Hjálmar starfa með Erlend Øye Freyr Bjarnason skrifar 2. maí 2013 09:00 Hjálmar og Erlend Øye í Hljóðrita í Hafnarfirði. Óvíst er hvenær platan kemur út. fréttablaðið/valli Hjálmar og hinn þekkti norski tónlistarmaður Erlend Øye úr hljómsveitunum Kings of Convenience og The Whitest Boy Alive eru að vinna saman að nýrri plötu. Upptökum er í þann mund að ljúka hér á landi. „Hann sá okkur spila í Noregi. Hann fór að spjalla við okkur og við vorum svo í sambandi yfir netið,“ segir Helgi Svavar Helgason, trommari Hjálma, spurður út í tilurð samstarfsins. „Hann bókaði okkur á festival í Hollandi sem hann er að sjá um. Við spiluðum á undan honum og svo með honum. Í framhaldinu spurði hann mig hvort ég væri til í að spila með honum en svo þróaðist það út í að hann kom hingað og við erum að taka upp nýju plötuna hans.“ Öll lög og textar eru eftir Øye en Hjálmar spila undir á plötunni. Ekki hefur verið ákveðið hvort platan verði titluð sem samstarfsverkefni þeirra beggja eða hvort um sólóplötu hans verði að ræða. Aðspurður segir Helgi Svavar það algjöra snilld að starfa með Norðmanninum. „Þetta er „spontant“ og skemmtilegur gaur,“ segir hann en Helgi, Siggi í Hjálmum og Øye spiluðu óvænt saman á Slippbarnum í síðustu viku. „Hann gistir á þessu hóteli og langaði að spila þar. Við vorum að borða og svo var bara náð í starfsfólk og talið í. Ég held að þetta lýsi honum vel.“ Øye spilaði einnig með Hjálmum á Faktorý á laugardaginn þar sem nýja efnið var prufukeyrt. Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hjálmar og hinn þekkti norski tónlistarmaður Erlend Øye úr hljómsveitunum Kings of Convenience og The Whitest Boy Alive eru að vinna saman að nýrri plötu. Upptökum er í þann mund að ljúka hér á landi. „Hann sá okkur spila í Noregi. Hann fór að spjalla við okkur og við vorum svo í sambandi yfir netið,“ segir Helgi Svavar Helgason, trommari Hjálma, spurður út í tilurð samstarfsins. „Hann bókaði okkur á festival í Hollandi sem hann er að sjá um. Við spiluðum á undan honum og svo með honum. Í framhaldinu spurði hann mig hvort ég væri til í að spila með honum en svo þróaðist það út í að hann kom hingað og við erum að taka upp nýju plötuna hans.“ Öll lög og textar eru eftir Øye en Hjálmar spila undir á plötunni. Ekki hefur verið ákveðið hvort platan verði titluð sem samstarfsverkefni þeirra beggja eða hvort um sólóplötu hans verði að ræða. Aðspurður segir Helgi Svavar það algjöra snilld að starfa með Norðmanninum. „Þetta er „spontant“ og skemmtilegur gaur,“ segir hann en Helgi, Siggi í Hjálmum og Øye spiluðu óvænt saman á Slippbarnum í síðustu viku. „Hann gistir á þessu hóteli og langaði að spila þar. Við vorum að borða og svo var bara náð í starfsfólk og talið í. Ég held að þetta lýsi honum vel.“ Øye spilaði einnig með Hjálmum á Faktorý á laugardaginn þar sem nýja efnið var prufukeyrt.
Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira