Bandaríska índírokksveitin Yo La Tengo hefur bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem verður haldin í fimmtánda sinn í haust.
Önnur ný erlend nöfn á hátíðinni eru Tape og El Rojo Adios frá Svíþjóð, Carmen Villain frá Noregi, Moon King frá Kanada og Jakob Juhkam Bänd frá Eistlandi.
Á meðal nýrra íslenskra flytjenda eru Ólafur Arnalds, Sólstafir, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Prins Póló og Samaris. Miðasalan er í fullum gangi á heimasíðu Iceland Airwaves.
