Súpergrúppa siglir um landið í sumar Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 31. maí 2013 07:00 Guðni Finnsson, Jónas Sig, Lára Rúnars, Mugison, Ómar Guðjónsson og Arnar Gíslason mynda súpergrúppuna Áhöfnin á Húna. „Þetta er allt gert fyrir Landsbjörg. Við erum bara að fara að skemmta okkur og eiga frábært sumarfrí,“ segir Jón Þór Þorleifsson, túrpabbi hljómsveitarinnar Áhöfnin á Húna. Það eru engir nýgræðingar sem standa að baki hljómsveitinni en hana skipa Mugison, Jónas Sig, Lára Rúnars, Ómar Guðjónsson, Guðni Finnsson og Arnar Gíslason. „Við erum öll vinir og við tókum okkur bara saman um að gera þetta. Þetta er ótrúlega klikkuð og skemmtileg hugmynd og auðvitað algjör súpergrúppa,“ segir Jón Þór en sveitin var stofnuð sérstaklega til að sigla hringinn í kringum landið í júlímánuði og halda tónleika í sextán höfnum. Allur ágóðinn rennur svo til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Hvað gerist svo eftir júlímánuð er alveg óráðið. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Jón Þór. Fararskjóti sveitarinnar er 50 ára gamli eikarbáturinn Húni II, en hún dregur einmitt nafn sitt af bátnum líka. Jón Þór segir mennina sem fylgja bátnum vera frábæran hóp stórskemmtilegra áhugamanna um að halda honum gangandi, svo það verði gaman að verja þessum mánuði á sjó með þeim. Áhöfnin á Húna mun spila lög eftir Mugison, Jónas, Láru og Ómar en öllum hefur þeim verið breytt svo hljómsveitin flytji þau í sameiningu. „Þetta verður ekki þannig að hvert þeirra stígur á svið með sitt lag heldur er þetta bara ein heild sem gerir hlutina saman. Við erum öll með gæsahúð á æfingum, þetta kemur svo vel út,“ segir Jón Þór. Áhöfnin á Húna kemur fram í fyrsta skipti í söfnunarþætti fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg á Rúv í kvöld. Rúv verður svo viðloðandi verkefnið áfram í sumar og fylgir sveitinni eftir. „Það verða beinar útsendingar frá nokkrum tónleikum og svo verður fylgst með hópnum bæði á viðburðunum og á bátnum þeirra á milli. Þetta verður heljarinnar sirkus,“ segir Jón Þór. „Það getur auðvitað ýmislegt gerst í bátnum,“ bætir hann við dularfullur. Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þetta er allt gert fyrir Landsbjörg. Við erum bara að fara að skemmta okkur og eiga frábært sumarfrí,“ segir Jón Þór Þorleifsson, túrpabbi hljómsveitarinnar Áhöfnin á Húna. Það eru engir nýgræðingar sem standa að baki hljómsveitinni en hana skipa Mugison, Jónas Sig, Lára Rúnars, Ómar Guðjónsson, Guðni Finnsson og Arnar Gíslason. „Við erum öll vinir og við tókum okkur bara saman um að gera þetta. Þetta er ótrúlega klikkuð og skemmtileg hugmynd og auðvitað algjör súpergrúppa,“ segir Jón Þór en sveitin var stofnuð sérstaklega til að sigla hringinn í kringum landið í júlímánuði og halda tónleika í sextán höfnum. Allur ágóðinn rennur svo til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Hvað gerist svo eftir júlímánuð er alveg óráðið. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Jón Þór. Fararskjóti sveitarinnar er 50 ára gamli eikarbáturinn Húni II, en hún dregur einmitt nafn sitt af bátnum líka. Jón Þór segir mennina sem fylgja bátnum vera frábæran hóp stórskemmtilegra áhugamanna um að halda honum gangandi, svo það verði gaman að verja þessum mánuði á sjó með þeim. Áhöfnin á Húna mun spila lög eftir Mugison, Jónas, Láru og Ómar en öllum hefur þeim verið breytt svo hljómsveitin flytji þau í sameiningu. „Þetta verður ekki þannig að hvert þeirra stígur á svið með sitt lag heldur er þetta bara ein heild sem gerir hlutina saman. Við erum öll með gæsahúð á æfingum, þetta kemur svo vel út,“ segir Jón Þór. Áhöfnin á Húna kemur fram í fyrsta skipti í söfnunarþætti fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg á Rúv í kvöld. Rúv verður svo viðloðandi verkefnið áfram í sumar og fylgir sveitinni eftir. „Það verða beinar útsendingar frá nokkrum tónleikum og svo verður fylgst með hópnum bæði á viðburðunum og á bátnum þeirra á milli. Þetta verður heljarinnar sirkus,“ segir Jón Þór. „Það getur auðvitað ýmislegt gerst í bátnum,“ bætir hann við dularfullur.
Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira