VSUAHÁÍ og hagvöxturinn Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 17. maí 2013 12:00 Robert Kennedy sagði eitt sinn að landsframleiðsla mældi allt nema það sem gerði lífið þess virði að lifa því. Ég rifja þessi ummæli upp í tengslum við nýútkomnar tillögur svokallaðrar verkefnisstjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi (VSUAHÁÍ, nei, hjálpar ekki) en tillögurnar eiga að stuðla að auknum stöðugleika í íslensku efnahagslífi og 3,5% árlegum hagvexti til ársins 2030. Tillögurnar hafa verið gagnrýndar á þeim forsendum að þær nálgist lífskjör frá of þröngu sjónarhorni með því að leggja áherslu á landsframleiðslu sem, eins og Kennedy benti á, er mjög ófullkominn mælikvarði á lífskjör. Inn í gagnrýnina fléttast svo hagvaxtarþreyta sem ég verð var við hjá, í það minnsta, minni eigin kynslóð. Það er kannski ekki skrítið enda er ég af þeirri kynslóð sem ólst upp á þeim tíma þegar allt snerist um hagvöxt en varð fullorðin þegar góðærið sprakk framan í okkur. Aldeilis frábært! Raunar er hagvaxtarhugtakið í huga sumra orðið svo tengt stóriðju að þeir telja hagvöxt beinlínis óæskilegan. En er hagvöxtur ofmetinn eða jafnvel óæskilegur? Svarið við fyrstu spurningunni er kannski en við þeirri seinni hreint nei. Í fyrsta lagi ber að hafa í huga að stærstu aflvakar hagvaxtar til lengri tíma eru tækniframfarir og fólksfjölgun. Í ljósi þess að Íslendingum er að fjölga og þess að það er talsvert af sniðugu fólki í heiminum þá væri það einfaldlega óeðlilegt ef það væri ekki hagvöxtur á Íslandi flest ár. Þar fyrir utan er að flestu leyti þægilegra að búa í landi þar sem efnahagslífið er að vaxa. Fyrir því eru ýmsar ástæður en mér finnst réttast að staldra við eina. Þaðer erfiðara að reka fólk en að ráða fólk ekki. Í stöðnuðu hagkerfi er því erfitt fyrir ungt fólk að fá spennandi atvinnutækifæri. Það þarf ekki annað en að líta til Suður-Evrópu til að fá staðfestingu á því. Því þótt hagvöxtur mæli ekki heilsu barna, gæði menntunar eða gleði leiks (Kennedy var orðheppinn) þá er umtalsvert þægilegra að búa í landi þar sem efnahagslífið er að vaxa en því þar sem það er staðnað. Sérstaklega fyrir ungt fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Robert Kennedy sagði eitt sinn að landsframleiðsla mældi allt nema það sem gerði lífið þess virði að lifa því. Ég rifja þessi ummæli upp í tengslum við nýútkomnar tillögur svokallaðrar verkefnisstjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi (VSUAHÁÍ, nei, hjálpar ekki) en tillögurnar eiga að stuðla að auknum stöðugleika í íslensku efnahagslífi og 3,5% árlegum hagvexti til ársins 2030. Tillögurnar hafa verið gagnrýndar á þeim forsendum að þær nálgist lífskjör frá of þröngu sjónarhorni með því að leggja áherslu á landsframleiðslu sem, eins og Kennedy benti á, er mjög ófullkominn mælikvarði á lífskjör. Inn í gagnrýnina fléttast svo hagvaxtarþreyta sem ég verð var við hjá, í það minnsta, minni eigin kynslóð. Það er kannski ekki skrítið enda er ég af þeirri kynslóð sem ólst upp á þeim tíma þegar allt snerist um hagvöxt en varð fullorðin þegar góðærið sprakk framan í okkur. Aldeilis frábært! Raunar er hagvaxtarhugtakið í huga sumra orðið svo tengt stóriðju að þeir telja hagvöxt beinlínis óæskilegan. En er hagvöxtur ofmetinn eða jafnvel óæskilegur? Svarið við fyrstu spurningunni er kannski en við þeirri seinni hreint nei. Í fyrsta lagi ber að hafa í huga að stærstu aflvakar hagvaxtar til lengri tíma eru tækniframfarir og fólksfjölgun. Í ljósi þess að Íslendingum er að fjölga og þess að það er talsvert af sniðugu fólki í heiminum þá væri það einfaldlega óeðlilegt ef það væri ekki hagvöxtur á Íslandi flest ár. Þar fyrir utan er að flestu leyti þægilegra að búa í landi þar sem efnahagslífið er að vaxa. Fyrir því eru ýmsar ástæður en mér finnst réttast að staldra við eina. Þaðer erfiðara að reka fólk en að ráða fólk ekki. Í stöðnuðu hagkerfi er því erfitt fyrir ungt fólk að fá spennandi atvinnutækifæri. Það þarf ekki annað en að líta til Suður-Evrópu til að fá staðfestingu á því. Því þótt hagvöxtur mæli ekki heilsu barna, gæði menntunar eða gleði leiks (Kennedy var orðheppinn) þá er umtalsvert þægilegra að búa í landi þar sem efnahagslífið er að vaxa en því þar sem það er staðnað. Sérstaklega fyrir ungt fólk.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun