Upptökur í 600 ára kastala Freyr Bjarnason skrifar 30. maí 2013 06:00 Jóhann hefur gefið út sína þriðju plötu, Headphones. fréttablaðið/anton Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, var að hluta til tekin upp í 600 ára gömlum kastala í Engelsholm í Danmörku. „Ég kom mér upp hljóðnemum þarna en þessi kastali er notaður sem listalýðháskóli í Danmörku,“ segir Jóhann. Lagið Typewriter var tekið upp í kastalanum og Jóhann segir andrúmsloftið þar öðruvísi en annars staðar. „Það snýst aðallega um hvernig manni líður þarna. Þetta er alveg magnaður staður.“ Jóhann kom fyrst í kastalann fyrir þremur árum þegar hann tók þátt í lagahöfundabúðum með tónlistarmönnum frá Skandinavíu og Austin í Texas. Þar áttu þeir að semja tónleikaprógramm fyrir Spot-tónlistarhátíðina í Danmörku. Einn kollegi hans frá Texas heitir Danny Malone og þeir fóru saman í tónleikaferð um Bandaríkin í fyrra. Fyrsta smáskífulag plötunnar, No Need to Hesitate, var á lista yfir tuttugu bestu lög ársins 2012 hjá veftímaritinu Rjóminn.is og útvarpsþætti vefsíðunnar Straum.is. Headphones er persónuleg indíplata með rafmögnuðu ívafi. Hún kemur aðeins út í 200 númeruðum eintökum. Hægt verður að kaupa plötuna í öllum helstu plötubúðum og í gegnum vefsíðuna johannkristinsson.bandcamp.com. Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, var að hluta til tekin upp í 600 ára gömlum kastala í Engelsholm í Danmörku. „Ég kom mér upp hljóðnemum þarna en þessi kastali er notaður sem listalýðháskóli í Danmörku,“ segir Jóhann. Lagið Typewriter var tekið upp í kastalanum og Jóhann segir andrúmsloftið þar öðruvísi en annars staðar. „Það snýst aðallega um hvernig manni líður þarna. Þetta er alveg magnaður staður.“ Jóhann kom fyrst í kastalann fyrir þremur árum þegar hann tók þátt í lagahöfundabúðum með tónlistarmönnum frá Skandinavíu og Austin í Texas. Þar áttu þeir að semja tónleikaprógramm fyrir Spot-tónlistarhátíðina í Danmörku. Einn kollegi hans frá Texas heitir Danny Malone og þeir fóru saman í tónleikaferð um Bandaríkin í fyrra. Fyrsta smáskífulag plötunnar, No Need to Hesitate, var á lista yfir tuttugu bestu lög ársins 2012 hjá veftímaritinu Rjóminn.is og útvarpsþætti vefsíðunnar Straum.is. Headphones er persónuleg indíplata með rafmögnuðu ívafi. Hún kemur aðeins út í 200 númeruðum eintökum. Hægt verður að kaupa plötuna í öllum helstu plötubúðum og í gegnum vefsíðuna johannkristinsson.bandcamp.com.
Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“