Skipuleggja hátíð á Stöðvarfirði Sara McMahon skrifar 8. maí 2013 07:00 Viktor Pétur, Marteinn Sindri, Katrín Helena og Gígja Sara skipuleggja tónlistarhátíðina Pólar sem haldin verður á Stöðvarfirði í sumar. Fréttablaðið/Valli „Katrín og Marteinn eru systkini og frændsystkini mín. Fjölskylda þeirra á gistiheimili á Stöðvarfirði og þau kynntu mig upprunalega fyrir bænum. Sjálfur tók ég svo þátt í Æringi fyrir þremur árum og kynntist þá fólki sem býr á staðnum. Í haust keyptum við kærasta mín svo hús í bænum,“ segir Viktor Pétur Hannesson um upphaf ástarævintýris síns og Stöðvarfjarðar. Hann skipuleggur tónlistar- og menningarhátíð í bænum ásamt Marteini Sindra og Katrínu Helenu Jónsbörnum og Gígju Söru H. Björnsson. Hún nefnist Pólar Festival og fer fram helgina 12. til 14. júlí í tengslum við bæjarhátíðina Maður er manns gaman. Viktor segir hátíðina eins konar smiðjuhátíð í ætt við Lunga, fólk kemur og deilir hæfileikum sínum með öðrum í formi námskeiða og vinnusmiðja. Fjórmenningarnir fengu nýverið peningastyrk frá Austurbrú og var það þeim mikil hvatning. „Með hátíðinni viljum við styrkja þá starfsemi sem er í bænum. Svona hátíðir virðast vera góð leið til að fá fólk á staðinn og það getur svo leitt margt skemmtilegt af sér, eins og sjá má með Lunga á Seyðisfirði,“ segir hann. Umsóknarfrestur rennur út á föstudag. Nánari upplýsingar má finna á Facebook. Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Katrín og Marteinn eru systkini og frændsystkini mín. Fjölskylda þeirra á gistiheimili á Stöðvarfirði og þau kynntu mig upprunalega fyrir bænum. Sjálfur tók ég svo þátt í Æringi fyrir þremur árum og kynntist þá fólki sem býr á staðnum. Í haust keyptum við kærasta mín svo hús í bænum,“ segir Viktor Pétur Hannesson um upphaf ástarævintýris síns og Stöðvarfjarðar. Hann skipuleggur tónlistar- og menningarhátíð í bænum ásamt Marteini Sindra og Katrínu Helenu Jónsbörnum og Gígju Söru H. Björnsson. Hún nefnist Pólar Festival og fer fram helgina 12. til 14. júlí í tengslum við bæjarhátíðina Maður er manns gaman. Viktor segir hátíðina eins konar smiðjuhátíð í ætt við Lunga, fólk kemur og deilir hæfileikum sínum með öðrum í formi námskeiða og vinnusmiðja. Fjórmenningarnir fengu nýverið peningastyrk frá Austurbrú og var það þeim mikil hvatning. „Með hátíðinni viljum við styrkja þá starfsemi sem er í bænum. Svona hátíðir virðast vera góð leið til að fá fólk á staðinn og það getur svo leitt margt skemmtilegt af sér, eins og sjá má með Lunga á Seyðisfirði,“ segir hann. Umsóknarfrestur rennur út á föstudag. Nánari upplýsingar má finna á Facebook.
Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira