Hrollvekjur og heimildarmyndir 9. maí 2013 08:00 Hryllingsmyndin Mama er á meðal þeirra kvikmynda sem frumsýndar verða um helgina. Myndin skartar Nikolaj Coster-Waldau og Jessicu Chastain í aðalhlutverkum. Hrollvekjan Mama í leikstjórn Andrés Muschietti er á meðal þeirra kvikmynda sem verða frumsýndar um helgina. Myndin segir frá systrunum Victoriu og Lilly, sem hverfa daginn sem faðir þeirra myrti móður þeirra. Föðurbróðir stúlknanna og sambýliskona hans, sem leikin eru af Nikolaj Coster-Waldau og Jessicu Chastain, leita að stúlkunum í fimm ár þar til þær finnast dag einn í niðurníddum kofa. Stúlkurnar eru mannfælnar og dýrslegar í hegðun í fyrstu en Lucas og Annabel eru staðráðin í að taka þær í fóstur. Fljótlega fara þó dularfullir og hræðilegir atburðir að gerast. Nýjasta kvikmynd leikstjórans Harmony Korine, Spring Breakers, verður frumsýnd í Laugarásbíói á mánudag. Korine gerði garðinn frægan árið 1995 með handriti sínu að kvikmyndinni Kids. Spring Breakers skartar Selenu Gomez, Vanessu Hudgens, Ashley Benson og James Franco í aðalhlutverkum og segir frá vinkonum sem lenda í vandræðum eftir kynni sín við eiturlyfjasala að nafni Alien. Heimildarmyndirnar How to Survive a Plague og Mission to Lars verða frumsýndar í Bíói Paradís. Fyrrnefnda myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna og fjallar um baráttu bandarískra grasrótarsamtaka við heilbrigðiskerfið og lyfjaiðnaðinn þegar alnæmisfaraldurinn geisaði meðal samkynhneigðra á níunda áratugnum. Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hrollvekjan Mama í leikstjórn Andrés Muschietti er á meðal þeirra kvikmynda sem verða frumsýndar um helgina. Myndin segir frá systrunum Victoriu og Lilly, sem hverfa daginn sem faðir þeirra myrti móður þeirra. Föðurbróðir stúlknanna og sambýliskona hans, sem leikin eru af Nikolaj Coster-Waldau og Jessicu Chastain, leita að stúlkunum í fimm ár þar til þær finnast dag einn í niðurníddum kofa. Stúlkurnar eru mannfælnar og dýrslegar í hegðun í fyrstu en Lucas og Annabel eru staðráðin í að taka þær í fóstur. Fljótlega fara þó dularfullir og hræðilegir atburðir að gerast. Nýjasta kvikmynd leikstjórans Harmony Korine, Spring Breakers, verður frumsýnd í Laugarásbíói á mánudag. Korine gerði garðinn frægan árið 1995 með handriti sínu að kvikmyndinni Kids. Spring Breakers skartar Selenu Gomez, Vanessu Hudgens, Ashley Benson og James Franco í aðalhlutverkum og segir frá vinkonum sem lenda í vandræðum eftir kynni sín við eiturlyfjasala að nafni Alien. Heimildarmyndirnar How to Survive a Plague og Mission to Lars verða frumsýndar í Bíói Paradís. Fyrrnefnda myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna og fjallar um baráttu bandarískra grasrótarsamtaka við heilbrigðiskerfið og lyfjaiðnaðinn þegar alnæmisfaraldurinn geisaði meðal samkynhneigðra á níunda áratugnum.
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira