Sú efnilegasta fyrir fimmtán árum er sú besta í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2013 06:30 Dagný Skúladóttir Mynd/Stefán Framarinn Jóhann Gunnar Einarsson og Valskonan Dagný Skúladóttir voru valin Handknattleiksfólk ársins á Lokahófi HSÍ um helgina en bæði voru þau að fá þessi verðlaun í fyrsta sinn. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir frá Selfossi og Bergvin Þór Gíslason frá Akureyri voru kosin efnilegust. Auk þess að vera kosinn bestur af leikmönnum deildarinnar fékk Jóhann Gunnar einnig Valdimarsbikarinn sem er veittur fyrir mikilvægasta leikmanninn að mati þjálfara. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, fékk Sigríðarbikarinn sem er sams konar verðlaun hjá konum. Það eru fimmtán ár síðan að Dagný var kosin efnilegasti leikmaður deildarinnar, þá sem leikmaður FH. Dagný er aðeins ein af fjórum sem hafa náð að vinna bæði þessi verðlaun en engin hinna þriggja (Guðný Gunnsteinsdóttir – 5 ár, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir – 3 ár, Stella Sigurðardóttir – 4 ár) þurfti að bíða svona lengi. Jóhann Gunnar varð fyrsti Framarinn í 15 ár til þess að vera kosinn bestur (Oleg Titov) og endaði um leið þriggja ára einokun HK-inga á þessum verðlaunum. Florentina Stanciu, markvörður ÍBV, var valin besti markvörður deildarinnar í sjöunda sinn og jafnaði þar með met Kolbrúnar Jóhannsdóttur. FH-ingurinn Daníel Freyr Andrésson var valinn besti markvörðurinn hjá körlunum. Steinunn Björnsdóttir úr Fram og Jón Þorbjörn Jóhannsson úr Haukum voru valin bestu varnarmennirnir en Þorgerður Anna Atladóttir úr Val og Björgvin Þór Hólmgeirsson úr ÍR þóttu bestu sóknarmennirnir. Stefán Arnarson hjá kvennaliði Vals og Einar Jónsson hjá karlaliði Fram voru valdir bestu þjálfararnir, Stefán þriðja árið í röð en Einar er fyrstur til að vinna þessi verðlaun með bæði karla- og kvennaliði. Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson voru valdir besta dómaraparið sjöunda árið í röð. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Framarinn Jóhann Gunnar Einarsson og Valskonan Dagný Skúladóttir voru valin Handknattleiksfólk ársins á Lokahófi HSÍ um helgina en bæði voru þau að fá þessi verðlaun í fyrsta sinn. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir frá Selfossi og Bergvin Þór Gíslason frá Akureyri voru kosin efnilegust. Auk þess að vera kosinn bestur af leikmönnum deildarinnar fékk Jóhann Gunnar einnig Valdimarsbikarinn sem er veittur fyrir mikilvægasta leikmanninn að mati þjálfara. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, fékk Sigríðarbikarinn sem er sams konar verðlaun hjá konum. Það eru fimmtán ár síðan að Dagný var kosin efnilegasti leikmaður deildarinnar, þá sem leikmaður FH. Dagný er aðeins ein af fjórum sem hafa náð að vinna bæði þessi verðlaun en engin hinna þriggja (Guðný Gunnsteinsdóttir – 5 ár, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir – 3 ár, Stella Sigurðardóttir – 4 ár) þurfti að bíða svona lengi. Jóhann Gunnar varð fyrsti Framarinn í 15 ár til þess að vera kosinn bestur (Oleg Titov) og endaði um leið þriggja ára einokun HK-inga á þessum verðlaunum. Florentina Stanciu, markvörður ÍBV, var valin besti markvörður deildarinnar í sjöunda sinn og jafnaði þar með met Kolbrúnar Jóhannsdóttur. FH-ingurinn Daníel Freyr Andrésson var valinn besti markvörðurinn hjá körlunum. Steinunn Björnsdóttir úr Fram og Jón Þorbjörn Jóhannsson úr Haukum voru valin bestu varnarmennirnir en Þorgerður Anna Atladóttir úr Val og Björgvin Þór Hólmgeirsson úr ÍR þóttu bestu sóknarmennirnir. Stefán Arnarson hjá kvennaliði Vals og Einar Jónsson hjá karlaliði Fram voru valdir bestu þjálfararnir, Stefán þriðja árið í röð en Einar er fyrstur til að vinna þessi verðlaun með bæði karla- og kvennaliði. Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson voru valdir besta dómaraparið sjöunda árið í röð.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni