Ljúfur háskólanemi leikur handrukkara Freyr Bjarnason skrifar 22. apríl 2013 14:00 „Þetta var magnaðasta reynsla sem ég hef upplifað. Að vera á „setti“ með svona frábæru fólki og upplifa þetta kvikmyndastúss var algjört æði,“ segir Kristján Hafþórsson. Hann leikur handrukkarann og fíkniefnasalann Hödda í kvikmyndinni Falskur fugl sem er komin í bíó. Hlutverkið er hans fyrsta á hvíta tjaldinu og þykir hann standa sig með miklum sóma sem einn af vinum aðalpersónunnar Arnaldar. „Það er svo fyndið að ég hafi verið að leika þennan gæja því ég sjálfur drekk hvorki né reyki. Það var dálítið skemmtilegt að fara alveg hinum megin á kúrfuna. Ég er mesti ljúflingur í alvörunni.“ Kristján, sem er 21 árs, er í heimspekinámi í Háskóla Íslands og spilar einnig fótbolta með Knattspyrnufélagi Hlíðarenda, sem er í fjórðu deild. Undanfarin ár hefur hann jafnframt haldið fyrirlestra í grunnskólum og menntaskólum. „Ég hvet krakka til að sleppa því að drekka en ef þeir kjósa að drekka bendi ég þeim á að gera það skynsamlega og aðeins ef þeir hafa aldur til og þroska. Annars er ég aðallega að segja krökkunum að vera þeir sjálfir, njóta sín og hafa það gott í lífinu.“ Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta var magnaðasta reynsla sem ég hef upplifað. Að vera á „setti“ með svona frábæru fólki og upplifa þetta kvikmyndastúss var algjört æði,“ segir Kristján Hafþórsson. Hann leikur handrukkarann og fíkniefnasalann Hödda í kvikmyndinni Falskur fugl sem er komin í bíó. Hlutverkið er hans fyrsta á hvíta tjaldinu og þykir hann standa sig með miklum sóma sem einn af vinum aðalpersónunnar Arnaldar. „Það er svo fyndið að ég hafi verið að leika þennan gæja því ég sjálfur drekk hvorki né reyki. Það var dálítið skemmtilegt að fara alveg hinum megin á kúrfuna. Ég er mesti ljúflingur í alvörunni.“ Kristján, sem er 21 árs, er í heimspekinámi í Háskóla Íslands og spilar einnig fótbolta með Knattspyrnufélagi Hlíðarenda, sem er í fjórðu deild. Undanfarin ár hefur hann jafnframt haldið fyrirlestra í grunnskólum og menntaskólum. „Ég hvet krakka til að sleppa því að drekka en ef þeir kjósa að drekka bendi ég þeim á að gera það skynsamlega og aðeins ef þeir hafa aldur til og þroska. Annars er ég aðallega að segja krökkunum að vera þeir sjálfir, njóta sín og hafa það gott í lífinu.“
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira