Mín gæfa að lenda í námi hjá Snæbjörgu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. júní 2013 13:45 Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari og Ingibjörg Guðjónsdóttir söngkona flytja í kvöld lög sem Ingibjörg söng í söngnáminu hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur í Tónlistarskóla Garðabæjar. Fréttablaðið/Daníel. „Þetta kom skemmtilega á óvart,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir, söngkona, kórstjóri og söngkennari, sem á föstudag var útnefnd bæjarlistamaður Garðabæjar 2013. „Ástæðan er væntanlega fyrst og fremst starf mitt með Kvennakór Garðabæjar sem ég stofnaði árið 2000. Starf hans hefur verið mjög sýnilegt í bænum, en við höfum verið með samstarfssamning við bæinn og sinnt ýmsum verkefnum til að efla hér menningu og listir.“ Ingibjörg hefur lagt meira af mörkum til eflingar tónlistarlífs í Garðabæ og fór um áramótin af stað með tónleikaröðina Þriðjudagsklassík í Garðabæ. Lokatónleikar raðarinnar í vor eru einmitt í kvöld og þar syngur Ingibjörg sjálf við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara. Tónleikarnir bera yfirskriftina Arfleifð Snæju og er efnisskráin tileinkuð námsárum Ingibjargar í Tónlistarskóla Garðabæjar hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur söngkennara. Snæbjörg varð áttræð á síðasta ári en hún kenndi í ein þrjátíu ár við skólann og útskrifaði fjölda góðra söngvara. „Mér fannst mjög við hæfi að heiðra Snæbjörgu,“ segir Ingibjörg. „Bæði lærði ég hjá henni öll mín ár í tónlistarskólanum hér og svo tengist hún mér að því leyti að hún er móðursystir mannsins míns. Hún kynnti okkur þannig að það er henni að þakka að við erum hjón í dag. Það var mín gæfa að lenda í námi hjá henni þegar ég var sautján ára, bæði sem söngkonu og í einkalífinu.“ Dagskrá tónleikanna í kvöld er fjölbreytt. „Þetta eru klukkutíma tónleikar og efnisskráin er mjög blönduð,“ segir Ingibjörg. „Þetta eru lögin sem Snæbjörg var að miðla mér í gamla daga, alveg frá klassísku íslensku lögunum yfir í þýsk ljóð og óperuaríur. Og svo er þarna léttmeti með.“ Tónleikarnir í kvöld eru þeir síðustu á þessu vori en Ingibjörg segir að strax og haustar fari tónleikaröðin af stað aftur. Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Þetta kom skemmtilega á óvart,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir, söngkona, kórstjóri og söngkennari, sem á föstudag var útnefnd bæjarlistamaður Garðabæjar 2013. „Ástæðan er væntanlega fyrst og fremst starf mitt með Kvennakór Garðabæjar sem ég stofnaði árið 2000. Starf hans hefur verið mjög sýnilegt í bænum, en við höfum verið með samstarfssamning við bæinn og sinnt ýmsum verkefnum til að efla hér menningu og listir.“ Ingibjörg hefur lagt meira af mörkum til eflingar tónlistarlífs í Garðabæ og fór um áramótin af stað með tónleikaröðina Þriðjudagsklassík í Garðabæ. Lokatónleikar raðarinnar í vor eru einmitt í kvöld og þar syngur Ingibjörg sjálf við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara. Tónleikarnir bera yfirskriftina Arfleifð Snæju og er efnisskráin tileinkuð námsárum Ingibjargar í Tónlistarskóla Garðabæjar hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur söngkennara. Snæbjörg varð áttræð á síðasta ári en hún kenndi í ein þrjátíu ár við skólann og útskrifaði fjölda góðra söngvara. „Mér fannst mjög við hæfi að heiðra Snæbjörgu,“ segir Ingibjörg. „Bæði lærði ég hjá henni öll mín ár í tónlistarskólanum hér og svo tengist hún mér að því leyti að hún er móðursystir mannsins míns. Hún kynnti okkur þannig að það er henni að þakka að við erum hjón í dag. Það var mín gæfa að lenda í námi hjá henni þegar ég var sautján ára, bæði sem söngkonu og í einkalífinu.“ Dagskrá tónleikanna í kvöld er fjölbreytt. „Þetta eru klukkutíma tónleikar og efnisskráin er mjög blönduð,“ segir Ingibjörg. „Þetta eru lögin sem Snæbjörg var að miðla mér í gamla daga, alveg frá klassísku íslensku lögunum yfir í þýsk ljóð og óperuaríur. Og svo er þarna léttmeti með.“ Tónleikarnir í kvöld eru þeir síðustu á þessu vori en Ingibjörg segir að strax og haustar fari tónleikaröðin af stað aftur.
Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“