FM Belfast sendir frá sér glænýtt stuðlag Álfrún Pálsdóttir skrifar 22. maí 2013 12:00 Lóa Hjálmtýsdóttir, söngkona FM Belfast, segir þau vera á leiðinni í tónleikaflakk í sumar en þá verður barnapía með í för en meðlimir sveitarinnar eru allir komnir með börn. Fréttablaðið/vilhelm „Við höfum pillað út öll vangalögin, þau passa ekki inn. Þetta verður stuðplata, svipuð okkar fyrri plötum,“ segir Lóa Hjálmtýsdóttir, teiknari og söngkona í sveitinni FM Belfast. Sveitin gaf nýverið frá sér nýja smáskífu, lagið We Are Faster Than You, sem eflaust á eftir að verða einn af sumarsmellunum í ár. Hægt er að nálgast lagið hér á vefnum Tonlist.is en það kemur út á Itunes og Spotify þann 1. júní. Lagið verður á nýrri plötu sveitarinnar sem er í bígerð. „Í fyrsta sinn erum við ekki að gefa út plötuna sjálf hér á landi heldur sér Record Records um útgáfuna sem okkur líst mjög vel á. Platan er tilbúin að hluta til en á eftir að mastera og mixa hana. Það er í raun ómögulegt að segja hvenær af útgáfu verður, vonandi fyrr en seinna,“ segir Lóa og bætir við að þau ætli að gefa út nokkrar smáskífur áður en sjálf platan kemur út. „Við gerðum það með fyrstu plötuna okkar og fannst lögin þannig öðlast meira sjálfstætt líf og fá meira vægi en ef platan kæmi öll út í einu strax.“ Sveitin er þessa dagana að spila í Makedóníu og Grikklandi en Lóa sjálf er fjarri góðu gamni. Sonur hennar og Árna Hlöðverssonar, annars forsprakka FM Belfast, er lasinn og varð hún því eftir heima. Örvar Smárason þurfti einnig að boða forföll í þennan tónleikatúr en hann er í prófum og á von sínu öðru barni með leikkonunni Birgittu Birgisdóttir innan skamms. „Það er frekar skrítið að vera ekki með núna en við aðlöguðum dagskrána að þessu fyrirkomulagi. Við erum orðin svo mikil barnasveit sem er frekar fyndið.“ Þau verða á flakki milli tónlistarhátíða á meginlandi Evrópu í sumar og ætla að taka litla strákinn sinn með. „Við verðum með barnapíu með okkur svo að það er þægilegt fyrir alla. Ég hlakka mikið til.“ Nýja smáskífan er komin á Tonlist.is. Hún verður síðan gefin út á iTunes og Spotify 1. júní. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við höfum pillað út öll vangalögin, þau passa ekki inn. Þetta verður stuðplata, svipuð okkar fyrri plötum,“ segir Lóa Hjálmtýsdóttir, teiknari og söngkona í sveitinni FM Belfast. Sveitin gaf nýverið frá sér nýja smáskífu, lagið We Are Faster Than You, sem eflaust á eftir að verða einn af sumarsmellunum í ár. Hægt er að nálgast lagið hér á vefnum Tonlist.is en það kemur út á Itunes og Spotify þann 1. júní. Lagið verður á nýrri plötu sveitarinnar sem er í bígerð. „Í fyrsta sinn erum við ekki að gefa út plötuna sjálf hér á landi heldur sér Record Records um útgáfuna sem okkur líst mjög vel á. Platan er tilbúin að hluta til en á eftir að mastera og mixa hana. Það er í raun ómögulegt að segja hvenær af útgáfu verður, vonandi fyrr en seinna,“ segir Lóa og bætir við að þau ætli að gefa út nokkrar smáskífur áður en sjálf platan kemur út. „Við gerðum það með fyrstu plötuna okkar og fannst lögin þannig öðlast meira sjálfstætt líf og fá meira vægi en ef platan kæmi öll út í einu strax.“ Sveitin er þessa dagana að spila í Makedóníu og Grikklandi en Lóa sjálf er fjarri góðu gamni. Sonur hennar og Árna Hlöðverssonar, annars forsprakka FM Belfast, er lasinn og varð hún því eftir heima. Örvar Smárason þurfti einnig að boða forföll í þennan tónleikatúr en hann er í prófum og á von sínu öðru barni með leikkonunni Birgittu Birgisdóttir innan skamms. „Það er frekar skrítið að vera ekki með núna en við aðlöguðum dagskrána að þessu fyrirkomulagi. Við erum orðin svo mikil barnasveit sem er frekar fyndið.“ Þau verða á flakki milli tónlistarhátíða á meginlandi Evrópu í sumar og ætla að taka litla strákinn sinn með. „Við verðum með barnapíu með okkur svo að það er þægilegt fyrir alla. Ég hlakka mikið til.“ Nýja smáskífan er komin á Tonlist.is. Hún verður síðan gefin út á iTunes og Spotify 1. júní.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira