Snýst um að ná samhljómi 18. maí 2013 12:00 Söngkonan Margrét hefur sungið frá unga aldri og segir allar konur geta sungið ef þær bara þora.Fréttablaðið/Stefán Ég er í eldhúsinu,“ heyrist kallað innan úr iðrum sönghússins Domus vox þegar blaðamann ber að garði. Þar stendur Margrét Pálmadóttir önnum kafin við að rista brauð, skera ost og búa til kaffi. Kaffivélin var það fyrsta sem hún keypti þegar sönghúsið varð að veruleika. „Ég er svo mikið fyrir allt óhollt,“ segir hún og hlær. „Skil ekki hvernig fólk þorir að láta börnin sín í kóra hjá mér.“ Margrét hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar fyrir starf sitt í kórum kvenna og það er vel við hæfi því í kórunum sem hún stjórnar og í söngskólanum eru konur og stúlkur frá fimm til 75 ára. Kvennakór Reykjavíkur, sem hún stofnaði ásamt fleirum árið 1993, á einnig tuttugu ára afmæli í ár og þótt Margrét sé ekki lengur þar við stjórnvölinn tekur hún þátt í að fagna afmælinu, meðal annars á tónleikunum Frá konu til konu sem haldnir voru í Hörpu þann 7. apríl.Reynsla af fordómum gerir mann sterkari Margrét er fædd á Húsavík en líf hennar tók óvænta stefnu þegar hún, tveggja ára og átta mánaða gömul, var tekin frá móður sinni og vistuð á barnaheimilinu á Silungapolli. „Það hefur aldrei neinn getað sagt mér neitt af viti um það hvernig það kom til,“ segir hún. „Mamma var svolítið öðruvísi – eins og ég – og hún og pabbi kunnu ekkert að vera hjón. Mamma fór frá honum og hefur greinilega ætlað að bjarga einhverju af börnunum þannig að hún tók mig með sér. Ég man auðvitað ekkert eftir þessu en í fyrra þegar vistheimilisbörnum bauðst hjálp frá ríkinu þá þáði ég það. Mér fannst ég reyndar ekkert þurfa að bæta neitt upp, átti yndislega æsku, en var svo glöð fyrir hönd hinna. Ákvað samt að fara og tala við Guðrúnu Ögmundsdóttur, sem leiddi þetta starf, og var bara rétt komin inn úr dyrunum hjá henni þegar ég skildi hvers vegna það fyrsta sem maður sá þar inni var kassi fullur af snýtubréfum. Þegar maður opnar á þessar tilfinningar, sem maður vissi ekki einu sinni að maður hefði, þá opnast bara heilt Pandórubox. Tilfinningarnar eru allar þarna og líkaminn man þær þótt hugurinn hafi gleymt þeim. Hluti af aðstoð ríkisins var að boðið var upp á sálfræðiaðstoð sem ég nýtti mér og það var alveg ótrúlega gott.“ Margrét er á því að þessi reynsla hafi átt þátt í því að gera hana að þeirri miklu félagsveru sem hún er. „Þessi reynsla, sem þú upplifir seinna að hafi litast af fordómum, gefur manni sterkari vitund um það sem betur má fara í samfélaginu. Það er bara allt í lagi að lifa lífi sínu á annan hátt en fjöldinn. Ég varð til dæmis ófrísk sextán ára og mamma nýorðin sautján, sem mörgum þótti nú ekki í lagi. Þetta hefur mótað mig mikið. Fyrir utan baráttuna fyrir kvennakórunum hef ég verið ötul í kvennabaráttunni og stofnaði á sínum tíma foreldrafélag samkynhneigðra, nenni bara alls ekkert að biðjast afsökunar á því að eiga samkynhneigðan son eins og mér finnst sumir ætlast til. Og ég vil berjast fyrir þessum mannréttindum innan kirkjunnar. Ég er trúuð og hef alltaf verið, sæki mikinn styrk í trúna, og vil að kirkjan sé leiðandi í þessum málum.“Köllun að syngja með konum Margrét þurfti ekki að dvelja lengi á Silungapolli því föðurbróðir hennar og eiginkona hans tóku hana að sér og ólu upp sem eigin dóttur. Með þeim flutti hún frá Húsavík til Hafnarfjarðar þar sem söngferillinn hófst í Kór Öldutúnsskóla og kirkjukór Hafnarfjarðar. Leiðin lá síðan í söngnám hér heima og síðan í Vínarborg og á Ítalíu. Árið 1993 urðu síðan þáttaskil í lífi hennar þegar hún gekkst fyrir stofnun Kvennakórs Reykjavíkur. „Það er köllun mín að syngja með konum. Byrjaði með kórskóla í Kramhúsinu á sínum tíma og smám saman fórum við að syngja alls konar tónlist. Þegar svo kom að stofnun Kvennakórsins 1993 mættu 120 konur sem mér þykir alltaf jafn mikið undur. Það hefur gengið á ýmsu síðan en aðalstríðið hefur samt átt sér stað inni í konunum sjálfum. Það eru svo margar konur sem efast um að þær geti sungið og þora ekki að láta rödd sína heyrast. Það er bull. Það geta allir sungið – gera það bara misjafnlega vel.“ Margrét segir starf í kór um margt líkjast hjónabandi. „Þetta snýst allt um að ná samhljómi og hlusta eftir röddum annarra. Stilla saman strengina. Það þýðir ekkert að láta vaða á súðum og taka ekki tillit til hinna. Eins og í hjónabandi snýst þetta um að gefa og þiggja í réttum hlutföllum.“ Þrjú af fimm börnum Margrétar vinna nú við söngskólann með henni, Sigríður Soffía, Matthildur Guðrún og Maríus Hermann. Fréttablaðið/Stefán Börnin þurftu að elta Eftir stofnun kórsins má segja að örlög Margrétar hafi verið ráðin. Allt hennar líf síðan hefur meira og minna snúist um kórstarfið og árið 2000 stofnaði hún í félagi við aðra sönghúsið Domus vox sem sameinar undir einu þaki söngskóla og kórastarfsemi. Og nú hefur hún sjálf fengið að upplifa það sem hún hefur verið að styðja konur í undanfarna tvo áratugi – að fá að syngja með dætrum sínum. „Já, loksins! Þær eru hvor sínum megin við tvítugt og þær koma með í kórferðalagið til Ítalíu í sumar í fyrsta skipti.“ Dæturnar, Sigríður Soffía og Matthildur Guðrún, starfa auk þess báðar við söngskólann og nýverið bættist þriðja barn Margrétar í þann góða hóp sem þar starfar þegar Maríus sonur hennar var ráðinn þar kennari. Hinir synirnir tveir, Hjalti Þór og Kristján Helgi, eru hins vegar fjarri góðu gamni. Fimm börn í allt, hvernig hafði hún tíma til að eignast þau? „Það tók enga stund að búa þau til og ekkert mikið lengri tíma að fæða þau,“ segir Margrét og skellihlær. „Síðan hafa þau bara orðið að elta mig í því sem ég er að gera eins og lömbin.“ Eiginmaður Margrétar er Hafliði Arngrímsson dramatúrg. „Við kynntumst úti í Vínarborg þar sem við vorum bæði í námi og vorum mjög góðir vinir í nokkur ár, án þess að vera í ástarsambandi. Svo gerði ég mér bara lítið fyrir árið 1988 og bað hans og síðan höfum við verið saman.“ Fyrir utan starfið með kórunum og í söngskólunum er alltaf nóg að gera hjá Margréti sem er á leið til Ítalíu í sumar með kóra, eins og hún hefur reyndar gert flest sumur. „Það verða 45 konur með í ferðinni, sú elsta rúmlega sjötug og sú yngsta ellefu ára. Þannig að ég tel mig vera vel að því komna að hljóta verðlaun fyrir að tengja saman kynslóðirnar.“ Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég er í eldhúsinu,“ heyrist kallað innan úr iðrum sönghússins Domus vox þegar blaðamann ber að garði. Þar stendur Margrét Pálmadóttir önnum kafin við að rista brauð, skera ost og búa til kaffi. Kaffivélin var það fyrsta sem hún keypti þegar sönghúsið varð að veruleika. „Ég er svo mikið fyrir allt óhollt,“ segir hún og hlær. „Skil ekki hvernig fólk þorir að láta börnin sín í kóra hjá mér.“ Margrét hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar fyrir starf sitt í kórum kvenna og það er vel við hæfi því í kórunum sem hún stjórnar og í söngskólanum eru konur og stúlkur frá fimm til 75 ára. Kvennakór Reykjavíkur, sem hún stofnaði ásamt fleirum árið 1993, á einnig tuttugu ára afmæli í ár og þótt Margrét sé ekki lengur þar við stjórnvölinn tekur hún þátt í að fagna afmælinu, meðal annars á tónleikunum Frá konu til konu sem haldnir voru í Hörpu þann 7. apríl.Reynsla af fordómum gerir mann sterkari Margrét er fædd á Húsavík en líf hennar tók óvænta stefnu þegar hún, tveggja ára og átta mánaða gömul, var tekin frá móður sinni og vistuð á barnaheimilinu á Silungapolli. „Það hefur aldrei neinn getað sagt mér neitt af viti um það hvernig það kom til,“ segir hún. „Mamma var svolítið öðruvísi – eins og ég – og hún og pabbi kunnu ekkert að vera hjón. Mamma fór frá honum og hefur greinilega ætlað að bjarga einhverju af börnunum þannig að hún tók mig með sér. Ég man auðvitað ekkert eftir þessu en í fyrra þegar vistheimilisbörnum bauðst hjálp frá ríkinu þá þáði ég það. Mér fannst ég reyndar ekkert þurfa að bæta neitt upp, átti yndislega æsku, en var svo glöð fyrir hönd hinna. Ákvað samt að fara og tala við Guðrúnu Ögmundsdóttur, sem leiddi þetta starf, og var bara rétt komin inn úr dyrunum hjá henni þegar ég skildi hvers vegna það fyrsta sem maður sá þar inni var kassi fullur af snýtubréfum. Þegar maður opnar á þessar tilfinningar, sem maður vissi ekki einu sinni að maður hefði, þá opnast bara heilt Pandórubox. Tilfinningarnar eru allar þarna og líkaminn man þær þótt hugurinn hafi gleymt þeim. Hluti af aðstoð ríkisins var að boðið var upp á sálfræðiaðstoð sem ég nýtti mér og það var alveg ótrúlega gott.“ Margrét er á því að þessi reynsla hafi átt þátt í því að gera hana að þeirri miklu félagsveru sem hún er. „Þessi reynsla, sem þú upplifir seinna að hafi litast af fordómum, gefur manni sterkari vitund um það sem betur má fara í samfélaginu. Það er bara allt í lagi að lifa lífi sínu á annan hátt en fjöldinn. Ég varð til dæmis ófrísk sextán ára og mamma nýorðin sautján, sem mörgum þótti nú ekki í lagi. Þetta hefur mótað mig mikið. Fyrir utan baráttuna fyrir kvennakórunum hef ég verið ötul í kvennabaráttunni og stofnaði á sínum tíma foreldrafélag samkynhneigðra, nenni bara alls ekkert að biðjast afsökunar á því að eiga samkynhneigðan son eins og mér finnst sumir ætlast til. Og ég vil berjast fyrir þessum mannréttindum innan kirkjunnar. Ég er trúuð og hef alltaf verið, sæki mikinn styrk í trúna, og vil að kirkjan sé leiðandi í þessum málum.“Köllun að syngja með konum Margrét þurfti ekki að dvelja lengi á Silungapolli því föðurbróðir hennar og eiginkona hans tóku hana að sér og ólu upp sem eigin dóttur. Með þeim flutti hún frá Húsavík til Hafnarfjarðar þar sem söngferillinn hófst í Kór Öldutúnsskóla og kirkjukór Hafnarfjarðar. Leiðin lá síðan í söngnám hér heima og síðan í Vínarborg og á Ítalíu. Árið 1993 urðu síðan þáttaskil í lífi hennar þegar hún gekkst fyrir stofnun Kvennakórs Reykjavíkur. „Það er köllun mín að syngja með konum. Byrjaði með kórskóla í Kramhúsinu á sínum tíma og smám saman fórum við að syngja alls konar tónlist. Þegar svo kom að stofnun Kvennakórsins 1993 mættu 120 konur sem mér þykir alltaf jafn mikið undur. Það hefur gengið á ýmsu síðan en aðalstríðið hefur samt átt sér stað inni í konunum sjálfum. Það eru svo margar konur sem efast um að þær geti sungið og þora ekki að láta rödd sína heyrast. Það er bull. Það geta allir sungið – gera það bara misjafnlega vel.“ Margrét segir starf í kór um margt líkjast hjónabandi. „Þetta snýst allt um að ná samhljómi og hlusta eftir röddum annarra. Stilla saman strengina. Það þýðir ekkert að láta vaða á súðum og taka ekki tillit til hinna. Eins og í hjónabandi snýst þetta um að gefa og þiggja í réttum hlutföllum.“ Þrjú af fimm börnum Margrétar vinna nú við söngskólann með henni, Sigríður Soffía, Matthildur Guðrún og Maríus Hermann. Fréttablaðið/Stefán Börnin þurftu að elta Eftir stofnun kórsins má segja að örlög Margrétar hafi verið ráðin. Allt hennar líf síðan hefur meira og minna snúist um kórstarfið og árið 2000 stofnaði hún í félagi við aðra sönghúsið Domus vox sem sameinar undir einu þaki söngskóla og kórastarfsemi. Og nú hefur hún sjálf fengið að upplifa það sem hún hefur verið að styðja konur í undanfarna tvo áratugi – að fá að syngja með dætrum sínum. „Já, loksins! Þær eru hvor sínum megin við tvítugt og þær koma með í kórferðalagið til Ítalíu í sumar í fyrsta skipti.“ Dæturnar, Sigríður Soffía og Matthildur Guðrún, starfa auk þess báðar við söngskólann og nýverið bættist þriðja barn Margrétar í þann góða hóp sem þar starfar þegar Maríus sonur hennar var ráðinn þar kennari. Hinir synirnir tveir, Hjalti Þór og Kristján Helgi, eru hins vegar fjarri góðu gamni. Fimm börn í allt, hvernig hafði hún tíma til að eignast þau? „Það tók enga stund að búa þau til og ekkert mikið lengri tíma að fæða þau,“ segir Margrét og skellihlær. „Síðan hafa þau bara orðið að elta mig í því sem ég er að gera eins og lömbin.“ Eiginmaður Margrétar er Hafliði Arngrímsson dramatúrg. „Við kynntumst úti í Vínarborg þar sem við vorum bæði í námi og vorum mjög góðir vinir í nokkur ár, án þess að vera í ástarsambandi. Svo gerði ég mér bara lítið fyrir árið 1988 og bað hans og síðan höfum við verið saman.“ Fyrir utan starfið með kórunum og í söngskólunum er alltaf nóg að gera hjá Margréti sem er á leið til Ítalíu í sumar með kóra, eins og hún hefur reyndar gert flest sumur. „Það verða 45 konur með í ferðinni, sú elsta rúmlega sjötug og sú yngsta ellefu ára. Þannig að ég tel mig vera vel að því komna að hljóta verðlaun fyrir að tengja saman kynslóðirnar.“
Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira