Fékk ljósmyndaverðlaun í Dubai Freyr Bjarnason skrifar 8. maí 2013 08:00 Oscar tekur við verðlaununum fyrir ljósmynd sína úr höndum Sheikh Hamdan Bin Mohammed Bin Rashid Al Maktoum í Dubai. „Þetta var rosalega skemmtilegt ævintýri. Ég hef aldrei farið á svona stað áður,“ segir grafíski hönnuðurinn og áhugaljósmyndarinn Oscar Bjarnason. Hann náði öðru sæti í ljósmyndasamkeppninni HIPA sem krónprinsinn af Dubai, Sheikh Hamdan Bin Mohammed Bin Rashid Al Maktoum, hélt í annað sinn. Oscar frétti af samkeppninni í gegnum vin sinn og ákvað að senda inn norðurljósamynd sem hann tók í Straumsvík. Eftir að hafa fengið tölvupóst þar sem hann var beðinn um að vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna fór hann með flugvél út til Dubai á fyrsta farrými. Þar tók einkabílstjóri á móti honum í glæsibifreið og ók með hann á lúxushótel þar sem hann dvaldi í heila viku án þess að þurfa að borga nokkurn skapaðan hlut. „Þetta var aðeins of mikið og eiginlega nett óþægilegt. Það eina sem ég borgaði voru leigubílar sem kostuðu ekki neitt en það var algjört ævintýri að prófa þetta,“ segir Oscar sem fékk í verðlaun sextán þúsund dali, eða tæpar tvær milljónir króna. Peningaverðlaunin í HIPA-keppninni munu vera þau hæstu sem veitt eru í nokkurri ljósmyndasamkeppni í heimi. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum og hlaut Oscar önnur verðlaun í aðalflokknum. Ein heildarverðlaun yfir alla keppnina voru veitt og hlaut vinningshafinn 120 þúsund dali, eða um fjórtán milljónir króna. Hægt er að skoða myndabanka Oscars á slóðinni Oscarbjarna.photoshelter.com. Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta var rosalega skemmtilegt ævintýri. Ég hef aldrei farið á svona stað áður,“ segir grafíski hönnuðurinn og áhugaljósmyndarinn Oscar Bjarnason. Hann náði öðru sæti í ljósmyndasamkeppninni HIPA sem krónprinsinn af Dubai, Sheikh Hamdan Bin Mohammed Bin Rashid Al Maktoum, hélt í annað sinn. Oscar frétti af samkeppninni í gegnum vin sinn og ákvað að senda inn norðurljósamynd sem hann tók í Straumsvík. Eftir að hafa fengið tölvupóst þar sem hann var beðinn um að vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna fór hann með flugvél út til Dubai á fyrsta farrými. Þar tók einkabílstjóri á móti honum í glæsibifreið og ók með hann á lúxushótel þar sem hann dvaldi í heila viku án þess að þurfa að borga nokkurn skapaðan hlut. „Þetta var aðeins of mikið og eiginlega nett óþægilegt. Það eina sem ég borgaði voru leigubílar sem kostuðu ekki neitt en það var algjört ævintýri að prófa þetta,“ segir Oscar sem fékk í verðlaun sextán þúsund dali, eða tæpar tvær milljónir króna. Peningaverðlaunin í HIPA-keppninni munu vera þau hæstu sem veitt eru í nokkurri ljósmyndasamkeppni í heimi. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum og hlaut Oscar önnur verðlaun í aðalflokknum. Ein heildarverðlaun yfir alla keppnina voru veitt og hlaut vinningshafinn 120 þúsund dali, eða um fjórtán milljónir króna. Hægt er að skoða myndabanka Oscars á slóðinni Oscarbjarna.photoshelter.com.
Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira