Jeff Beck heldur tónleika í Reykjavík 4. júní 2013 07:00 Gítarsnillingurinn Jeff Beck verður með tónleika í Vodafonehöllinni í lok mánaðarins. Steinþór Helgi segir að gestir fái mikið fyrir peninginn á þessum tónleikum. „Ætli það hafi ekki verið gamall draumur hjá honum að koma til Íslands,“ segir umboðsmaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson en gítarleikarinn Jeff Beck er á leið til landsins og heldur tónleika í Vodafone-höllinni hinn 27. júní næstkomandi. Tónleikarnir eru liður í herferð er kallast Endgame en markmið hennar er barátta gegn AIDS, malaríu og berklum. Ár hvert deyja samanlagt um 4 milljónir manna um heim allan úr þessum sjúkdómum. „Þessi herferð hefur verið lengi í vinnslu og þetta byrjar í raun á tónleikunum hér á landi,“ segir Steinþór, sem sér um framkvæmd tónleikanna og var í forsvari fyrir systursamtök Nelson Mandela á Íslandi. Endgame-samtökin verða með tónleika um heim allan til að vekja athygli á málstaðnum. Jeff Beck þarf vart að kynna fyrir tónlistarunnendum en hann var valinn fimmti besti gítarleikari heims af tímaritinu Rolling Stone og hefur unnið með mörgum af bestu tónlistarmönnum sögunnar. „Þetta er ótrúlegur „performer“ og hann kemur með einvala lið með sér, meðal annars Rhondu Smith, bassaleikara Prince og einn af fremstu bassaleikurum heims. Hann á það til að taka með sér einhverja leynigesti á tónleika sína svo það verður spennandi að sjá hvort einhverjir verði með að þessu sinni,“ segir Steinþór. Hinn 29. júní verða svo stórtónleikar í Tromsö í Noregi þar sem títtnefndur Jeff Beck, Rhonda Smith, Datarock og okkar íslensku Mezzoforte eru á meðal þeirra sem koma fram. Miðasala fyrir tónleikana í Vodafone-höllinni byrjar á næstu dögum og lofar Steinþór að gestir fái mikið fyrir peninginn. Tónlist Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ætli það hafi ekki verið gamall draumur hjá honum að koma til Íslands,“ segir umboðsmaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson en gítarleikarinn Jeff Beck er á leið til landsins og heldur tónleika í Vodafone-höllinni hinn 27. júní næstkomandi. Tónleikarnir eru liður í herferð er kallast Endgame en markmið hennar er barátta gegn AIDS, malaríu og berklum. Ár hvert deyja samanlagt um 4 milljónir manna um heim allan úr þessum sjúkdómum. „Þessi herferð hefur verið lengi í vinnslu og þetta byrjar í raun á tónleikunum hér á landi,“ segir Steinþór, sem sér um framkvæmd tónleikanna og var í forsvari fyrir systursamtök Nelson Mandela á Íslandi. Endgame-samtökin verða með tónleika um heim allan til að vekja athygli á málstaðnum. Jeff Beck þarf vart að kynna fyrir tónlistarunnendum en hann var valinn fimmti besti gítarleikari heims af tímaritinu Rolling Stone og hefur unnið með mörgum af bestu tónlistarmönnum sögunnar. „Þetta er ótrúlegur „performer“ og hann kemur með einvala lið með sér, meðal annars Rhondu Smith, bassaleikara Prince og einn af fremstu bassaleikurum heims. Hann á það til að taka með sér einhverja leynigesti á tónleika sína svo það verður spennandi að sjá hvort einhverjir verði með að þessu sinni,“ segir Steinþór. Hinn 29. júní verða svo stórtónleikar í Tromsö í Noregi þar sem títtnefndur Jeff Beck, Rhonda Smith, Datarock og okkar íslensku Mezzoforte eru á meðal þeirra sem koma fram. Miðasala fyrir tónleikana í Vodafone-höllinni byrjar á næstu dögum og lofar Steinþór að gestir fái mikið fyrir peninginn.
Tónlist Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira