Brynja Þorgeirs tekur við Djöflaeyjunni Álfrún Pálsdóttir skrifar 7. maí 2013 08:00 Brynja Þorgeirsdóttir tekur við Djöflaeyjunni í haust. „Þetta leggst alveg gríðarlega vel í mig,“ segir fréttakonan Brynja Þorgeirsdóttir en hún var á dögunum ráðin ritstjóri menningarþáttar Ríkissjónvarpsins, Djöflaeyjunnar. Brynja tekur við af Þórhalli Gunnarssyni sem er orðinn framleiðslustjóri hjá Saga Film. Brynja hefur starfað að hluta til í Kastljósinu í vetur samhliða meistaranámi í bókmenntafræði. „Starfið hentar mér því mjög vel. Ég hef vísvitandi verið að færa mig frá fréttunum yfir á menningarsviðið undanfarið og hlakka mikið til haustsins,“ segir Brynja sem ætlar þó ekki að umbylta efnistökum þáttarins. „Þátturinn hefur sterkan grunn en það er alltaf hægt að efla og bæta. Það er því von á smá breytingum en þátturinn verður enn þá um menningu á mannamáli.“ Þrátt fyrir að taka ekki við fyrr en í haust situr Brynja ekki auðum höndum í sumar. Hún er að undirbúa skemmtiþætti um íslenska tungumálið ásamt Braga Valdimar Skúlasyni. Þættirnir eru að skandinavískri fyrirmynd og fara í framleiðslu í sumar. „Við erum enn þá að velta fyrir okkur heiti þáttanna en þar fjöllum við um tungumálið á fróðlegan og skemmtilegan hátt.“ Meðal umsjónarmanna Djöflaeyjunnar eru Vera Sölvadóttir, Guðmundur Oddur Magnússon, Sigríður Pétursdóttir og Símon Birgisson. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta leggst alveg gríðarlega vel í mig,“ segir fréttakonan Brynja Þorgeirsdóttir en hún var á dögunum ráðin ritstjóri menningarþáttar Ríkissjónvarpsins, Djöflaeyjunnar. Brynja tekur við af Þórhalli Gunnarssyni sem er orðinn framleiðslustjóri hjá Saga Film. Brynja hefur starfað að hluta til í Kastljósinu í vetur samhliða meistaranámi í bókmenntafræði. „Starfið hentar mér því mjög vel. Ég hef vísvitandi verið að færa mig frá fréttunum yfir á menningarsviðið undanfarið og hlakka mikið til haustsins,“ segir Brynja sem ætlar þó ekki að umbylta efnistökum þáttarins. „Þátturinn hefur sterkan grunn en það er alltaf hægt að efla og bæta. Það er því von á smá breytingum en þátturinn verður enn þá um menningu á mannamáli.“ Þrátt fyrir að taka ekki við fyrr en í haust situr Brynja ekki auðum höndum í sumar. Hún er að undirbúa skemmtiþætti um íslenska tungumálið ásamt Braga Valdimar Skúlasyni. Þættirnir eru að skandinavískri fyrirmynd og fara í framleiðslu í sumar. „Við erum enn þá að velta fyrir okkur heiti þáttanna en þar fjöllum við um tungumálið á fróðlegan og skemmtilegan hátt.“ Meðal umsjónarmanna Djöflaeyjunnar eru Vera Sölvadóttir, Guðmundur Oddur Magnússon, Sigríður Pétursdóttir og Símon Birgisson.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira