stórtónleikar með sveitinni verði árlegur viðburður héðan í frá. Stefnt er að því að hafa tónleikana í september ár hvert, sem Jón telur vera góðan mánuð þar sem það sé lognið á undan storminum sem fylgir jólaösinni með tilheyrandi útgáfu- og jólatónleikum. „Tónleikarnir verða ólíkir frá ári til árs. Við höfum gefið út reiðinnar býsn af efni í gegnum tíðina þannig að það ætti ekki að vera vandamál. Hugsanlega fáum við svo gesti til að krydda þetta aðeins,“ segir Jón og bætir við að þeir gætu rétt eins komið úr hópi dýratemjara eins og tónlistarfólks. Tónleikarnir bera yfirskriftina Fram á nótt eftir einu þekktasta lagi hljómsveitarinnar en vinsælustu lög sveitarinnar verða einmitt höfð í brennidepli. „Við tónlistarmennirnir höfum tilhneigingu til að lauma minna þekktum lögum inn á milli þeirra þekktustu því okkur þykir svo gaman að spila þau. Að þessu sinni ætlum við þó að beygja okkur í duftið og spila eingöngu okkar vinsælustu lög. Þegar nær dregur munum við bjóða upp á skoðanakönnun þar sem áhangendur geta pantað uppáhaldslög sín fyrir tónleikana.“ Forsala miða hefst 2. maí. Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Eftir 25 ára afmælistónleikana í fyrra helltist yfir okkur löngun til að gera þetta aftur að ári. Þetta var svo einstök upplifun“, segir Jón Ólafsson, meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk. Hljómsveitin hefur nú ákveðið að blása til tónleika í Eldborgarsal Hörpunnar 21. september og er stefnan að stórtónleikar með sveitinni verði árlegur viðburður héðan í frá. Stefnt er að því að hafa tónleikana í september ár hvert, sem Jón telur vera góðan mánuð þar sem það sé lognið á undan storminum sem fylgir jólaösinni með tilheyrandi útgáfu- og jólatónleikum. „Tónleikarnir verða ólíkir frá ári til árs. Við höfum gefið út reiðinnar býsn af efni í gegnum tíðina þannig að það ætti ekki að vera vandamál. Hugsanlega fáum við svo gesti til að krydda þetta aðeins,“ segir Jón og bætir við að þeir gætu rétt eins komið úr hópi dýratemjara eins og tónlistarfólks. Tónleikarnir bera yfirskriftina Fram á nótt eftir einu þekktasta lagi hljómsveitarinnar en vinsælustu lög sveitarinnar verða einmitt höfð í brennidepli. „Við tónlistarmennirnir höfum tilhneigingu til að lauma minna þekktum lögum inn á milli þeirra þekktustu því okkur þykir svo gaman að spila þau. Að þessu sinni ætlum við þó að beygja okkur í duftið og spila eingöngu okkar vinsælustu lög. Þegar nær dregur munum við bjóða upp á skoðanakönnun þar sem áhangendur geta pantað uppáhaldslög sín fyrir tónleikana.“ Forsala miða hefst 2. maí.
Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“